Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 33
I<31
þurfa aö sjá af honum, talaði hann við mig um dagbókina, og
lagði niður fvrir mér hvernig við skyldum hafa það. Hann ætlar
að halda dagbók og ég á að halda aðra. Hann sagði að það
mvndi verða honum að liði, eins og þegar viö vorum að tala
saman í rökkrinu—frá því fyrsta, sem eg man eftir mér, hefir
það verið vani okkar, að sumrinu, að læðast undir stóra peru-
tréð í garðinum, en á veturnar héldum við til í króknum við
gluggan í timbur herberginu í prentsmiðju fööur okkar. Þar
eru stórir strangar af prentpappír. Þar eru miklir stablar af
gömlum bókum. Við fengum okkur þar sæti.
Það getur verið, að ég geri Freddi eitthvert gagn með því
að halda dagbók, en fyrir sjálfa mig held ég það hafi ekki mikla
þýðingu. Hann hafði ráð á öllum hugsunum, og þannig verður
það. Eg sakna að geta ekki heyrt eða séð Fred. Nú hefi eg
ekkert nerna leiðinlegan, óskrifaðan pappir, og engar hugsanir!
Þess utan er eg í svo miklu annríki. Eg er elst af börnunum, sem
eru heima, og móðir okkar er ekki heilsusterk. Eg þarf iðulega
að hjálpa föður okkar við að setja stílinn, eða lesa fyrir hann
þegar hann er að setja. Eg verð samt að gera eins og FriSrik
hefir beðið mig. Það væri gaman af að vita hvernig dagbókin
hans verður.
En hvar á eg nú að byrja? Hvernig er farið að halda bækur
vfir viðburði? Tvær bækur Biblíunnar eru nefndar “Viðburða-
bækur” á latinu ýKronikubækurý. Fyrsta bókin í Biblíunni byrjar
á Adam. Eg veit það, því ég las það einu sinni fyrir föður minn
þegar hann var að setja stýlinn. Friðrik getur ómögulega ætlast
til þess, að ég haldi viðburðabók alla leið frá Adam. Mér er
það ómögulegt, því ég get ekki munað það, sem ég las um það.
Eg held ég verði að byrja á þeim elsta, sem ég þekki, því hann
er lengst aftur í tímanum og þess vegna næstur Adam.
Eg held ég verði annars að byrja á henni ömmu okkar.
Hún er ættuð frá Schönberg. Hún er fjarska gömul—meir en
sextíu ára. Hún gengur samt þráðbein. Augun hennar eru svo
dökk og smjúgandi. Hún sýnist næstum yngri en dóttir hennar,
móðir okkar elskulega, sem er iðulega niðurdregin af áhyggjum
og heilsuleysi.
Afi okkar var kominn af aðalsætt, og er ættaður frá Bæheimi;
þannig erum við komin af aðalsætt. Þó tilheyrir faðir okkar
borgara stéttinni. Mér og Friðrik þykir gaman af að skoða
innsiglið hans afa okkar, Von Schönberg, og taka eftir því hvernig
því er skift. Það er gaman að hlusta á sögurnar af hinum aðal-
bornu forfeðrum okkar. Þeir voru riddarar, greifar og kross-
göngumenn frá fornri tíð.