Sameiningin - 01.11.1931, Qupperneq 18
336
okkur aÖ þakka þá heilsu, sem vi8 njótum. Ef aÖ skarÖ hefir af
hendi dauðans veriÖ höggvið í ástvinahópinn,—tómleiki og sorg
ríkir í hjarta, má þó ekki gleymast hve auðug 'dð eruip í ástvin-
unum eftirskildu. Föðurhöndin gjörir alt vel.
“En vit þú það, sem þreyttur er,
og þú, sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíÖi sár
að mest er miskunn Guðs.’’
Að þessu sinni langar mig aö tala um giidi þeirrar trúar-
reynslu, sem við eigum, eða með öðrum orÖum, umtalsefnið er:
Náðarreynslan, eða gleðin í Guði. Og eg vil minna ykkur á þessi
orð Páls postula.
“Af Guðs náð er eg það sem eg cr, og náð hans við mig hefir
ekki orðið til ónýtis.”-—Postulinn er hér aö gera grein fyrir þýð-
ingu trúar sinnar. Hann horfir um öxl yfir fjöll og dali umlið-
innar æfi, og skoðar gjörvalt lif sitt í ljósi guðssamfélagsins, er
var líf hans og styrkur. Þessi fáu orð eiga mikla þýðingu í sér
fólgna, og margt er þaÖ, sem þar má lesa milli línanna.
Undursamlega var það margt, sem postulinn hafði aÖ þakka.
Fágætir voru hæfileikar þeir, er hann hafði öðlast að vöggugjöf.
Gyðinglega og gríska mentun hafði hann líka hlotiÖ samfara rétt-
indum þeim og virðingu, er fylgdi rómverskum borgararétti. Orð
hans eiga sér þó aöra merkingu en þá, að þakka slíka hæfileika.
Sýnilega hefir postulinn hér í huga hin miklu straumhvörf, seni
urðu á sálarlífi hans, við það að Jesús birtist honum á veginuni til
Damaskus forðum.
Þaðan af mátti fullyrða að hann væri annar maður en hann
áður hafði verið. Eða eins og hann segir sjálfur á öðrum stað:
“Nú lifi eg ekki heldur lifir Kristur í mér.”
Það var þessi bjarta, dáðríka, karlmannlega trú, þessi lifandi
sæla, er sála hans átti í samfélaginu við Guð, sem hann hefir í
huga, þessi hjartanlega trúargleði og bjargfastur öruggleiki, sem er
í huga hans, er hann segir: “Af guðsnáð er eg það sem eg er.”
Trúarreynslan er sjálft samfélag sálarinnar við Guð; elskan
sem við berum í hjarta. Þess þykist eg fullviss, er eg stend frammi
fyrir ykkur í dag, að samfélag sálna vorra við Guð, sé æðsta gleði
lífsins. og megin þáttur vors andlega styrks. Þetta samfélag er
að sjálfsögöu á mismunandi stigi. Það er þroskaðra hjá ykkur
öldruðu menn og konur, heldur en hjá fermingarbörnunum fra
síðastliðnu vori. En trú vor er ljósið, sem lýsir okkur, skjól í
stormum lífsins, og andstreymi þess.