Sameiningin - 01.11.1931, Síða 20
338
bænarvers, eða orð Jesú? Við gætum tæplega gert grein fyrir því,
Eitt vitum við: það sem að göfugast var í eðli okkar og Guði lík-
ast, bar sigur úr býtum. Sigurinn kom, sökum samfélagsins við
Guð.
“Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.”—
Nú skulum við setja dæmið upp dálítið öðru vísi. Við erum
nú ekki lengur ung, sem við eitt sinn vorum. Við erum orðin
fullorðin, árin liafa liðið hjá, þögul og hraðfara, með fallþunga
tímans að baki sér. Skýjaborgir bernsku áranna hafa hrunið,—
margar hverjar. Vonbrigði og barátta lífsins hefir sorfið all-mjög
að mörgum. Ef til vill er eitthvað sérstakt sem hrellir hugann:
framtíð barnanna okkar, heilsa ástvinanna, óviss æfikjör,—eitthvað
alvarlegt, sem arnar að. Lífsbyrðin hefir orðið ofurefli. Skyldur
lífsins hafa ofþyngt okkur og orðið því þyngri, sem lengra sóttist
upp á hálendi æfireynslunnar.
Stundum erum við í því hugarástandi að traustið til sam-
ferðafólksins hverfur. Við eigum augnablik, þegar við jafnvel
efuðumst um réttlæti Guðs. Þegar svo er komið, þá stöndum við
á krossgötum hættulegrar reynslu. Þá er guðssamfélag sálarinnar
í hættu statt. Þá er eitthvað líkt með okkur og Elía spámanni
forðum, er hann sagði: “Nóg er nú Drottinn, ’át mig deyja, ekki
er eg betri en feður mínir.” Sum af okkur höfum átt þá æfi-
reynslu—höfum lifað þau augnablik—þegar við þorðum ekki að
Hfa;—fanst sem lífið sjálft væri okkur ofurefli; og lífið léki
á taflborði, sem við skildum lítið eða ekkert í.
En mitt í dimmunni leiftraði skyndilega ljós um okkur, sem
Pál forðum. Við urðum fullviss um nálægð frelsarans. Og
storm sálarinnar tók að lægja. Efinn dvínaði. Skammdegis-
myrkrið sem hafði grúft sig yfir þreytta sál varð nú að víkja fyrir
geislum trúarinnar. ViS sættum okkur við hin erfiðu kjör. Þau
birtust okkur í nýju ljósi, ummynduð af geisladýrð Guðs. Okkur
fanst heilagir englar umkringja okkur á alla vegu. Sem í leiftur
ljósi væri, skildum við það, að við vorum eitt með Guði. Og
örugg og vonglöð í fullvissunni um nálægð Guðs hófum við göngu
lífsins á ný. Við fundum okkur innilukt af helgum föðurörmum
Guðs.
Fyrir stuttu síðan las eg í íslenzku tímariti dálitla frásögu, um
íslenzka konu, sem einmana og yfirgefin lá andvaka að nóttu til, i
litlu leiguherbergi og hlustaði á andardrátt fjögra föðurlausra
l)arna sinna. Eátækt, hulinn harmur, einstæðingsskapur og óvissa