Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 6
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR6 ICESAVE Samninganefnd ríkisins í Icesave-málinu telur að kostnaður íslenska ríkisins vegna Icesave- málsins verði líklega um fimm- tán milljörðum króna minni en talið var þegar samningarnir voru kynntir í desember síðastliðnum. Heildarkostnaðurinn sem fell- ur á ríkið yrði samkvæmt spá nefndarinnar um 32 milljarðar en ekki 47 eins og þá var talið. Ástæðan fyrir þessari breyt- ingu er uppfært mat skilanefnd- ar Landsbankans á eignum bank- ans. Áætlaðar heimtur úr þrotabúi bankans eru nú taldar verða 1.175 milljarðar króna miðað við stöð- una um áramót. Fyrir þremur mánuðum taldi skilanefndin að 1.138 milljarðar myndu endur- heimtast. Hlutur Tryggingasjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta verður 51,26 prósent, og fær sjóðurinn samkvæmt þessu nýja mati um 19 milljörðum króna meira í sinn hlut en áður var talið. Á móti koma önnur atriði sem hafa neikvæð áhrif. Til dæmis er nú búist við að fyrstu greiðslur úr þrotabúi Landsbankans frestist um að minnsta kosti tvo mánuði. Ástæðan eru tafir vegna dóms- mála um gildi neyðarlaganna. Samninganefndin hefur í þessu ljósi endurskoðað áætlaðan kostn- að ríkisins vegna Icesave, sagði Guðmundur Árnason, sem sæti á í nefndinni, á fundi með fjölmiðla- fólki í gær. Hann segir nefndina ekki hafa rannsakað sjálfa hvers virði eign- ir þrotabúsins geti verið, held- ur styðjist nefndin við mat skila- nefndarinnar, sem hafi reynst varfærnar en traustar. Bent hefur verið á að breyting- ar á gengi íslensku krónunnar geti haft talsverð áhrif á endanlegan kostnað ríkisins vegna Icesave. Lárus Blöndal, sem sæti á í samninganefndinni, sagði í gær að krónan þurfi að veikjast veru- lega til að það hafi áhrif á kostn- að ríkisins. Krónan sé afar veik núna, og veikist hún mikið sé það áhyggjuefni fyrir allt efnahags- lífið hér á landi. Nefndarmenn voru þó sam- mála um að gæta þyrfti að því við mögulegt afnám gjaldeyrishafta að áhrifin á gengi krónunnar yrði í lágmarki. brjann@frettabladid.is Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars 100 KRÓNUR Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti kallaði Mikha- íl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovét ríkjanna, á sinn fund í gær til að tilkynna að hann hlyti æðstu viðurkenningu rússneska ríkisins, orðu heilags Andrésar, sem er höfuðdýrlingur Rússa. Gorbatsjov hefur undanfar- ið gagnrýnt harðlega núverandi ráðamenn í Rússlandi, bæði Pútín og Medvedev. Hann segir Rússland vera ekkert annað en „eftirlíkingu lýðræðis- ríkis“, þar sem hvorki þingið né dómstólarnir séu óháðir stjórninni. Stjórnarflokk Pútíns segir hann sömuleiðis vera „lélega eftirmynd“ sovéska Kommúnistaflokksins. Þeir Pútín og Medvedev hafa þó látið þessa gagnrýni lítt á sig fá. Medvedev sagði að Gorbatsjov hefði haft erfitt verk með hönd- um, að stjórna Sovétríkjunum á lokasprettinum. „Það væri hægt að meta það öðru vísi, en þetta var þung byrði,“ hnýtti Medvedev þó við orð sín. Pútín hrósaði Gorbatsjov í heillaóskaskeyti í gær, og sagði hann einn helsta stjórnmálamann samtímans, sem hefði mikil áhrif á framvindu mannkynssögunnar. - gb Gorbatsjov fær æðstu viðurkenningu Rússlands á áttræðisafmæli sínu: Pútín og Medvedev hrósa Gorbatsjov MEDVEDEV OG GORBATSJOV Gorbatsjov hefur harðlega gagnrýnt rússneska ráðamenn undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP Telja Icesave-kostnað verða 32 milljarða Uppfært mat skilanefndar Landsbankans á eignum bankans hefur bein áhrif á spá samninganefndar ríkisins vegna Icesave um kostnaðinn sem fellur á ríkið. Áætlaður kostnaður lækkar um 15 milljarða samkvæmt mati nefndarinnar. Tvö mál sem nú eru rekin fyrir dómstólum gætu haft jákvæð áhrif fyrir íslenska ríkið. Verði niðurstaðan úr þeim málum hagstæð má búast við að enginn kostnaður falli á ríkið, segir Lárus Blöndal, sem sæti á í samninga- nefnd ríkisins vegna Icesave. Það er þó að því gefnu að ekki verði of miklar breytingar á gengi krónunnar. Fyrra málið höfðaði Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta til að láta reyna á það hvort sjóðurinn eigi rétt á forgangi til greiðslna úr þrotabúi Landsbankans. Sú leið hefur verið kennd við hæstaréttarlögmanninn Ragnar H. Hall. Síðara málið hafa kröfuhafar höfðað á hendur skilanefnd Landsbankans til að freista þess að hnekkja þeirri ákvörðun nefndarinnar að svokölluð heildsöluinnlán séu forgangskröfur. Kröfur vegna þeirra nema um 147 milljörðum króna. Flokkist þær sem almennar kröfur kemur hærri upphæð í hlut þeirra sem eiga forgangskröfur, þar með talið Tryggingasjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta. Ekki var reiknað með því að niðurstöður dómsmála verði ríkinu hag- stæðar í útreikningum samninganefndarinnar. Enginn kostnaður falli dómar rétt ■ Áætlaðar endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans upp í forgangskröfur hafa aukist úr 1.138 milljörðum í 1.175 milljarða, eða um 37 milljarða. Hlutur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta er 51,26 prósent, eða um 19 milljarðar króna. ■ Fyrstu greiðslur úr þrotabúi Landsbankans tefjast um að minnsta kosti tvo mánuði. Þetta hefur í för með sér aukinn vaxtakostnað fyrir ríkið. ■ Fyrsta greiðsla vaxta Tryggingasjóðsins til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi miðast við lok apríl en ekki janúar, sem lækkar áfallna vexti. ■ Frá eign Tryggingasjóðsins dragast 1,5 milljarðar vegna skiptinga á vaxta- kröfu í bú Landsbankans. ■ Samsetning eigna þrotabúsins hafa breyst, stærri hluti er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi. Það gerir forsendur um endurheimtur traustari og minnkar óvissu. ■ Eignir þrotabúsins í íslenskum krónum hafa minnkað sem hlutfall af heildareignum, og eru nú um átta prósent. Helstu atriði sem leiða til breytts mats NÝJAR FORSENDUR Samninganefnd Íslands vegna Icesave kynnti í gær uppfærða áætlun um kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave í fjármálaráðuneytinu. Á myndinni eru nefndarmennirnir Jóhannes Karl Sveinsson (til vinstri), Guðmundur Árnason og Lárus Blöndal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er jákvæð þróun, en þetta nýja mat sýnir hversu sveiflukennt þetta er,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins. „Ef aðstæður í fjármálageir- anum breytast milli vikna og menn mæla stöðuna aftur kemur væntan- lega allt önnur niðurstaða,“ segir Sigmundur. Hann segist sjálfur hafa viljað að eignasafn Landsbankans gengi upp í kröfurnar. Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað taka þá áhættu. Enn sé mikil áhættu fólgin í að sam- þykkja samninginn, til dæmis vegna gengisþróunar og sveiflu í verðmati. Ef samningurinn verði samþykktur sé ríkið í raun orðið áhættufjárfestir. - bj SÝNIR HVERNIG MATIÐ SVEIFLAST 120 100 806040200 Mars 2011 Desember 2010 Áætlaður kostnaður ríkisins vegna Icesave Heimild: Spá samninganefndar ríkisins í Icesave-málinu Samninganefnd Íslands í Icesave- málinu áætlaði kostnaðinn við Icesave-samninginn í desember síðastliðnum, og hefur nú uppfært þá áætlun. Að auki setti nefndin fram tvær fráviksspár. Önnur er miðað við betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans. Sú síðari gerir ráð fyrir verri heimtum. Milljarðar króna SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON „Þetta er skref í rétta átt, en áhættan er sú sama,“ segir Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar, um breytta áætlun Icesave- samninga- nefndarinnar á kostnaði sem fellur á íslenska ríkið. Þór segir þingmenn Hreyfingar- innar á móti samningnum af tveimur ástæðum. Ekki eigi að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á almenning, og áhættan sem fylgi samningnum sé of mikil. Hvorugt hafi breyst. „Þetta miðar allt við ákveðnar forsendur sem menn gefa sér,“ segir Þór um kostnaðarmatið. Hann segir gengisáhættu enn til staðar og mikill kostnaður sé fyrirséður tefjist útgreiðslur eins og miklar líkur séu á. SEGIR ÁHÆTTUNA VERA ÓBREYTTA ÞÓR SAARI -5 Áætluð útkoma Fráviksspá, betri útkoma Fráviksspá, verri útkoma Hreyfir þú þig reglulega? Já 64,6% Nei 35,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú þig vera jákvæða manneskju? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.