Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 10
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR10 NEYTENDUR Tölverðar verðhækk- anir hafa orðið frá því í haust á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvör- um, ostum og kjötvörum. Kemur þetta fram í nýjustu matvöru- verðskönnun ASÍ, sem var gerð í febrúar. Við verðsamanburð frá því í nóvember í fyrra kom í ljós að verð körfunnar hækkar í öllum verslunum nema 11/11 og Sam- kaupum-Úrvali. Mestu hækk- anirnar eru í Hagkaupum, þar sem matarkarfan hækkaði um 9,1 prósent í verði, og Bónus, þar sem hún hækkaði um 5,1 prósent. Kostur neitaði að taka þátt í mæl- ingunni, líkt og síðastliðnar vikur. Í flokki lágvöruverðsversl- ana hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum um 16,4 prósent, á mjólkurvörum, ostum og eggjum um sjö prósent og kjötvörum um 5,8 prósent. Í Krónunni hækkaði vörukarfan um 3,5 prósent í heild og um 1,1 prósent í Nettó. Í stórmörkuðum og svokölluð- um klukkubúðum hækkaði verð mest í Hagkaupum. Kjötvörur hækkuðu um 29,8 prósent í verði, grænmeti og ávextir um 14,6 pró- sent og mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu um 4,6 prósent. Í Nóatúni hækkaði vörukarfan um 4,5 prósent, í 10-11 um 4,4 pró- sent og í Samkaupum-Strax um 2,3 prósent. - sv Opið til kl. 18 - - Við tökum vel á móti þér - alltaf heitt á könnunni.6 12 9 3 Aukin þjónusta við viðskiptavini H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 0- 11 -0 49 5 Nýjasta verðkönnun ASÍ sýnir töluverðar hækkanir í matvöruverslunum: Hagkaup og Bónus hækka mest Verð vörukörfunnar hefur lækkað hjá 11/11 um -1,2 prósent. Er það vegna verðlækkunar á sætindum og snyrtivörum. Í Samkaupum- Úrvali lækkaði vörukarfan um 0,6 prósent í verði, einnig vegna verðlækkunar á sætindum. Verðlækkanir STÓRMARKAÐUR Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest í Hagkaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Upplýstu sex innbrot Lögreglan á Húsavík hefur upplýst sex mál er varða innbrot, skemmdarverk og þjófnaði úr heimahúsum, sumar- húsum og verslun í nágrenni Lauga í Reykjadal í Þingeyjarsveit í nóvember í fyrra. Tveir einstaklingar hafa við yfirheyrslur hjá lögreglunni viðurkennt brotin, sem fara nú í sakamálameð- ferð. LÖGREGLUFRÉTTIR SKIPULAGSMÁL Sjálfstæðismenn í skipulagsráði Reykjavíkur skipt- ust í gær í þrjá hópa þegar ráðið ræddi tillögur að Vísindagörðum við Háskóla Íslands. Gísli Marteinn Baldursson var með í bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að „uppbygging stúdenta- og vísindagarða sé einstakt tæki- færi til að skapa vistvænt borgar- hverfi við Háskóla Íslands“ en þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og settu fram hvort sína bókunina. Júlíus gerði athugasemdir við áform- aða gjaldtöku á bílastæðum en Marta sagði gífurlegt byggingar- magn og mjög háar byggingar „í algjörri andstöðu við skipulag nærliggjandi gatna“. - gar Deilt um Vísindagarða við HÍ: Gísli Marteinn með meirihluta UMHVERFISMÁL Sælgæti og skyndi- bitar valda mun meiri skaða á umhverfinu en holl fæða. Þetta kemur fram í nýrri norrænni skýrslu frá Norrænu ráðherra- nefndinni. Umhverfisáhrif sem þessi hafa aldrei verið skráð áður. Íslendingar borða langmest af sælgæti og óhollri fæðu af öllum Norðurlandaþjóðunum. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að eitt kíló af kartöflu- flögum veldur tuttugu sinnum meiri koltvísýringslosun en sama magn af nýjum kartöflum. Sæl- gæti virðist hafa enn verri áhrif. - sv Óhollusta skaðar umhverfið: Veldur mun meiri skaða en hollur matur SÆLGÆTI Í nýrri norrænni skýrslu kemur fram að óhollur matur hafi mun skaðlegri áhrif á umhverfið en sá sem er talinn hollur. BORGARMÁL Framvegis verða endurvinnslustöðvar Sorpu opn- aðar tveimur klukkustundum seinna um helgar en verið hefur. Þær verða opnaðar klukkan 12 á hádegi en ekki klukkan 10. Áfram verður opið til klukkan 18.30 og engin önnur röskun verður á þjónustunni. Stytting á helgarafgreiðslutíma er liður í að lækka rekstrarkostn- að, segir í fréttatilkynningu frá Sorpu. Í tilkynningunni kemur fram að tiltölulega fáir nýti sér tímann milli klukkan 10 og 12 um helgar. Áður hefur komið fram að loka eigi endurvinnslustöðinni á Kjalarnesi en samkvæmt upp- lýsingum frá Sorpu sýna reynslu- tölur að Kjalarnesstöðin er lítið notuð. Sparnaður hjá Sorpu: Endurvinnslan opnuð seinna SORPA Endurvinnslustöðvar verða opn- aðar tveimur klukkustundum seinna um helgar en verið hefur. MATAÐ ÚR MUNNI Hindúi í Katmandú í Nepal gefur apanum sínum jarðarber beint úr munninum að kvöldi hátíðar- innar Maha Shivaratri. Hindúar heiðra hátíðina með föstu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.