Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011KYNNING Matarhátíðin Food and Fun hefst í tíunda skipti á miðvikudaginn næstkomandi og verður með veglegasta móti í tilefni afmælisins. Matarhátíðin Food and Fun verður haldin í tíunda skipti í Reykjavík dagana níunda til þrettánda mars. Fjöldi nafntogaðra erlendra mat- reiðslumanna mun sækja landið heim og glæða borgina lífi. Matreiðslumeistarinn Sigurður Hall hefur staðið að baki hátíðinni frá upphafi ásamt félaga sínum Baldvini Jónssyni. „Baldvin hafði gengið með þessa hugmynd í mag- anum um nokkurt skeið og nefnt hana við mig. Það var samt ekki fyrr en í kringum aldamótin síð- ustu að forsvarsmenn Icelandair lýstu sig reiðubúna til að vera með en aðkoma flugfélags var í raun forsenda þess að gera þetta mögu- legt. Þetta var skömmu eftir árás- ina á tvíburaturnana árið 2001. Ferðamennska lá niðri og ljóst að það þurfti átak til að koma henni af stað á ný. Hátíðin var liður í því en helsti tilgangur hennar er að laða erlenda aðila til landsins og fá umfjöllun um íslenskar landbún- aðarafurðir, hreinleikann, öryggið og landsins gæði. Það hefur tekist og er varla fjallað um landið í dag án þess að minnast á matinn sem einkennir okkur,“ segir Sigurður. Fyrirkomulag hátíðarinnar hefur frá upphafi verið þannig að erlendir kokkar sækja landið heim og matreiða úr íslensku hráefni í einhvers konar blöndu af keppni og skemmtun. „Þeim er parað saman við íslenska veitingastaði sem hafa svipaðar áherslur og þeir sjálfir og er þeim falið að útbúa fjögurra rétta máltíð. Almenningur getur svo valið á milli sautján veitinga- staða að þessu sinni en alls staðar kostar matseðillinn það sama, eða 6.900 krónur.“ Sigurður gerir ráð fyrir því að allt að 20.000 gestir muni sækja veitingastaði borgar- innar á meðan á hátíðinni stendur. Fyrirkomulag keppninnar verð- ur með breyttu sniði í ár en kokk- arnir munu keppa í þremur riðl- um. Sigurvegararnir í hverjum riðli fyrir sig keppa síðan sín á milli laugardaginn 12. mars. Þaul- reyndir dómarar mæta til leiks en þeirra á meðal eru menn á borð við Jeffrey Buben, Robert Wiedmayer og Jeff Tunks frá Washington en þeir hafa unnið með Sigurði og Baldvini að hátíðinni frá upphafi. Um er að ræða þungavigtarmenn á sínu sviði en Jeff Tunks er meðal annars einn af þekktustu mat- reiðslumönnum Bandaríkjanna. Í verkahring dómaranna er einn- ig að sjá um fjögurra rétta hátíð- armatseðil í Súlnasal Hótel Sögu á laugardagskvöldið en þar verð- ur hátíðardagskrá í tilefni afmæl- isins. Sigurður segir Food and Fun hátíðina fyrir löngu hafa sann- að gildi sitt. „Hún er orðinn jafn fastur liður og páskarnir, verslun- armannahelgin og 17. júní og er sannarlega komin til að vera.“ Hátíðin hefur sannað sig og fest rætur Þeir Sigurður og Baldvin hafa haft veg og vanda af hátíðinni frá upphafi. MYND/STEFÁN ● Food and Fun var fyrst haldin í Reykjavík árið 2002. ● Helstu skipuleggjendur hennar frá upphafi hafa verið þeir Baldvin Jónsson og Sig- urður Hall ásamt starfsfólki Icelandair. ● Margir nafntogaðir innlend- ir og erlendir matreiðslumeist- arar hafa tekið þátt og er mikil eftirspurn eftir því að fá að vera með. ● Hátiðin hefur skapað sér nafn sem mikilvægur alþjóð- legur viðburður á sviði mat- reiðslu. ● Fyrsta árið tóku tólf veitinga- staðir þátt í hátíðinni en í ár eru þeir sautján. ● Gert er ráð fyrir því að 20 þúsund gestir muni sækja veit- ingastaði borgarinnar á meðan á hátíðinni stendur. ● Blásið verður til hátíðar- kvöldverðar í Súlnasal Hótel Sögu í tilefni af afmælinu. Dómarar keppninnar útbúa matseðilinn. ● Helstu bakhjarlar Food and Fun eru Icelandair, Íslenskur landbúnaður, Reykjavíkurborg og Iceland Naturally. FRÓÐLEIKSMOLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.