Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 40
3. MARS 2011 FIMMTUDAGUR10 ● Food and Fun 2011 Bláa lónið er virkur þátttakandi í Food and Fun matarhátíðinni í ár. Þar verður sushi í öndvegi. Kaz Okochi sem á og rekur veit- ingastaðinn Kaz Sushi Bistro (www.kazsushi.com) í Washington DC verður gestakokkur á Lava í Bláa lóninu á Food and Fun. Hann sérhæfir sig meðal annars í sushi- réttum og verður úrval af þeim á matseðli Bláa lónsins meðan á Food and Fun stendur. Kaz Okochi er frá Nagoya í Japan. Hann nam matreiðslu í Tsuji Culinary Institute í Osaka sem er einn virtasti matreiðslu- skóli Japans, þar sem hann sér- hæfði sig í sushi-gerð. Frá árinu 1988 hefur hann starfað í Washing- ton DC þar sem hann hefur kynnt og þróað sína aðferð við sushi. Kaz Okochi var á meðal fyrstu matreiðslumanna í Bandaríkjunum til að þróa nútímarétti sem byggja á hefðbundinni japanskri matar- gerð. Hann opnaði veitingastað sinn Kaz Sushi í Washington DC árið 1999. Sá staður hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Meðal ann- ars hafa samtök veitingamanna á Washington DC-svæðinu valið Kaz Sushi sem einn af fimm bestu veit- ingastöðum svæðisins auk þess sem matseðlinum hefur verið lýst sem nýstárlegum og framsæknum. Okochi vinnur með japansk- ar, vestrænar og alþjóðlegar mat- gerðarhefðir. Sjálfur lýsir hann því sem japanskri matargerð, byggða á hefðbundnum grunni en með nú- tímalegri framsetningu. Viktor Örn Andrésson, yfir- matreiðslumeistari Bláa lónsins, segir spennandi að fá Kaz Okochi sem gestakokk. „Sushi er í boði á matseðlinum okkar og með heim- sókn Okochi munum við kynna skemmtilegar nýjungar. Við erum í einstakri aðstöðu með Grindavík við bæjardyrnar og höfum ávallt aðgang að besta mögulega sjávar- fangi,“ segir Viktor. „Það skiptir lykilmáli þegar gera á gott sushi.“ Gómsætar þorskkinnar og -tunga verða meðal annars á matseðli Grand Hótels á Food and Fun. „Að þessu sinni fáum við til okkar bandaríska matreiðslumeistarann David Britton, sem hefur áður glatt íslenska matargesti á Silfri. Hann er frægur fyrir einstaka hæfileika í eldhúsinu og starfar á Lola Restaurant, margverðlaun- uðu veitingahúsi Michaels Ginor á Long Island í New York,“ segir Vignir Hlöðversson, yfirmat- reiðslumeistari á Grand Hótei, um gestakokk sinn á Food and Fun að þessu sinni. David er aðdáendum mat- reiðsluþátta að góðu kunnur þar sem hann hefur fengist við ýmsar þrautir í eldhúsinu með kollega sínum Robert Irvine í Dinner Imp- ossible á sjónvarpsstöðinni Food Network síðustu ár, en nú vinna þeir einmitt að 8. seríu þáttarins. „David er stjörnukokkur sem lærði snemma að taka til hend- inni á æskuárunum í Arizona því móðir hans krafðist þess að börn hennar lærðu ung að bjarga sér í eldhúsinu. Því spreytti hann sig ungur á skólanestinu yfir í heilu fjölskyldumáltíðirnar og heima- tilbúinn ís um helgar, en hann er snillingur í eftirréttum og verð- ur spennandi að sjá hvað hann gerir nú,“ segir Vignir um þenn- an heimskokk sem starfað hefur á mörgum af bestu hótelum Banda- ríkjanna og sérmenntaði sig í al- þjóðlegri matarmenningu á náms- árunum, með áherslu á evrópska matargerð. „Heimspeki Davids er einföld, en hún sú er að maður sé ævina út að ná tökum á matargerð þar sem áhrif koma alls staðar frá, sé maður á annað borð opinn fyrir nýjum hugmyndum. Hann er því spenntur fyrir að koma aftur til Íslands, elda úr fersku, íslensku hráefni og njóta íslenskrar gest- risni, eins og gestir Grand Hót- els munu upplifa á Food and Fun,“ segir Vignir og gefur upp freist- andi fjögurra rétta matseðil Davids Britton: „Í forrétt verður foie gras (gæsalifur), í aðalrétt þorsk kinnar og -tunga, og íslenskt lamb á tvo vegu og eftirréttur sem kemur á óvart.“ ● MATSEÐILL Gildir frá 9. til 13. mars - Marineraður (Ceviche) lax og hörpuskel - Humar misó-súpa - Túnfisk-tartar salat - Blandað sushi - Skyr og bláber Borðapantanir eru í síma 420- 8815. Nánari upplýsingar á www. bluelagoon.is Ferskt hráefni er nauðsynlegt í sushi og enginn hörgull er á því í Grindavík. Nútímalegt í Lava Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d‘Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni. Tveir dómaranna í ár hafa unnið gullverðlaunin í Bocuse d‘Or, þeir Sven Erik Renaa, sem vann gullið bæði 2000 og 2006, og Geir Skeie sem fékk gullið árið 2009. Michael Ginor hefur verið dómari í amerísku undankeppninni. Bocuse d’Or, virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum, hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987 og komast færri þjóðir að en vilja. Þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni úr sinni heimsálfu, en fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frum- kvöðull fyrir Íslands hönd og náði fimmta sætinu og ruddi þar með brautina fyrir næstu keppendur. ÚRSLIT ÚR BOCUSE D´OR 2011: 1. sæti - Danmörk, Rasmus Kofoed 2. sæti - Svíþjóð, Tommy Myllymaki 3. sæti - Noregur, Gunnar Hvarnes Þess má geta að Þráinn Freyr Vigfússon hafnaði í sjöunda sæti í síðustu keppni. Keppendur úr Bocuse d‘Or á Food and Fun Friðgeir Ingi Eiríksson landaði áttunda sæti árið 2007. Vignir Hlöðversson, yfirmatreiðslumeistari á Grand Hóteli, þar sem Bandaríkja- maðurinn David Britton stendur með honum vaktina á Food & Fun. MYND/PJETUR Áhrif koma alls staðar frá ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.