Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 58
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Hall Pass heitir nýjasta mynd Farrelly-bræðra. Hún fjallar um vini sem fá leyfi frá eiginkonum sínum til að gera hvað sem þeir vilja í eina viku. Nýjasta gamanmynd Farrelly- bræðra, Hall Pass, verður frum- sýnd á morgun. Hún fór beint á toppinn vestanhafs en með aðal- hlutverk fara Owen Wilson og Jason Sudeikis. Myndin fjallar um vinina Rick og Fred, sem hafa báðir verið kvæntir í mörg ár. Þegar þeir verða eirðarlausir heima fyrir taka eiginkonur þeirra djarfa ákvörðun til að bjarga hjónabönd- um sínum. Þær veita þeim grænt ljós í eina viku til að gera hvað sem þeir vilja, án nokkurra útskýringa eða eftirmála. Í fyrstu er þetta draumi líkast fyrir Rick og Fred en ekki líður á löngu þar til þeir uppgötva að væntingar þeirra til lífsins og þeirra sjálfra eru algjör- lega úr takti við raunveruleikann. 2011 verður að öllum líkindum stórt ár fyrir Owen Wilson því auk þess að leika í Hall Pass leik- ur hann í How Do You Know, sem var frumsýnd í febrúar á Íslandi. Einnig talar hann fyrir Lightning McQueen í Cars 2 og leikur í gaman myndinni The Big Year, en þær verða báðar frumsýndar síðar á árinu. Jason Sudeikis hefur skotist hratt á stjörnuhimininn. Hans fyrsta kvikmynd var The Ten árið 2007. Auk þess hefur hann verið meðal leikara í Saturday Night Live frá 2003 og í gamanþáttun- um 30 Rock. Þær Christina Applegate og Jenna Fischer leika eiginkonurn- ar í Hall Pass. Báðar slógu þær í gegn í sjónvarpsþáttum, Applegate í Married with Children og Fischer í hinum bráðfyndnu The Office. Farrelly-bræður eru meðal þekktustu grínleikstjóra Holly- wood. Þrátt fyrir að síðustu mynd- ir þeirra hafi fengið misjafnar viðtökur hafa þeir á ferilskránni grínbombur á borð við There‘s Something about Mary, Dumb & Dumber, Kingpin og Me, Myself & Irene. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta mynd þeirra, The Heart- break Kid með Ben Stiller í aðal- hlutverki, kom út. Næsta verkefni þeirra er The Three Stooges sem er kemur út á næsta ári með Beni- cio Del Toro og Richard Jenkins í aðalhlutverkum. freyr@frettabladid.is Fá leyfi til að leika sér HALL PASS Jason Sudeikis og Owen Wilson fara með aðalhlutverkin í Hall Pass. Auk Hall Pass hefjast sýningar á þremur nýjum myndum á morg- un. Gamanmyndin Okkar eigin Osló er fyrsta mynd Reynis Lyng- dal. Hún er byggð á handriti Þor- steins Guðmundssonar og fjallar um tvær gerólíkar manneskjur sem gera tilraun til að stofna til náinna kynna, verkfræðinginn Harald (Þorsteinn Guðmundsson) og bankastarfsmanninn Vilborgu (Brynhildur Guðjónsdóttir). Þau taka misgáfulegar ákvarðan- ir, eru oft á tíðum óheppin og klaufaleg í samskiptum en einnig leidd áfram af þrá eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju. Með önnur hlutverk fara Laddi, María Heba Þorkelsdóttir, Hilm- ir Snær Guðnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Valgeir H. Skag- fjörð, Ari Eldjárn og Steindi Jr. The Roommate fjallar um Söru, sem flyst til Los Angeles og byrj- ar í hönnunarnámi. Þar deilir hún herbergi með Rebeccu og þær verða góðar vin- konur, allt þar til Sara fer að hafa minni tíma fyrir hana. Rebecca verður sí fel lt ákveðnari í að deila Söru ekki með öðrum og það getur ek k i a n n að en endað með ósköpum. Daninn Christian E. Christiansen leik- stýrir þessum hörkuspennandi sálfræðitrylli sem fór beint á toppinn í Norður-Ameríku. Teiknimyndin Rango fjallar um kamelljónið Rango sem þarf að taka á honum stóra sínum þegar það álpast inn í bæ þar sem bófar ráða ríkjum. Leik- stjóri er Gore Verbinski sem er þekktastur fyrir Pirates of the Caribbean myndirn- ar. Aðalleikari þeirra, Johnny Depp, talar einmitt fyrir Rango. Hinn eldhressi Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, talar fyrir fígúruna í íslensku útgáfunni. Okkar eigin Osló í bíó OKKAR EIGIN OSLÓ Þorsteinn Guð- mundsson og Brynhildur Guðjónsdóttir leika aðalhlutverkin í Okkar eigin Osló. RANGO Johnny Depp og Gói tala fyrir Rango. > LEIKSTÝRIR VESTRA Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur lokið við handrit að vestranum The Angel, the Bad and the Wise og svo gæti farið að tökur hefjist strax á þessu ári. Christoph Waltz, sem sló í gegn í Inglorious Basterds, verður líklega í aðalhlutverkinu. Tarantino er einnig með þriðju Kill Bill myndina í undirbún- ingi og hefur því í nógu að snúast á næstunni. Mennirnir á bak við hinar Óskarstilnefndu Being John Malkovich og Adaptation, leikstjórinn Spike Jonze og handritshöfundurinn Charlie Kaufman, eru sagðir vera með nýja mynd á teikni- borðinu, níu árum eftir að Adaptation kom út. Hún verður háðsádeila sem fjallar um þjóðar- leiðtoga sem hittast reglulega til að ákveða hvað gerist í heiminum, meðal annars hvert olíuverðið verður og hvenær þeir vilja að stríðum ljúki. Kaufman leikstýrði sinni fyrstu mynd fyrir þremur árum og hét hún Synedoche, New York. Hann er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka sem handritshöf- undur og vill taka virkan þátt í gerð myndanna eftir að handrita- skrifum er lokið. Til að mynda var hann mjög ósáttur þegar George Clooney endurskrifaði handrit hans að Confessions of a Dangerous Mind án þess að ráð- færa sig við hann. Spike Jonze leikstýrði síðast ævintýramyndinni Where the Wild Tings Are. Einnig fram- leiddi hann Jackass 3D sem sagði frá ævintýrum samnefndu aula- bárðanna. Jonze og Kaufman starfa saman SPIKE JONZE Leikstjórinn við tökur á ævintýramyndinni Where the Wild Things Are. Bretinn Colin Firth, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í The King´s Speech, hefur mikinn áhuga á að leika í gaman- mynd á næstunni. „Mig langar að leika í einhverri mynd sem fær mig til að hlæja og er í öðrum dúr en það sem ég hef gert að undan- förnu. Þannig get ég haldið áfram að gera mig að fífli,“ sagði Firth, sem hefur getið sér gott orð fyrir gamanleik í Bridget Jones mynd- unum. Næstu myndir hans verða þó af öðrum toga. Næst sést hann í Tinker, Tailor, Soldier, Spy, sem er endurgerð gamallar njósnamyndar um kalda stríðið. Þar leikur hann breskan leyniþjónustumann sem er sakaður um að leka upplýsing- um til Sovétmanna. Stutt er í að tökur hefjist á ann- arri mynd, Gambit, sem er endur- gerð myndar frá 1966 með Michael Caine í aðalhlutverki. Í endurgerð- inni leikur Firth á móti Cameron Diaz og hefjast tökur í maí. Hand- ritshöfundar eru Joel og Ethan Coen. Firth hefur einnig verið orðaður við myndina Stoker, þar sem Nicole Kidman myndi leika á móti honum. Orðrómur um þriðju Bridget Jones myndina hefur einn- ig verið uppi að undanförnu. Vill leika í grínmynd ÓSKARSVERÐLAUNAHAFAR Colin Firth, lengst til hægri, ásamt Christian Bale, Natalie Portman og Melissu Leo. Hot Power Yoga Kraftmikið og styrkjandi jóga sem er gert í upphituðum sal. Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 20.00-21.00 og setndur í 4 vikur í senn. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 8. mars. Byrjendanámskeið Lokað námskeið í fyrir byrjendur sem vilja fá góðan grunn í jógaiðkun. Mánudagar og miðvikudagar kl. 18.30-19.30 og stendur í 4 vikur í senn. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 9. mars. Skráning og nánari upplýsingar á jogastudio.is eða í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Ný námskeið að hefjast Hot power yoga Byrjendanámskeið í Hatha jóga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.