Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 3. mars 2011 43 Ein vinsælasta popphljómsveit Spánar hefur boðað komu sína á Listahátíð í Reykjavík í vor. Um er að ræða stuðbandið Ojos de brujo en tónlist sveitarinn- ar hefur verið lýst sem blöndu af hiphoppi, reggíi, flamenco og danstónlist. Tónleikar Ojos de brujo fara fram í Silfurbergi í Hörpu 27. maí. Samkvæmt upplýsingum frá Lista- hátíð verða þeir fyrstu tónleikarnir í ráðstefnu- salnum í Hörpu. Salurinn tekur ríflega þúsund manns á standandi tónleikum. Ojos de brujo er á tónleikaferðalagi um heiminn sem kallast Corriente Vital. Á henni leikur sveitin vinsælustu lögin sín á ferlinum í nýjum útsetning- um. Miðasala á tónleikana hefst í dag. - hdm Spænsk stuðsveit á Listahátíð OJOS DE BRUJO Spænska stuðsveitin spilar í Hörpu í maí. Nafnið þýðir Augu galdramannsins. Rapparinn Snoop Dogg er hrif- inn af tónlist söngkonunnar Lady Gaga en segir að hann yrði of smeykur til að geta farið í rúmið með henni. Snoop segist telja að ástaratlotin yrðu undarleg, enda sé söngkonan ekki alveg eins og fólk er flest. „Hún er alveg kex- rugluð. Hver veit, hún gæti verið með snák eða hníf þarna niðri,“ segir rappar- inn. Hann fer þó fögrum orðum um tónlist Lady Gaga, á sinn hátt. „Hún er með góðan skít, annað en sumt af hinu ruslinu sem er verið að endurtaka.“ Smeykur við Lady Gaga EKKI SPENNTUR Rapparinn Snoop Dogg segist ekki myndu þora að fara í rúmið með söngkonunni Lady Gaga sem sést hér að neðan í kjötkjólnum sínum fræga. Sir Elton John hefur staðfest að hann hafi fengið boðskort í brúðkaup Vilhjálms Breta- prins og Kate Middleton og verður á meðal gesta. Elton hafði upphaflega neitað því að hann og eiginmaður- inn, David Furn- ish, yrðu meðal gesta en hefur nú leiðrétt það. Brúðkaupið verður sem kunnugt er 29. apr í l næstkom- andi. Elton er tengdur fjöl- skyldu prinsins tilfinn- ingaböndum en hann flutti lag sitt, Candle in the Wind, í jarðarför móður hans, Díönu prins- essu, árið 1997. Elton í brúðkaupið VERÐUR MEÐAL GESTA Elton John og eiginmaðurinn David Furnish verða meðal gesta í brúð- kaupi Vilhjálms Bretaprins. Brostu og gefðu bros Einlægt bros er gjöf sem segir margt. Bros léttir lund, lyftir upp, léttir brún. Gefðu leikandi létta brosköku frá Kexsmiðjunni og brostu www.kexsmidjan.is Kauptu ljúffenga köku frá Kexsmiðjunni í næstu verslun 25% AF ÖLLUM JOHN FRIEDA VÖRUM Seljavegi 2 - Sími: 511 3340 www.reykjavikurapotek.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.