Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.03.2011, Blaðsíða 70
3. mars 2011 FIMMTUDAGUR50 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Það vilja allir vera vinir manns,“ segir Sigríður Dagbjört Ásgeirs- dóttir, Ungfrú Reykjavík, sem hefur ekki undan að samþykkja vinabeiðnir á Facebook. „Maður samþykkir flesta en ég skoða samt vel og vandlega hverjum ég er að hleypa inn á Facebook.“ Hún er á lausu og viðurkennir að einhverjir hafi reynt við sig eftir að titillinn var í höfn. „Það hefur verið eitthvað um það en ekkert rosalega mikið.“ Sigríður Dagbjört, sem er tví- tug Kópavogsmær, hefur svifið um á bleiku skýi undanfarna daga eftir sigurinn í Ungfrú Reykja- vík. Þangað til undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland hefst ætlar hún þó að einbeita sér að náminu í viðskiptafræði við Verslunar- skóla Íslands. Þar er hún á loka- ári og útskrifast einmitt daginn eftir að Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway 20. maí. „Ég ætla að taka því rólega núna í byrjun mars og svo fer maður að byrja aftur í svipuðu prógrammi. Þá kíkir maður í ræktina þegar maður getur og reynir sérstak- lega að borða hollt,“ segir hún. Fegurðardísin hefur í nógu að snúa þessa dagana sem formaður nemendamótsnefndar Versló því verið er að setja upp söngleikinn Draumurinn. Sigurinn í Ungfrú Reykjavík kom henni í opna skjöldu. „Auð- vitað. Það sést líka á myndband- inu. Ég er alveg í sjokki þar. Ég bjóst ekki við þessu og var farin að hugsa hver myndi eiginlega vinna þetta þegar það var búið að setja í þriðja og annað sætið.“ Á ekki að stefna að sigri í næstu keppni? „Ég ætla bara að gera mitt besta. Ég held að það sé ekk- ert annað sem ég get gert.“ - fb Fegurðardís vinsæl á Facebook FEGURÐARDROTTNING Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, Ungfrú Reykjavík, fær margar vinabeiðnir á Facebook þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir er í forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs tímarits- ins Out on the Town. Tímaritið stærir sig að því að vera það heitasta í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem er sérstaklega ætlað hommum og lesbíum. „Ég vona að við heyrum Je ne sais quoi í öllum homma- og lesbíuklúbbum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sérstakt við lagið sem þið kunnið að meta,“ segir Hera meðal annars í viðtalinu. Hún talar einnig um hinn norska Jarl Haugedal, en þau kynntust á Eurovision-keppninni í Osló á síðasta ári. Hann á hótel í New Jersey í Bandaríkjunum og hefur unnið að því að koma Heru á framfæri þar í landi. „Hann bauð mér út og síðan þá höfum við unnið að því að koma mér og tónlistinni minn á framfæri.“ Mike Halterman, ritstjóri Out on the Town, segir meðal annars í leiðara sínum að Hera hafi slegið í gegn í Evrópu og vilji brenna upp dansgólfin í Banda- ríkjunum. Þá hvetur hann fólk til að biðja plötusnúða um að spila smell Heru, Je ne sais quoi. Hera talar einnig um tónlistina sem hún er að hlusta á þessa dagana og telur upp George Michael, Joni Mitchell, Freddie Mercury og Lady Gaga. Hún áréttar að hún ætlar ekki að fara í sömu átt og sú síðastnefnda, en hún er afar vinsæl á meðal homma og lesbía. „Það hefur verið gert áður og það er nóg af góðum hlutum í gangi,“ segir Hera. „Þið fáið bara mig.“ - afb SYNGUR FYRIR SAMKYNHNEIGÐA Hera Björk er í Eurovision-kjólnum á for- síðu tímaritsins Out on the Town. Vill í alla hommaklúbba Bandaríkjanna „Þetta var mjög gaman, en ég lék aðalhlutverkið umkringdur föngu- legu kvenfólki,“ segir athafna- maðurinn Halli Hansen. Auglýsing fyrir rúmenska Stal- inskaya vodkann var tekin upp á Langjökli í vikunni. Erlendir framleiðendur unnu verkefnið í samstarfi við íslenska og var búið að finna þrjá leikara, sem áttu allir á einhverjum tímapunkti að fara með aðalhlutverkið. Erlendu framleiðendurnir voru hins vegar aldrei nógu ánægðir með þá, en tóku þá eftir Halla, sem var stað- setningarstjóri (e. location mana- ger) verkefnisins. „Ég var þarna á tökustað að laga bílinn sem ég var á og það gusast sjálfskiptingarolía yfir andlitið á mér. Þá sáu þeir ein- hvern veginn að ég væri rétti maðurinn í verkefnið,“ segir Halli. „Það má því segja að ég sé andlit Stalinskaya vodkans í dag. Þetta kom allt mjög tilviljunar- kennt upp. Þeir sáu skemmtilegt blik í auga, gripu andann á lofti og sögðu að ég væri maðurinn sem búið var að leita að allan tímann.“ Aðstæður voru mjög erfiðar uppi á jöklinum, en erlendu fram- leiðendurnir voru ánægðir með íslenska teymið, sem Halli segir að hafi staðið sig gríðarlega vel. Halli er klæddur í selskinn í aug- lýsingunni, sem hefst á því að hann er að draga hundasleða. „Svo rekst ég á úlfahjörð, beiti svipunni á þá, tem þá á staðnum og rúlla af stað,“ segir hann. Bar var komið fyrir inni í íshelli á Langjökli sem Halli brunar inn í með fullan sleða af rúmenska vodkanum. „Og í beinu framhaldi af því skapast einstaklega skemmtilegt og lif- andi andrúmsloft á milli mín og kvenfólksins þarna inni,“ segir Halli að lokum. „Eins og ger- ist iðulega þegar aðalsöguhetjan mætir á svæðið.“ atlifannar@frettabladid.is HALLI HANSEN: ÞEIR SÁU SKEMMTILEGT BLIK Í AUGA OG GRIPU ANDANN Á LOFTI Varð óvænt andlit Stalinskaya vodka SELSKINNSKLÆDDUR Halli Hansen ásamt Bryndísi Gyðu Michelsen og Evu Eiríks- dóttur sem léku ásamt honum í auglýsingunni uppi á Langjökli. „Hoppípolla með Sigur Rós er alltaf mjög hressandi.“ Einar Jónsson, þjálfari bikarmeistara Fram í handbolta í kvennaflokki. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Mið 16.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Fös 4.3. Kl. 20:00 Frums. Lau 5.3. Kl. 20:00 2. sýn Fös 11.3. Kl. 20:00 3. sýn Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Fös 4.3. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Fim 3.3. Kl. 20:00 Allra síð.sýn. Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Fim 10.3. Kl. 20:00 Frums. Fös 11.3. Kl. 20:00 Sun 13.3. Kl. 20:00 Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) U Ö U Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Spennusagnahöfundurinn Arn- aldur Indriðason heldur áfram að gera það gott á erlendri grundu. Fréttablaðið sagði frá því skömmu fyrir jól að bækur hans hefðu selst í tæpum sjö milljónum eintaka á heimsvísu. Þjóðverjar og Frakkar hafa löngum tekið Arnaldi sérstak- lega vel og það var engin undan- tekning þar á þegar Myrká kom út í Frakklandi á dögunum. Franskur titill Myrkár er La Rivière noire og hefur bókin setið í efsta sæti á metsölulistanum yfir spennusögur þar í landi undanfarnar þrjár vikur. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Í AÐALHLUTVERKI Halli Hansen tók að sér aðalhlutverk í auglýsingu, en var í fyrstu starfsmaður á tökustað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.