Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 VIÐSKIPTI „Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækja- fyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endur- fjármögnunarsamningi fyrirtæk- isins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móður félagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör,“ segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks at vinnu- lífs segja þetta sorglegar frétt- ir. „Við sjáum enga fram tíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjald- eyrishöft og lokaðan fjármagns- markað. Það er eitt af lykilatrið- um til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkað- ur tengist útlöndum á eðlilegan hátt,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir van- treysta ekki íslenskum fyrirtækj- um heldur því umhverfi sem þau búa við,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda stjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndr- ar og oft órökréttrar lagasetning- ar, versnandi skattaumhverfis, gjald eyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórn- sýslulögum og stjórnarháttum.“ „Íslensk fyrirtæki eru í efna- hagslegu stofufangelsi,“ segir for- stjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dóttur- félög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi.“ - jab Fimmtudagur skoðun 18 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Allt loðið Nú er rétti tíminn til að draga fram loðhúfuna, loðfeldinn, loðkragann og handskjólið. Loðfóðraðir skór eru líka sjóðandi heitir. Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Sér fötin fyrir sér Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blúss-um eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti,“ segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. 2 SCHMENGERSCHUHMANUFAKTUR KENNEL FLOTTUR FYRIR FERMINGUNA ! teg. 81207 - fæst í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Vertu vinur FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Veislan hefur yfir tveimur glæsilegum, fullbúnum veislusölum að ráða. ● Veislan var stofnuð árið 1988 en núverandi eig- endur tóku við fyrir rúmum níu árum. Fyrir- tækið byggir því á traust- um grunni og búa starfs- mennirnir yfir áralangri reynslu. ● Eigendur Veislunnar eru þau Bjarni Óli Haralds- son, Árný Davíðsdóttir, Ísak Runólfsson og Andr- ea Þóra Ásgeirsdóttir ● Veislan er með stórt eld- hús að Austurströnd 12 og afgreiðir allan heitan og kaldan mat. Þar er einn- ig bakarí og smurbrauðs- deild auk þess sem fyrir- tækið hefur yfir tveim- ur fullbúnum veislusölum FRÓÐLEIKSMOLAR | KYNNING Veislan er alhliða veisluþjón- usta sem býður upp á veislu- mat, smurbrauð og kökur í stórar sem smáar veislur. inga og fyrirtæki og höfum til umráða sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni og sal félagsheimilisins á Seltjarnarnesi Við tökum að okkur h kaffisnittur, brauðtertur, smur- brauð eða hluta úr veisluborði. Við sendum í heimahús, fyrirtæki og sali og getum auk þess útveg ð ekki öfugt. Verkefnin eru því jafn fjölbreytt og þeir.“ Hann segir jafn- vel koma fyrir að pantanir berist ð j Allt til veisluhalds á einum stað Bjarni Óli Haraldsson matreiðslumeistari og starfsfólk Veislunnar leggja ríka áherslu á góða þjónustu. MYND/VALLI Allur matur og bakstur er útbúinn frá grunni á staðnum. 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Veislumatur veðrið í dag 10. mars 2011 57. tölublað 11. árgangur – Lifið heil www.lyfja.is kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi Hjá okkur er opið alla daga langt fram á kvöld Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag. Knorr lasagne, bragðgóð fjölskyldumáltíð. Knorr kemur með góða bragðið! Opið til 21 í kvöld Vilja ekki lána til Íslands Össur fær 27 milljarða lán hjá erlendum bönkum. Allt féð fer til erlendra félaga, en móðurfyrirtækið á Ís- landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Engin framtíð fyrir nútímaatvinnulíf, segir framkvæmdastjóri SA. Lán Össurar bera 1,45% meðal- vexti að viðbættum evrópskum millibankavöxtum. Þetta eru tals vert betri kjör en íslenskum fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri hafa boðist til þessa. Nýleg lán Marels bera 3,2% vexti að við- bættu milli bankaálagi og Icelandic Group 3%, sem þóttu mjög ásættanleg kjör. Til samanburðar er skulda tryggingaálag ríkissjóðs um 2,5%. Góð kjör á lánumGóður gestur Rapparinn Ghostface Killah heldur tónleika á Íslandi. fólk 36 Matur og menning Saga, menning og matur verða umfjöllunarefnin í skipulagðri göngu um Reykjavík í dag. tímamót 24 BJARTVIÐRI sunnan- og vestan- lands en éljagangur norðan- og norðaustan til. Strekkingur sums staðar með ströndum en annars víða fremur hægur vindur. Talsvert frost. VEÐUR 4 -7 -7-7 -7 -7 HEILSA Franski snyrtivörurisinn Clarins hefur uppgötvað eigin- leika íslenska skarfakálsins og nýtir það í andlitskrem sem komið er á markað. „Við komumst að því að skarfa- kál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bindingu prótína við sykursameindir og dregur þannig úr öldrun fruma,“ segir Benjamin Vouard, starfsmaður hjá Clarins. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á notkun skarfakáls og ræktar það nú á rannsóknastofu í Frakklandi. - rat / Allt í miðju blaðsins Snyrtivörurisi ræktar íslenskt: Notar skarfakál í Clarins-krem SKARFAKÁL Jurtin er meinholl og dró til dæmis úr skyrbjúg meðal þjóðarinnar fyrr á tíð. KULDABOLI Á ÖSKUDEGI Börnin í Reykjavík létu ekki bítandi frostið stöðva sig heldur flykktust skrautbúin um borg og bí í dúndrandi öskudagsstemningu og sungu gegn vægu nammigjaldi. Á meðan var unnið að því að hreinsa digurvaxin grýlukerti af þakskeggjum húsa við Laugaveginn og var götunni lokað um tíma af þeim sökum. Lögreglan biður borgarbúa að huga að því að grýlukerti og snjóhengjur skapi hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Viðskipti Kaupþings og bræðranna Roberts og Vin- cents Tchenguiz voru megintil- efni aðgerða efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar og sérstaks saksóknara í gær. Níu voru þá handteknir og leitað á tólf stöðum í Bretlandi og á Íslandi. Til rannsóknar eru meðal ann- ars miklar lánveitingar til bræðr- anna og hvort fé hafi streymt út úr bankanum skömmu fyrir fall hans, einkum til Tchenguiz-bræðra. Í Bretlandi voru sjö handtekn- ir. Þrír eru fyrrverandi starfs- menn Kaupþings, þeir Sigurður Einarsson, áður stjórnarformað- ur, Ármann Þorvaldsson, fyrr- verandi bankastjóri í London, og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri fjár- stýringar. Auk Tchenguiz-bræðra sjálfra voru tveir nánustu sam- starfsmenn Roberts handteknir; Aaron Brown og Timothy Smalley. Til stóð að sleppa mönnunum sjö að loknum yfirheyrslum. Á Íslandi voru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, þeir Bjarki Diego og Guðmundur Þór Gunn- arsson, teknir höndum og yfir- heyrðir þar til þeim var sleppt um kvöldmatarleytið. - sh, gar / sjá síðu 4 Lögregla í Bretlandi og á Íslandi handtók níu vegna rannsóknar á Kaupþingi: Lán til Tchenguiz-bræðra rannsökuð Stórglæsilegur sigur Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar í öruggum sigri á Þjóðverjum í gær. Sport 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.