Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 4
10. mars 2011 FIMMTUDAGUR4 Boðið upp hjá Eimskipi Lausafjármunir verða boðnir upp í húsnæði Vöruhótels Eimskips, Sunda- bakka 2, á laugardag klukkan 11.00. Margs konar hlutir verða boðnir upp, svo sem bílar, verkfæri, innréttingar, húsgögn, fatnaður, og leikföng. UPPBOÐ GENGIÐ 9.3.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,273 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,97 116,53 187,68 188,6 160,94 161,84 21,57 21,703 20,76 20,882 18,272 18,38 1,3992 1,4074 182,31 183,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is FRAMKVÆMDIR Hlutafélag um framkvæmd og rekstur Vaðlaheiðarganga var stofnað á Akur- eyri í gær. Hlaut það nafnið Vaðlaheiðargöng hf. Hluthafar eru Vegagerðin, fyrir hönd ríkis- sjóðs, með 51 prósent hlutafjár og Greið leið ehf. með 49 prósent. Að Greiðri leið standa sveitar- félög í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, auk tíu fyrirtækja. Í þeim hópi eru meðal annars Brim, Eimskip, SBA-Norðurleið, KEA, Norðurmjólk og Norðlenska. Í stjórn Vaðlaheiðarganga sitja Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vega- gerðinni, Pétur Þór Jónasson, framkvæmda- stjóri Eyþings, og Kristján L. Möller alþingis- maður. Í tilkynningu segir að Vaðlaheiðargöng verði 7,5 kílómetra löng með vegskálum beggja vegna. Lengd vegskála verður 280 metrar. Þver- snið ganganna verður 9,5 metrar og vegteng- ingar 4,1 kílómetri. Grafnir verða út um 700 þúsund rúmmetrar efnis. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina á verðlagi 2011 er 10,4 millj- arðar króna. Göngin munu stytta Hringveginn um 16 kílómetra og er áætluð umferð við opnun þeirra um 1.400 bílar á sólarhring. Forvalsgögn eru nánast tilbúin og verða send út fljótlega. Áætlað er að bjóða verkið út í vor. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í haust og að göngin verði opnuð fyrir árslok 2014. - bþs Reiknað er með að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng geti hafist í haust: Göngin verða tilbúin í lok árs 2014 VAÐLAHEIÐI Göngin undir heiðina milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals verða 7,5 km. RÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars 100 KRÓNUR Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® LÖGREGLUMÁL Níu manns voru handteknir og leitað á tólf stöðum í Bretlandi og á Íslandi í gær vegna rannsóknar Serious Fraud Office (SFO) á starfsemi Kaupþings fyrir hrun. Í Bretlandi voru sjö handteknir. Þrír þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Kaup- þings, þeir Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður, Ármann Þorvalds- son, fyrrverandi bankastjóri í London, og Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar. Guðni starfaði um skeið fyrir breska fjármálaeftirlitið. Einnig voru handteknir bræðurnir Robert og Vin- cent Tchenguiz, sem voru helstu skuldunautar Kaup- þings, og tveir nánustu samstarfsmenn Roberts; Aaron Brown og Timothy Smalley. Í Bretlandi voru gerðar húsleitir á átta heim- ilum og í tveimur fyrirtækj- um bræðr- anna. Lögregla bank- aði upp á hjá sakborningunum fyrir sex um morgun og leitaði ítarlega í öllum krókum og kimum heimila þeirra. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var meðal annars leitað í dótakössum barna og myndaalbúmum flett. Hér heima naut SFO aðstoðar starfs- manna sérstaks saksóknara við að handtaka og yfirheyra tvo fyrrverandi starfs- menn Kaupþings; Bjarka H. Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum, og Guðmund Þór Gunnarsson, sem var viðskipta- stjóri á útlánasviði, meðal ann- ars gagnvart Tchenguiz-bræðr- um. Leitað var á heimilum þeirra beggja. Guðmundur starfar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Consolium í Lúxemborg ásamt Hreiðari Má Sig- urðssyni og fleiri fyrr- verandi starfsmönnum Kaupþings. Aðgerðirnar voru gríðarlega umfangs- miklar og til marks um það tóku yfir 130 lög- reglumenn þátt í þeim í Bretlandi. Til stóð að sleppa öllum mönnunum eftir yfir- heyrslur í gær. stigur@frettabladid.is Leituðu í leikfangakössum og flettu myndaalbúmum 135 manna breskt lögreglulið leitaði á tíu stöðum í London og handtók sjö manns sem grunaðir eru um lögbrot tengd Kaupþingi. Tveir handteknir á Íslandi. Grunur er um blekkingar og fjáraustur úr bankanum. Aaron Brown og Tim Smalley eru ekki þekkt nöfn, en þeir hafa engu að síður hlotið umfjöllun í Bretlandi sem drifkrafturinn og heilinn – eða öllu heldur heilarnir – að baki viðskiptaveldis Roberts Tchenguiz, hins írask-íranska kaupsýslumanns. Smalley og Tchenguiz þekktust vel áður en þeir hófu formlegt samstarf. Smalley hafði nefnilega í nokkur ár starfað fyrir fjármálafyrirtæki við að útvega fyrirtækinu Rotch lánafyrirgreiðslu. Rotch var í eigu bræðranna Roberts og Vincents Tchenguiz. Þegar fjármálastofnunin sem hann vann hjá hætti að lána til risavaxinna fasteigna- félaga á borð við Rotch gekk Smalley einfaldlega til liðs við Robert. Brown er lögfræðingur eins og Smalley og hafði starfað hjá bönkum við samningagerð í kringum netbóluna. Árið 2004 hóf hann störf, ásamt Smalley, hjá R20, fjárfestingafélagi Roberts Tchenguiz. Þremenningarnir unnu árið 2006 í sameiningu að miklu tilboði, upp á 4,6 milljarða punda, í barkeðjuna Mitchells & Butlers. Utan um það tilboð stofnuðu þeir félagið Jedi Inns, sem hét eftir Jedi-riddurunum úr Stjörnustríðs- myndunum. Nafnið þótti lýsandi fyrir samninga- tæknina sem þeir beittu; þeir fengu almennt það sem þeir vildu og hlustaðu ekki á nei sem svar. Brown og Smalley voru báðir handteknir í gærmorgun, grunaðir um að eiga þátt í þeim brotum sem SFO hefur til rann- sóknar. Hægri hendur teknar höndum Serious Fraud Office hefur haft til rannsóknar reikningana Kaupþing Edge, sem stóðu breskum almenningi og fjárfestum til boða árin fyrir hrun. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort blekkingum hafi verið beitt við markaðssetningu reikninganna – villt hafi verið um fyrir fólki til að laða það til viðskipta við bankann. Þá hefur verið rannsakað hvort peningar hafi streymt í miklu magni út af Kaupþing Edge-reikningunum skömmu fyrir fall bankans, einkum í formi lána til Tchenguiz-bræðra. Yfirdráttarlán sem Robert Tchenguiz fékk, að jafnvirði yfir 100 milljarða íslenskra króna, er sér- staklega til skoðunar. Aðgerðirnar í gær beindust nær eingöngu að viðskiptum Kaupþings og Tchenguiz-bræðra. Hvað er til rannsóknar? VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 15° 9° 5° 11° 11° 3° 3° 19° 11° 15° 11° 23° -3° 12° 15° 1°Á MORGUN Strekkingur með NA- og A-strönd annars hægari. LAUGARDAGUR Hægur eða fremur hægur vindur víða. -3 -6 -4-1 -6 -5 -7 -5 -6 -6 -7 -7 -7 -7 -7 -6 -7 -5 -7 -3 -17 10 12 11 7 9 9 6 9 16 8 17 11 20 KULDABOLI bítur í kinnar næstu daga enda norðan- átt og talsvert frost framundan. Á laugardag fer að draga úr frosti vestanlands þegar vindur snýst til sunnanáttar og þá dregur fyrir sólu vestan til og má búast við éljagangi þar en bjartara veðri austanlands. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FRAKKLAND Franska lögreglan fann á dögunum skartgripi að verðmæti á þriðja milljarð króna í niðurfalli við hús í úthverfi Parísar. Um var að ræða 19 hringa og þrjú pör af eyrnalokk- um sem rænt var úr skartgripa- versluninni Harry Winston í mið- borg Parísar í desember 2008. Alls voru skartgripir fyrir vel á fjórtánda milljarða króna tekn- ir í umræddu ráni. Stór hluti þýfisins hafði þegar fundist og fjöldi manna verið ákærður fyrir aðild að ráninu. Þýfið sem fannst í niðurfallinu var falið í plastíláti. Þar á meðal var 31 karats hringur sem met- inn er á nærri einn milljarð króna. - bg Þýfi úr risaráni finnst í París: Fundu dýrgripi í niðurfalli STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs fjallaði á fundi í gær um launaþróun í tilefni umræðna síð- ustu daga. Ályktaði þingflokkurinn að vinna bæri gegn því að ofurlauna- stefna sú sem hér geisaði fyrir bankahrun yrði endurvakin „Launajöfnuður og réttlát tekju- skipting eru baráttumál íslensks félagshyggjufólks sem krefst þess að ofurlaunum verði mætt með viðeigandi sköttum.“ - bþs Þingflokkur VG ályktar: Barist gegn of- urlaunastefnu VINCENT TCHENGUIZ ROBERT TCHENGUIZ SIGURÐUR EINARSSON ÁRMANN ÞORVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.