Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 6
10. mars 2011 FIMMTUDAGUR6 Misstu ekki af spennandi tónlistarkokteil frá Katalóníu þar sem rúmba, hiphop og flamenco blandast í iðandi fjöri. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í ReykjavíkOjos de brujo á Listahátíð í Hörpu, 27. maí fyrir viðskiptavini MP banka í mars. Almennt verð 3.900 kr. Sérstakt tilboðsverð 2.900 kr. sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4 /0 9 BESSASTAÐIR Ritari forseta Íslands sakar aðstoðarmann forsætisráð- herra um að viðhafa alvarlegar rangfærslur um samskipti for- setans og forsætisráðherrans í tengslum við lækkun launa forset- ans og laun handhafa forsetavalds. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra, að Jóhanna væri nýbúin að frétta af því að laun forseta hefðu lækkað í ársbyrjun 2009. „[Jóhanna] er nýbúin að frétta af þessum launalækkunum forsetans. Þú vissir hvernig þetta var áður, það fór frumvarp inn í þingið og þar töldu menn engar heimildir í stjórnarskrá til að lækka launin,“ sagði Hrannar í sam- tali við Frétta- blaðið á þriðju- dagskvöld. Síðar sagði hann: „Forset- i n n e r nýbú- inn að upp- lýsa forsætisráðherra um að hann hafi óskað eftir og fengið lækkun en að hún hafi ekki gengið yfir handhafana. Jóhanna hefur í fram- haldinu ákveðið að óska eftir sam- bærilegri lækkun á sínum hlut þannig að hann verði sambæri- legur og hjá forsetanum.“ Í harðorðu bréfi sem Örnólf- ur Thorsson forsetaritari sendi Hrannari í gær hafnar Örnólf- ur þessum skýringum Hrannars. Örnólfur bendir á að forsetinn hafi sjálfur óskað eftir og fengið launa- lækkun í ársbyrjun 2009. Um það hafi verið fjallað mikið í fjölmiðl- um og málið hafi legið ljóst fyrir í tvö ár. Örnólfur segir einnig rangt að for- setinn hafi nýlega upplýst forsætisráð- herra um að hann hafi óskað eftir og fengið lækkun, og að hún hafi ekki náð til handhafa for- setavalds. „Forseti er ekki „nýbúinn að upp- lýsa forsætisráðherra“ um þetta mál enda slíkt óþarfi þar eð málið hefur legið fyrir opinberlega í rúm tvö ár. Það er mikilvægt að aðstoð- armaður forsætisráðherra fari rétt með staðreyndir varðandi sam- skipti forseta og forsætisráðherra,“ skrifar Örnólfur. „Skrifstofa forseta vill vekja athygli á að alveg eins og forseta Íslands var kleift að fá laun sín lækkuð í árslok 2008 þá gátu hand- hafar forsetavalds fengið sín laun lækkuð með sömu aðferð hvenær sem var á þeim tveimur árum sem liðin eru frá lækkun launa forset- ans.“ Í svarbréfi Hrannars hafnar hann alfarið „dylgjum“ um að hafa farið rangt með staðreyndir. Hann segir að skýrt hafi komið fram að forsætisráðherra hafi nýlega feng- ið upplýsingar um að launalækkun- in hafi ekki náð til handhafa for- setavalds. Hrannar bendir á að Jóhanna hafi ekki verið orðin forsætisráð- herra í ársbyrjun 2009, og hafi því ekki haft forsendur til að meta hvort greiðslur handhafa forseta- valds hefðu lækkað. brjann@frettabladid.is Segir aðstoðarmann fara með rangfærslur Ritari forseta segir alvarlegt þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra fari rangt með staðreyndir um samskipti forseta og forsætisráðherra. Aðstoðarmaður ráðherra hafnar alfarið „dylgjum“ um að hafa farið rangt með staðreyndir. BESSASTAÐIR Fjársýslu ríkisins var óheimilt að lækka laun handhafa forsetavalds í fjarveru forseta þótt Ólafur Ragnar Grímsson hafi óskað eftir og fengið launalækkun, segir Gunnar H. Hall fjársýslustjóri. Samkvæmt stjórnarskrá er óheimilt að lækka laun forseta á miðju kjörtímabili. Gunnar segir Ólaf Ragnar hafa óskað formlega eftir því í upphafi árs 2009 að fá lægri greiðslu, og við því hafi verið orðið. Sú lækkun hafði engin áhrif á laun handhafa for- setavalds, sem reiknuð eru sem hlutfall af launum forseta. Þegar forseti Íslands er ekki á landinu sinna þrír einstaklingar starfi hans. Það eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Fyrir þetta fá þeir þóknun, þriðjung af launum forseta hver fyrir það tímabil sem Ólafur Ragnar er erlendis. Það þýðir að fyrir hvern dag sem forsetinn er erlendis fá handhafar forsetavalds um 20 þúsund króna launauppbót. Á síðasta ári fengu þeir um 1,6 milljónir fyrir þá daga sem forsetinn var fjarver- andi. Gunnar segir að sér hafi nýverið borist fyrir- spurn um hvernig handhafar forsetavalds ættu að bera sig að til að laun þeirra yrðu lækkuð. Hann vildi ekki upplýsa hver af handhöfunum þremur hefði óskað eftir þeim upplýsingum. Um miðjan dag í gær hafði engin formleg beiðni borist um að lækka greiðslurnar. - bj Laun handhafa forsetavalds ekki lækkuð þótt laun forseta hafi lækkað verulega: Verða sjálfir að biðja um lækkun HRANNAR B. ARNARSSONÖRNÓLFUR THORSSON Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Á FARALDSFÆTI Ólafur Ragnar Grímsson for- seti Íslands kannar heiðursvörð við komuna til Nýju Delí, höfuðborgar Indlands, í janúar í fyrra. Á meðan forseti er erlendis skipta handhafar forsetavalds með sér einum forsetalaunum. Ferðast forsetinn of mikið? JÁ 53,9 NEI 46,1 SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú líklegt að ólöglegt sam- ráð sé á byggingavörumarkaði? Segðu þína skoðun á visir.is BANDARÍKIN, AP „Fílarnir hjálpast að við að leysa úr vanda,“ segir Joshua M. Plotnik, breskur sál- fræðingur sem stjórnaði rannsókn á fílum. „Þeir virðast tilfinninga- lega tengdir, svo maður býst við að sjá einhverja samvinnu.“ Rannsóknin staðfesti að fílar eru með greindari dýrum jarðar og þar með í hópi með mannöpum, höfrungum og krákum að því er Plotnik segir, en hann starfar við háskólann í Cambridge í Bretlandi. Rannsóknin var gerð í Taílandi og fór þannig fram að matur var settur á disk en girðing var á milli disksins og fílanna. Tveir fílar voru prófaðir í einu, en matnum var þannig fyrir komið að fílarnir gátu dregið hann undir girðinguna með því að toga samtímis hvor í sinn endann á reipi. Ef annar fíllinn togaði í sinn enda á undan hinum, þá náði hann aðeins reipinu inn fyrir girðinguna en diskurinn varð eftir fyrir utan. Öll fílapörin áttuðu sig á þessu, eftir mismunandi margar tilraunir þó. Einn ungur fíll greip þó til þess ráðs að stíga á sinn enda reipisins og láta félaga sinn sjá um að draga til þeirra diskinn. - gb Ný rannsókn sýnir að fílar eru greindar skepnur og flóknar félagsverur: Lærðu fljótt að hjálpast að LEYSA ÞRAUTIR Í SAMEININGU Vísindamenn frá Cambridge rannsökuðu hegðun fíla í Taílandi. NORDICPHOTOS/AFP GRIKKLAND, AP Sex vikna hungur- verkfalli um 250 innflytjenda í Grikklandi lauk í gær þegar sam- komulag náðist stjórnvöld. Tals- maður innflytjendanna segir að stjórnin hafi heitið því að þeir fengju tímabundið dvalarleyfi. Meira en 100 höfðu verið fluttir á sjúkrahús, sumir í lífshættu. Mikill fjöldi innflytjenda kemur til Grikklands á hverju ári, margir ólöglega. Kreppan hefur gert þeim erfiðara að halda vinnu og hafa því margir misst dvalarleyfið. - gb Hungurverkfalli lokið: Náðu samningi við stjórnvöld FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.