Alþýðublaðið - 07.09.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.09.1923, Blaðsíða 1
«923 Föstudaginn 7. september. C04. tölublað.' Ræktun landsins. 111. Vorið 1922 lagði Magnús Gíslason sýslumaður á Eskifirði fyrir Búnaðaríélagið ákveðnar tillögur um ræktunarmálið, sem það tók lítið tillit til við samn- ingu jarðræktaríaganna. Hann leggur til, að viö sjávarsíðuna taJci stjörnir haugtúnanna 'i sínar hendur rœJitunarmálið, kaupi rækt- anlegt land í nánd við kauptún- in eða, iáist það ekki kejpt, þá sé notuð almenn eigáarnáms- heimild til að ná því; síðan girði kauptúnin það, þurki, piægi og herfi, ieggi þangað akveg og leigi það síðan íyrst og freinst þurrabúðármönnum, en ríkið út- vegi nauðsynlegt té til þessara aðgerða. Þessa leið á að tara framvégis, enda eru ííkur til, að þar sem jarðræktarlöggjöfin bind- ur ekki, svo sent í Reykjavík, verði það gert. í svéitum hefðu jarðræktarlög- in átt að láta riJáð gangast fyrir ,,opnun landsins“, störfeldum riý- býlaJiéruðum, þar sem bezt á við, svo sem austanfjalls og í Borg- arfirði. Þsð fer n.ú óðum að líða að því, að ílöaáveitunni verði Iokið, og kemur þar þá mikið land, sem vel ætti að vera tallið til nýbýla. Áveilulögin gera ráð fyrir því, að ábúendur geti greitt áveitukostnað sinn með löuduro, en þar sem áveitan er rojög dýr, má gera ráð íyrir, að stórbænda- flokkarnir og með þeim stór- efnamennirnir í kauptúnunum fitji bráðiega upp á því að gefa ábúendum þar algerlega eftir áveitukostnaðinn. A móti því verður aftur að koma 3Ú krafa, að ríJcinu verði greitt með lönd- um og það korni því svo fyrir, að þau verði samfeld, og reisi þar nýbýli. Til þess, að hægt sé að koma á samvinnu og sam- eignarféíagsskáp þar, þurta ný- býlin að vera þétt saman. En svo stór verða þau að vera þar, eins og annars staðar í sveit, að Jieimili geti lifað af þeim ein- göngu, því að erlendis hefir sýnt sig, að þó að í nánd við kaup- staði sé hentugt að hafa smá- landbúnað sem aukaatvinnu, þá verður í sveitinni að hata býlin svo stór, að þau íullnægi heim- ilunum, og ábúandinn þurfi ekki að leita vinnu hjá öðrum bænd- um um annatímann. Enn fremur væri heppilegt, að ríkið sjáltt ræki tilraunabu á þessu svæði og þad í stórum stíl, pg nauð- synlegt væri þar sem annars staðar, að löggjöfin hlynti áð samvinnu og sameignarfélags- skap í landbúnaði, svo sem um vélar, peningalán o. fl., af öllum mætti. í BeyJcjavíJc er ræktunarmálið nú að komast á nokkurn rek- spöl — í orði. Búnaðarmálastjóri hefir vakið á því nokkurn áhuga. Bidltrúaráð verJdýðsfélag- anna hafði síðast iiðið vor málið til umræðu og gerði um það ályktanir, og mun Aiþýðuflokk- urinn beita sér fyrir því. Qrím- úlfur Ólafsson, tollvörður, sem sjálfur hefir komið upp býli við Reykjavik, hefir lagt fyrir bæj- arstjórn ákveðnar * tiUögur um framkvæmd málsins. Eru þær nijög efthtektarverðar og ítarleg- ar og að mörgu leyti stefnan mjög hk því, sem jafnaðarmenn hugsa sér. Vill hann láta bæjar- félagið rækta alt landið og skifta því í 3 hektara spildur og jatnvel reisa á þeim hús. Siðan yrðu spildurnar ieigðar á erfða- testu, en té fengist til þessara tramkvæmda með skuldabréfa- sölu fyrir samvinnufélag ábúenda, en bæjarábyrgð væri að baki. Verkamenn gætu af spiídum þessum haft góða atvinnu, 4 kýr og alitngla. Er það þó sennilega óþarflpga stóit Iand, 3 hektarar, fyrir verkamann, sem hefir þetta sem aukaatvinnu. Enginn vafi er á því, að rækt- un bæjarlandsins er mesta nauð- synjamálið af öilum bæjarmálum nú. Ræktunin verður að komast á skrið nú þegar, og þáð er framkvæmanlegt, ef hið opin- bera stendur fyrir henui. Bœrinn verður sjálfur að roinsta kosti að stórrækta landið, leggjá vegi og vatnsæðar og reisa húsin. VerJcalýðurinn verður að sitja fyrir öllu því landi, sem næst er bænum. „ bkákirnar eiga ekki að vera svo stóiar, að þar komi upp heil bændabýli, heidur vera til aðstoðar við aðalatvmnuna niðri í bæ. Verður því svo fljótt, sem ábúð hefst, að koma á föst- um ferðum almenningsbíla, t. d. 6 sinnum á dag, því að þá fyrst verður auðvelt að stunda með fram atvinnu niðri í bæ. Landið verður að vera leigulaust tyrstu átin, en síðan sanngjörn Ieiga af því og húsum. Bœrinn ver.ður að vera áfram eigandi landsins, og verðhækkun af öðrum völdum en vinnu ábúanda verður að tryggjast bæjarfélaginu, sem bezt yrði gert með leigu eftir mati á (Framhald á 4. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.