Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 17 Heildarsala áfengis var um það bil 30 þúsund lítrum minni í nýliðnum febrúar en í febrúar á síðasta ári. Hlutfallslega nemur samdrátturinn 0,3 prósentum. Mestur var sam- dráttur í sölu ókryddaðs brenni- víns og vodka, 10,6 prósent, en bjórsala dróst saman um 1,6 prósent. Sala hvítvíns jókst hins vegar um tólf prósent og rauð- víns um sex pró- sent. Þá jókst sala blandaðra drykkja um rúm þrettán pró- sent. - bþs Sala á hvítvíni hefur aukist: Sala á sterku dregst saman um 10,6 prósent Tryggafélagið VÍS hagnaðist um rétt rúmlega 204 milljónir króna í fyrra. Þetta er talsvert verri afkoma en ári fyrr þegar hagn- aðurinn nam rúmum 1,1 milljarði króna. Fram kemur í uppgjöri félags- ins að mest hafi munað um 288 milljóna króna tap á fjármála- rekstri í fyrra samanborið við 668 milljóna króna hagnað árið 2009. Þá nam rekstrarkostnaður 3,1 milljarði króna, sem var 13,7 prósenta hækkun á milli ára. Heildartekjur námu 16,1 milljarði króna sem er sambærilegt við árið 2009. - jab Afkoma VÍS versnar milli ára: Tapa á fjár- málarekstri VERRI AFKOMA Verulega dró úr hagnaði VÍS á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ Evrópuþingið hefur samþykkt löggjöf þar sem settar eru þröng- ar skorður við þeim viðskiptum sem sætt hafa hvað mestri gagn- rýni í kjölfar efnahagskrepp- unnar, þ.e.a.s. skuldatrygging- ar ríkisskulda annars vegar og skortsölur hlutabréfa hins vegar. Samkvæmt samþykkt Evrópu- þingsins mega þeir einir kaupa sér skuldatryggingar vegna ríkisskulda sem hafa lánað við- komandi ríki fjármuni eða eru eigendur verðbréfa sem talin eru nátengd greiðsluhæfi þess ríkis. Ríki Evrópusambandins þurfa að staðfesta löggjöfina áður en hún tekur gildi. Nái lögin fram að ganga er talið að þau fari langt með að binda endi á spákaupmennsku með skuldatryggingar Evrópu- ríkja, segir á vef Euobserver. Þá hefur Evrópuþingið sam- þykkt að herða reglur um skort- sölur. Taki þau gildi verða frest- ir til þess að loka skortstöðum þrengdir verulega og háar sektir lagðar við brotum á reglunum. - pg Evrópuþingið samþykir lög: Banna brask með skulda- tryggingar BRETLAND, AP Stóru bankarnir í Bretlandi hafa ekki staðið við samkomulag, sem gert var við stjórnvöld í síðasta mánuði, um að halda kaupaukum æðstu stjórnenda bankanna í skefjum. Harðar deilur hafa blossað upp síðustu daga í Bretlandi vegna frétta af því að bankastjórar hafa verið að fá veglega bón- usa. Til dæmis fékk Stephen Hester, fram- kvæmdastjóri Royal Bank of Scotland, 4,5 milljónir punda í viðbótarbónus fyrir síð- asta ár ofan á 1,2 milljón punda árslaun og 2,2 milljón punda árlegs kaupauka. Samtals er bankinn því að borga honum 7,7 milljónir punda fyrir störf hans árið 2010, en það sam- svarar um það bil 1,5 milljarði króna. Einnig fékk Bob Diamond, framkvæmda- stjóri Barclays PLC, 6,5 milljónir punda sam- anlagt í kaupauka fyrir síðasta ár, í viðbót við 250 þúsund punda árslaun. Þá fékk Stuart Gulliver, framkvæmdastjóri HSBC, 6,2 millj- ónir punda í kaupauka og laun samtals. Verkalýðsfélög í Bretlandi hafa gagnrýnt þetta harðlega. „Meðan allir aðrir hafa áhyggjur af því að greiða heimilisreikningana, þá eru þessir menn að telja seðlabúntin sín,“ segir Len McClusky, framkvæmdastjóri verkalýðs- félagsins Unity. - gb Háir kaupaukar breskra bankastjóra verkja hörð viðbrögð í Bretlandi: Ekki staðið við samkomulag um bónusa UMDEILDIR BANKAR Royal Bank of Scotland er einn stóru bankanna fjögurra í Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.