Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 3 Íslenskt skarfakál eða Cochlearia er ein þriggja jurta sem ný andlits- krem frá Clarins, innihalda. Sér- fræðingar Clarins leita uppi harð- gerar plöntur um allan heim til að nýta eiginleika þeirra í snyrtivörur, þar á meðal á Íslandi. Skarfakálið er sagt hægja á öldrun húðarinn- ar en kremin eru ætluð 50 ára og eldri. „Lionel de Benetti, fram- kvæmdastjóri rannsóknastofa og vörustjórnunar Clarins, rakst á jurtina við göngustíg á ferð sinni um Ísland. Hann komst að því að skarfakálið var ein af fyrstu jurt- unum til að nema land í Surtsey, árið 1965 og þar með skapa nýtt líf,“ útskýrir Benjamin Vouard, framkvæmdastjóri þjálfunar hjá Clarins. Lionel heillaðist af þeim eigin- leikum skarfakálsins að þrífast í harðgerum jarðvegi og loftslagi og efnagreindi jurtina. „Við komumst að því að skarfakál örvar virkni prótínsameinda og hamlar bind- ingu prótína við sykursameindir og hamlar þannig öldrun fruma. Clar- ins fékk einkaleyfi á notkun skarfa- kálsins og ræktar það á rannsókna- stofu í Frakklandi,“ segir Benjamin enn fremur. Skarfakálið er af krossblóma- ætt og vex víða meðfram strönd- um landsins. Íslendingar hafa notað skarfakál um aldir sér til heilsubótar, meðal annars við skyrbjúg en jurtin er rík af C- vítamíni. „Skarfakál er einnig talið gott við ýmsum kvillum eins og gigt, bjúg, og ýmsum húðsjúkdóm- um,“ segir á Vísinda- vef Háskóla Íslands. „Við Íslendingar þekkjum þessa jurt vel,“ segir Mar- git Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins á Íslandi. „Nú hefur Clarins sýnt fram á að það hjálpar til við að endurheimta ljóma húðarinnar. Nýjustu kannanir sýna að sjáanleg- ur munur er á húðinni eftir 10 daga notkun kremsins,“ segir Margit og líkir húðinni við tennisspaða til að útskýra virknina. „Þegar húðin er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tennisspaði. Við notkun slakna þræðirnir í spaðan- um og eins er með húðina hún tapar þéttleika með aldrinum. Efnin í skarfakálinu ásamt hinum jurtun- um í kreminu, Waltheria og Sper- gularia, þétta innra lag húðarinnar og hrukkur grynnka.“ Vital Light-kremin eru ný á markaðnum hér á landi. Benjamin tekur fram að rannsóknastofa Clar- ins hafi vottun franska heilbrigðis- eftirlitsins fyrir gott starf. „Clarins hefur verið óumdeilanlegur leið- togi í snyrtivöruheim- inum í Evrópu í yfir 20 ár sér í lagi í þróun snyrtivara sem vinna gegn öldrun húðar- innar,“ segir hann einnig. heida@frettabladid.is Clarins notar íslenskt kál Franski snyrtivörurisinn Clarins notar íslenskt skarfakál í nýtt and- litskrem. Íslendingar hafa lengi notað skarfakál sér til heilsubótar Margit Elva Einarsdóttir, þjálfari hjá Clarins, segir kremin fá góða dóma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skarfakálið er af krossblómaætt og vex víða meðfram ströndum landsins. Á Indlandi þykir full- komlega viðeigandi að karlar klæðist nátt- fötum á almannafæri. Þar eru náttföt viður- kenndur dagklæðn- aður við öll tilefni. KÁPUR 20% AFSLÁTTUR FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS w w w .ro ug ep ur co ut ur e. co m Bjóðum förðun fyrir þá sem kaupa 2 eða fleiri YSL vörur frá kl. 13:00 – 17:30 fimmtudag og föstudag og kl. 13:00 – 16:30 á laugardag. KYNNING Í HYGEU SMÁRALIND OG KRINGLUNNI Kaupaukinn þinn: YSL taska með glossi, body lotion 75 ml, ferðamaskara, farða 15 og mini púðri. Kringlan 533 4533 - Smáralind 554 3960 THE LIPSTICK FOR HEROINES Tímabókanir í förðun s. 533 4533 og 554 3960 FERÐATÖSKUR Stór taska verð: 15.600 kr. Miðstærð verð: 14.300 kr. Lítil taska verð: 10.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.