Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 30
10. MARS 2011 FIMMTUDAGUR2 ● veislumatur Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bendikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411 og Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439. Samlokubakki Saffran Fyrirtækið Saffran hefur rekið veisluþjónustu á Dalvegi í Kópavogi í eitt og hálft ár og er þegar búið að sanna sig á því sviði. Áherslurnar eru þær sömu og á veitingastöðum þess í Glæsibæ og á Dalvegi, að halla sér að því sem hollara reynist. „Við erum trúir þeirri stefnu sem við mörkuðum okkur í upphafi að sniðganga hvítt hveiti, majo- nes, beikon og mikið brasaðan mat,“ segir Haukur Víðisson, eig- andi og framkvæmdastjóri Saffr- an. Fyrirtækið fagnar tveggja ára afmæli um þessar mundir því það hóf rekstur veitingastaðar í Glæsibæ um miðjan mars 2009. Síðan bætti það öðrum við á Dal- veginum, ásamt veisluþjónustunni. „Þetta hefur svona vaxið hægt og bítandi,“ segir Haukur og brosir. Starfsfólk Saffran lagar meðal annars allar marineringar og sósur sjálf. „Við höldum okkur við það sem er hollt, samkvæmt okkar bestu vitund,“ segir Hauk- ur og tekur fram að þrátt fyrir það sé um ferskan og flottan veislu- mat að ræða, humar og lamb svo nokkuð sé nefnt. „Við höfum leik- ið okkur að því að þróa og útbúa skemmtilega og ljúffenga veislu- rétti sem eru líka hollir heilsunni, miðað við það sem við höfum lært í gegnum tíðina án þess að við sem vinnum hér séum næringarfræð- ingar eða heilsulæknar.“ Hvað skyldi svo Haukur og hans fólk nota helst til að bragðbæta með. „Við marinerum kjötið í jóg- úrt og skyri og notum það hráefni mikið í okkar sósur, þar sem ann- ars væri notað majones. Jógúrt og skyr er fitulítil vara en full af pró- teini. Svo eru það fersk krydd sem við notum eftir smekk. En eiga hollir réttir upp á pall- borðið hjá Íslendingum þegar þeir vilja gera vel við sig? „Það er auð- vitað allur gangur á því,“ viður- kennir Haukur. „Sumir eru ekkert að spá í hollustu og telja kannski að veisla sé það sama og sukk, sem er auðvitað mesti misskilningur. Fæða úr hreinum og ferskum hrá- efnum bragðast auðvitað konung- lega ef rétt er að farið.“ Haukur segir kynin ekki virð- ast alveg samstíga í matarsmekk sínum. „Þeir viðskiptavinir sem hringja mest hingað eru konur sem stjórna eða sjá um deildir í fyrirtækjum og panta inn veiting- ar fyrir fundi. Þær eru fyrri til að kveikja á hollustunni en karlmenn en þeir hljóta að komast á bragð- ið.“ Veisla er ekki það sama og sukk Oddur Smári Rafnsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri, Davíð Magnússon, bakari og aðstoðarrekstrarstjóri, og Eyjólfur Gísli Jónsson, yfirmaður veisluþjónustu. MYND/VALLI Hvítlauksristaður humar á sellerýrótarmauki með truffluangan, nauta-tataky með Dijon-soya og piri-piri- lamb á sætkartöflubeði. MYND/KRISTJÁN MAACK ● Naanwich með SAFFRAN-kjúklingi, shiraz-salati og jógúrtsósu ● Naanloka með teriyaki-kjúklingi, grilluðu egg- aldini og frisee-salati ● Naanloka með toscana-skinku, sherrý- tómötum og dijon-sinnepi ● Naanloka með reyktum laxi, lár- peru-rjómaosti og lollorosso- salati ● Naanloka með piri-piri- kjúklingi, papriku- og hun- angslárperusósu ● Naanloka með SAFFRAN- kjúklingi, grilluðum lauk og jógúrtsósu MYND/KRISTJÁN MAACK Súkkulaðibollar, fylltir með ástaraldinkremi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.