Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 31 Þýska forlagið Steidl hefur endurnýjað samninga á fimmtán verkum Laxness í Þýskalandi, sem það hyggst gefa út í tengslum við þátttöku Íslands á bókasýning- unni í Frankfurt í haust. Bækurnar sem um ræðir eru Ungfrúin góða og húsið, Vefarinn mikli frá Kasmír, Kristnihald undir jökli, Atómstöðin, Sjö töframenn, Fótatak manna, Gerpla, Sjálfstætt fólk, Íslandsklukkan, Paradísarheimt, Guðsgjafaþula, Brekkukots- annáll, Heimsljós, Innansveitarkrónika og Salka Valka. Gerhard Steidl hjá Steidl Verlag segir að það sé útgáfunni metnaðarmál að gefa verk Laxness út í Þýskalandi og heiður og ánægja að gera verk hans aðgengileg á þýsku. Fyrir- tækið hefur einnig tryggt sér útgáfurétt í Þýskalandi á Alþýðubók Laxness og nýju safni af ritgerðum skáldsins. Bækur Halldórs hafa verið þýddar yfir á meira en fjóra tugi tungumála og gefnar út í á sjötta hundrað útgáfum um heim allan. Enskur útgefandi bókanna, Random House, dreifir bókum Laxness til yfir 50 landa. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu hefur einnig verið nýlega samið um útgáfu Gerplu í Bandaríkjunum og Tékklandi og um arab- íska útgáfu á Brekkukotsannál gegnum líb- anska forlagið Arab Scientific Publisher. HALLDÓR LAXNESS Þýska forlagið Steidl hefur endurnýjað útgáfurétt sinn á fimmtán bókum eftir Nóbelsskáldið í tengslum við bókamess- una í Frankfurt í haust. Endurvakinn áhugi á Laxness í Þýskalandi Leikfélag Kópavogs frumsýnir farsann Bót og betrun annað kvöld. Verkið er eftir Michael Cooney, son gamanleikjaskálds- ins Ray Cooney, höfundar Nei, ráðherra sem er einmitt sýnt í Borgarleikhúsinu um þess- ar mundir. Hörður Sigurðsson þýðir og leikstýrir. Bót og betrun segir frá Eric Swan, sem grípur til bótasvika þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr bönd- unum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af. Að end- ingu er hann rígfastur í eigin lygavef og vandinn vex með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu. Leikritið er sýnt í Leikhúsinu við Funalind. Hverjum miða fylgir svonefnd hláturtrygging; þeir sem kannast alls ekki við að hafa verið skemmt á sýningunni fá miðann endurgreiddan. Nán- ari upplýsingar má finna á vef- síðu leikfélagsins kopleik.is. Bót og betrun í Kópavogi ÚR BÓT OG BETRUN Bótasvindlari festir sig kyrfilega í eigin lygavef. Keðjuverkin nefnist sýning Helga Más Kristinssonar mynd- listarmanns sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi, klukkan 17 í dag. Þar verða sýnd málverk og skúlptúrar sem Helgi Már hefur unnið að síðastliðna mánuði. Helgi hefur aðallega einbeitt sér að abstrakt málverkinu með sterkum áhrifum frá graffítí og götulist borgarlandslagsins. Helgi býr og starfar í Reykja- vík, en hann útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 og hefur sýnt á einka- og samsýningum auk þess að starfa sem sýningar- stjóri og verkefnastjóri, meðal annars hjá Listasafni Reykja- víkur. Sýningin stendur til 10. apríl. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Helgi Már verður með leiðsögn um sýninguna á sunnu- dag klukkan 15. Keðjuverkun í Hafnarhúsinu FRUMSÝNING Í KVÖLD EFTIR HENRIK IBSEN FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA ÚR SÝNGINGUNNI Helgi sækir innblástur í graffítíverk og götulist borgarlands- lagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.