Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 37 Karlakór Dalvíkur ásamt söngv- aranum Matthíasi Matthíassyni og rokkhljómsveit flytja lög Bítlanna og Queen í Salnum á föstudag og laugardag. Lögin verða í rokkuðum útsetningum Guðmundar Óla Gunnarssonar, stjórnanda kórsins. Hljómsveit- ina skipa: Gunnlaugur Helga- son bassi, Hallgrímur Ingvars- son gítar, Halli Gulli trommur og Daníel Þorsteinsson píanó. Karla- kórahefðin á sér djúpar rætur á Norðurlandi en að kór þaðan efni til samstarfs við rokkhljómsveit er nýjung. Óvenjulegir tónleikar Justin Bieber fór illa með gítar- leikara sinn, Dan Kanter, á Twit- ter á mánudaginn en Bieber stal lykilorði Kanters og þóttist til- kynna aðdáendum sínum að hann væri hættur að spila undir hjá söngvaranum unga. Bieber skrif- aði: „Ég vildi bara láta ykkur aðdáendur mína vita af því að ég hef hér með hætt að starfa með Justin og mun eyða Twit- ter-aðgangi mínum bráðlega.“ Klukkutíma síðar svaraði Bieber á sinni eigin síðu: „Þín verð- ur saknað, Dan, en það sem þú gerðir var skelfilegt. Þér verður aldrei fyrirgefið.“ Í kjölfarið spruttu upp þær kjaftasögur að slitnað hefði upp úr vinskap þeirra á tónleikaferðalagi Bie- bers um Bretlands. Allt reyndist þetta hins vegar vera hrekkur af hálfu Bie- bers og hyggur gítarleikarinn á hefndir. Bieber er brandarakall HÚMORISTI Justin Bieber djókar í strákunum sem spila í hljómsveitinni hans á Twitter. TVENNIR TÓNLEIKAR Karlakór Dalvíkur og Matthías Matthíasson flytja lög Bítlanna og Queen í Salnum. „Þetta er það persónulegasta sem ég hef gert. Ég er rokkari og töframaður og þarna flétta ég því saman,“ segir Ingó Geirdal sem verður með töfrasýn- ingu í Austurbæ sunnudaginn 13. mars. „Þetta verður einn og hálfur tími með hléi. Ég gleypi þarna rakvélar- blöð, læt setja mig í spennitreyju, beygi hnífapör með hugarorkunni, les hugsanir og fleira. Þetta verður svo- lítið krassandi,“ segir Ingó, sem hefur einnig spilað á gítar með hljómsveitum á borð við Dimmu og Quarashi. Tónlist Dimmu mun einmitt hljóma á sýning- unni. Hann er nýfluttur heim eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð. Þar sýndi hann töfrabrögð á skemmtiferðaskipum milli Svíþjóðar og Danmerkur. Hann var einnig ráðinn til að skemmta á Norður- landamóti töframanna og í einkaboð- um, m.a. fyrir hljómsveitina Depeche Mode. Ingó hefur fengist við töfrabrögð síðan hann var tíu ára. „Upphaflega byrjaði ég að læra á gítar. Ég hugsaði að það væri ágætis leið til að þjálfa fingurna því maður þarf að vera mjög fingrafimur í töfrabrögðum og með góðar tímasetningar. Svo vatt það upp á sig og maður er orðinn töframaður og tónlistarmaður. Á þessari sýningu minni í Austurbæ mun ég í rauninni í fyrsta skipti tengja þetta saman.“ - fb Gleypir rakvélarblöð á töfrasýningu TÖFRABRÖGÐ Ingó Geirdal verður með töfrasýningu í Austurbæ 13. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.