Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 39 Tónlistarmaðurinn Morrissey heldur í tónleika- ferðalag um Bretland í júní sem endar á því að hann verður aðalatriðið á Hop Farm tónlistarhátíð- inni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Morrissey kemur fram á frá árinu 2009, en hann virðist vera að vakna úr dvala. Útgáfurisinn EMI tilkynnti í janúar að safn- platan The Very Best of Morrissey kæmi út í apríl á þessu ári. Ólíkt mörgum öðrum slíkum plötum er þessi unnin í samstarfi við listamanninn, en útgáfufyrirtæki gefa oft út „best of“-plötur án samráðs við tónlistarmennina til að klára við þá samninga. „Best of“-plötur með The Smiths, sem Morrissey leiddi á níunda áratugnum, og Radio- head hafa til að mynda komið út í óþökk hljóm- sveitanna. Morrissey velur sjálfur myndina á umslag The Very Best of Morrissey. Þá verður lagið Glamorous Glue endurhljóðblandað og gefið út meðfram plöt- unni ásamt tveimur b-hliðum. - afb VAKNAÐUR Lítið hefur farið fyrir Morrissey undanfarin misseri. Morrissey snýr aftur á svið Leikkonan Gwyneth Paltrow á í viðræðum við útgefandann Atlan- tic Records um að gefa út kántrí- plötu. Paltrow söng lagið Com- ing Home úr myndinni Country Strong á Óskarsathöfninni fyrir skömmu, auk þess sem hún kom fram á Grammy-hátíðinni ásamt Cee Lo Green. Ef Paltrow semur við Atlantic Records bætist hún í hóp stjarna á borð við Kid Rock og James Blunt sem eru á mála hjá fyrirtækinu. Leikkonan, sem er gift Chris Martin söngvara Coldplay, hefur lýst yfir áhuga á að vinna með rapparanum Jay-Z sem er góður vinur Martins. Paltrow með kántríplötu GWYNETH PALTROW Leikkonan á í samningaviðræðum við Atlantic Records. Hljómsveitin Rökkurró er á leið- inni í stutta tónleikaferð um Evr- ópu þar sem spilað verður á átta tónleikum. Þeir fyrstu verða á staðnum Windmill í London 13. apríl en þeir síðustu í Engeles- burg í Þýskalandi 21. apríl. Ferð- inni verður einnig heitið til Hol- lands og Belgíu. Á tónleikunum verður fylgt eftir annarri plötu sveitarinnar, Í annan heim, sem kom út í fyrra. Um upptökustjórn hennar sá Alex Somers, kærasti og samstarfsmaður Jónsa í Sigur Rós. Fyrsta plata Rökkurróar, Það kólnar í kvöld, kom út árið 2007 við góðar undirtektir. Tónleikaferð um Evrópu RÖKKURRÓ Hljómsveitin er á leiðinni í stutta tónleikaferð um Evrópu. Russell Brand fer fögrum orðum um varir eiginkonu sinn- ar í nýlegu viðtali. Leikarinn breski giftist söngkonunni Katy Perry í október á síðasta ári og lætur hafa eftir sér að þegar hann kyssi varir Perry sé eins og hann fari í gegnum göng að öðrum heimi. Spurður út í var- irnar á konu sinni segir Brand: „Þær eru eins og ferð til para- dísar! Göng inn í annan heim. Þær eru endurlausn! Dýrð! Þær eru eins og ljóð!“ Miðað við yfir- lýsingarnar má gefa sér að sam- band þeirra Brand og Perry gangi vel, en slúðurmiðlar vest- anhafs hafa haldið því fram und- anfarið að hjónabandið standi á brauðfótum. Dýrkar varir Perry HAMINGJA Russell Brand og Katy Perry kveða í kútinn sögusagnir um að hjónabandið standi á brauðfótum. NORDICPHOTOS/GETTY Kynnum nýju Skin Ergetic andlitsdropana og Oil Therapy línuna fyrir líkamann. Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 6.900 krónur eða meira: ~ Aquasource rakakrem 20 ml ~ Nýr Biocils augnfarðahreinsir 30 ml ~ Oil Therapy 75 ml sturtusápa með olíum sem hreinsar, nærir og gefur silkiáferð. ~ Oil Therapy Baume Corps 75 ml nærandi líkamskrem. ~ Biomains handáburður 20 ml ~ Biosource andlitshreinsir ferðastærð 20 ml Verðmæti kaupaukans 8.000 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka *Meðan birgðir endast á kynningunni. Einn kaupauki á viðskiptavin. Þrjár náttúrulegar olíur með apríkósu- og ferskjuilmi gæla við húðina sem verður djúpnærð, mjúk og fær aukinn ljóma Oil Therapy BIOTHERM DAGAR Í DEBENHAMS 10. – 16. MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.