Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 10. mars 2011 43 KÖRFUBOLTI Lokaumferð Iceland Express deildar karla í körfu- bolta fer fram í kvöld þar sem Grindavík, KR og Keflavík berj- ast um 2. sætið og Haukar og Fjölnir reyna að tryggja sér 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppn- ina. Grindavík, KR og Keflavík eiga öll möguleika á 2. sætinu en þau verða öll með heimavallar- rétt í átta liða úrslitunum sama hvernig fer í kvöld. Grindavík tryggir sér 2. sætið með sigri í Keflavík. KR þarf að vinna Snæ- fell í DHL-höllinni og treysta á að Keflavík vinni Grindavík til þess að ná 2. sætinu. Keflavík hreppir 2. sætið ef liðið vinnur Grindavík á sama tíma og KR tapar fyrir deildarmeisturum Snæfells. Þegar er ljóst að liðið í 2. sæti mætir Njarðvík (7. sæti), liðið í 3. sæti mætir ÍR (6. sæti) og liðið í 4. sæti mætir Stjörnunni (5. sæti). Haukar sitja í áttunda sæt- inu og tryggja sér sæti í úrslita- keppninni með sigri á botnliði KFÍ en tapi Haukarnir geta Fjölnismenn komist í úrslita- keppnina með sigri á ÍR á heima- velli. - óój Iceland Express deild karla: Barist um 2. og 8. sætið í kvöld Á UPPLEIÐ Grindvíkingurinn Mladen Soskic hefur hækkað framlag sitt í hverjum leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Andri Marteinsson var í gær ráðinn sem þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í stað Leifs Garðarssonar, sem var vikið úr starfi í síðustu viku. Andri hefur þjálfað lið Hauka undanfarin ár en hætti hjá félaginu í gær. „Þetta er vissulega mjög sér- stakt og þetta hefur verið mjög erfitt ferli fyrir alla aðila. Hauk- arnir leika líka stórt hlutverk í þessu enda þurftu þeir að finna nýjan þjálfara. Þeir hafa brugðist vel við því og klárað sín mál fljótt og vel,“ sagði Andri en í gær var tilkynnt að Magnús Gylfason væri nýr þjálfari Hauka. „Ég veit að ég er að taka við góðu búi. Leifur er búinn að byggja upp leikmannahóp liðs- ins en að öllu öðru leyti verður mitt handbragð á liðinu. Það mun koma fram í því hvernig leikir liðsins verða lagðir upp, hvernig liðinu verður stillt upp og hvernig það mun spila,“ sagði Andri, sem er uppalinn Víkingur og lék með liðinu á níunda áratug síðustu aldar. Víkingur varð Íslands- meistari árið 1991 en Andri fór frá liðinu og gekk til liðs við FH aðeins tveimur árum áður. „Ég missti af titlinum. Það er því ákveðinn hvati fyrir mig að reyna að kvitta fyrir það með því að vinna titilinn hér með Víking- um þetta mörgum árum síðar,“ sagði hann. - esá Andri Marteins þjálfar Víkinga: Tekur við góðu búi hjá Víkingi SAMNINGUR Í HÖFN Björn Einarsson og Andri Marteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Enska liðið Tottenham og þýska liðið Schalke tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meist- aradeildarinnar í gær og fylgdu í fótspor Barcelona og Shakhtar Donetsk sem komust þangað í gær. Tottenham nægði markalaust jafntefli en Schalke vann 3-1 sigur á Valencia. Tottenham hefur oft spilað miklu meiri sóknarbolta í Meist- aradeildinni í vetur en í gær en nú hélt vörnin og sá til þess að Totten- ham er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit Meistaradeildinnarinn- ar daginn eftir að nágrannarnir í Arsenal féllu úr leik. AC Milan fékk vissulega færi til þess að skora og hleypa leikn- um upp en heimamenn héldu út og fögnuðu frábærum árangri. „Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Við vörðumst frábærlega frá fremsta manni. Ég tel okkur hafa átt þetta meira en skilið ef við tökum saman báða leikina,“ sagði Tottenham- maðurinn Peter Crouch en það var sigurmark hans frá því í fyrri leiknum sem kom Tottenham inn í átta liða úrslitin. „Þetta var frábært kvöld fyrir alla. Við unnum gríðarlega vel á móti góðu liði. Ég er himinlifandi í leikslok en ég get ekki sagt að ég hafi skemmt mér sérstaklega vel þessar 90 mínútur,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sem varð þarna fyrsti enski stjórinn til þess að koma liði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Valencia komst yfir á móti Schalke en heimamenn snéru við leiknum og tryggðu sér 3-1 sigur í opnum og skemmtilegum leik. - óój Tottenham og Schalke komust bæði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi: Sögulegt kvöld á White Hart Lane í gær FRÁBÆR ÁRANGUR Michael Dawson og William Gallas fagna í gær. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.