Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 16
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Streita er hvimleiður fylgifiskur nútímans en fyrsta skrefið í því að sigrast á henni er að láta af stjórnsemi. Það er til dæmis erfitt að stjórna því hvernig aðrar manneskjur haga lífi sínu og því fyrr sem fólk áttar sig á því, þeim mun fyrr hverfa áhyggjurnar. Notkun tauga- og geðlyfja er mikil á Íslandi og er notkun kvíðastill- andi lyfja og svefnlyfja sem heyra undir þau sérstaklega áberandi á meðal eldra fólks. Tauga- og geð- lyf eru mest seldu lyfin á Íslandi á eftir hjartalyfjum. „Árið 2009 seldust rúmir 43 þúsund skil- greindir dagskammtar af hjarta- lyfjum eða 370 skilgreindir dag- skammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Sama ár seldust rúmir 37 þús- und skilgreindir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum eða 319 skil- greindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag,“ upplýsir Mímir Arnórsson lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Í rannsókn á algengi geðlyfja- notkunar eldri Íslendinga utan stofnana sem var gerð árið 2006 kom í ljós að einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006 og þar af var fjórðungur geðlyf. Algengust var notkun kvíðastill- andi lyfja og svefnlyfja eða 58,5 prósent á meðal karla og 40,3 pró- sent á meðal kvenna. Ekkert bend- ir til þess að notkun þessara lyfja fari minnkandi og ef svefnlyfin eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að árið 2007 seldust 70,52 skil- greindir dagskammtar af svefn- lyfjum fyrir hverja þúsund íbúa á dag en árið 2009 voru þeir 72,74. Á sama tíma hefu r notk- un svefnlyfja dregist saman í nágrannalönd- unum. „Danir fóru í mikið átak t i l að minnka notkun svefnlyfja en aðal hvatinn var sá að óbeinn kostnaður af notkun þeirra er mikill og þá sérstaklega hjá gömlu fólki. Lyfin valda því að fólk verður valt á fótunum og oft hljótast af því beinbrot sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni enda líkur á því að gömul mann- eskja sem dettur og lærbrotnar verði föst inni á sjúkrastofnun í langan tíma,“ segir Mímir. Hann bendir á að svefnlyf séu að fullu greidd af notendum og að því sé ekki beint hagræði fyrir ríkið að draga úr notkun þeirra. „Hins vegar mætti velta fyrir sér hver óbeini kostnaðurinn sé.“ Sé notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja borin saman við notk- un í Danmörku kemur í ljós að hún er tvöfalt meiri hér á landi og um 30 prósentum meiri en í Finn- landi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýringin? „Þetta virðist vera lenska hjá okkur og svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man en ég hef verið í faginu í fjörutíu ár,“ segir Mímir. En hver skyldu langtímaáhrif svefnlyfjanotkunar vera? Aðal- steinn Guðmundsson öldrun- arlæknir var inntur eftir því: „Svefnlyf geta meðal annars aukið byltuhættu, dregið úr vitrænni getu og einbeitingu og eru vana- bindandi, sérstaklega ef um lang- varandi notkun er að ræða. Það má þó ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem vítahringur svefntruflana getur haft á lífsgæði einstaklinga en við meðferð svefntruflana er þó mikilvægt að greina orsakir vandans, enda ýmis önnur ráð svo sem breytingar á lífstíl eða venj- um sem geta hjálpað eða dregið úr þörf fyrir svefnlyf.“ Aðalsteinn segir yfirleitt mælt með því að notkun svefnlyfja sé tímabundin og í lægstu mögulegu skömmtum en reyndin sé þó önnur. „Verk- un þeirra minnkar þegar líður á meðferð og viðkomandi verður háður lyfinu. Þá getur verið erfitt að venja fólk af notkun svefnlyfja og ýmis fráhvarfseinkenni geta komið fram.“ vera@frettabladid.is Notkun svefnlyfja eykst enn Mímir Arnórsson Sinn er siður í landi hverju. Í Finnlandi skellir fólk sér í ískalt vatn eftir heitt sánabað til að koma blóðinu á hreyfingu og segir það gera kraftaverk fyrir útlitið. Á Englandi setja menn kælda tepoka á augnlokin til að koma í veg fyrir bauga og í Póllandi hafa konur frá ómunatíð borið hunang á varirnar til að fá í þær mýkt og raka. Heimild: brudurin.is Á veitingahúsinu Culiacan, við Suðurlandsbraut 4a, er ýmislegt góðgæti á matseðlinum. Stað- urinn sérhæfir sig í heilsusam- legum mat á mexíkóska vísu. Hægt er að velja um marga rétti en vinsælast er burrito, quesa- dillas og tostada. Réttirnir eru gerðir jafnóðum og því alltaf ferskir og nákvæmlega eins og kúnninn vill hafa þá. Á Culiacan eru sósur og salsa alltaf gerð frá grunni og því laus við óæskileg aukaefni. Guacamole er lagað úr ferskum avócadó og kryddjurt- um daglega. Lögð er áhersla á fyrsta flokks hráefni og er allur maturinn mjög fitusnauður og að sjálfsögðu án MSG og transfitu. Culiacan tekur líka pantanir fyrir hópa og veislur. Hægt er að fá partýplatta sem eru fyrir 3-4 en fyrir 10 manns eða fleiri er svokallaður hópamatseðill mjög vinsæll. Þá er vinsælustu réttunum blandað saman og þeir afgreiddir í kössum tilbúnir til framreiðslu. „Fólk hefur verið að taka þetta í fermingar og ýmislegt annað. Verðið er mjög sanngjarnt eða kr. 1.390 á mann- inn. Í þessu eru blandaðir rétt- ir og svo fylgja nachos-flögur og sósur með. Þetta er eflaust ódýrasti kosturinn í svona mat í dag. Við náum að stilla verðinu í hóf því þetta eru allt hlutir sem eru á matseðlinum okkar og við afgreiðum þá í ódýrum umbúð- um. Fólk getur svo raðað sjálft á fín föt og diska ef það vill,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Culiacan. Gott er að panta fyrir veislur með að minnsta kosti dags fyrirvara í síma 533 1033. Veislumatur á góðu verði Hot ’n’ Sweet salat með kjúkling og guacamole. Quesadillas eru grilluð og skorin í sneiðar.Burritos er á hópamatseðlinum. Culiacan er við Suðurlandsbraut 4a. Culiacan tekur við pöntunum fyrir hópa og veislur. Kynning Notkun svefnlyfja ætti að vera tímabundin en reyndin er önnur. Notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja er áberandi meðal eldra fólks á Íslandi og fer vaxandi. Notkun þessara lyfja hefur löngum verið meiri hér en á hinum Norðurlöndunum þar sem hún fer minnkandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.