Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 18
15. MARS 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● gull og úrsmiðir Jens ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í hálfa öld. Þriðja kynslóð fjölskyldunnar hefur breikkað og bætt við vörulínu Jens og stefnir meðal annars á erlendan markað með skartgripalínuna Uppsteyt. „Við höfum þróað okkar eigin stíl hjá Jens og erum þekktust fyrir hrjúfa áferð og íslenska steina í skartgripum,“ útskýrir Berglind Snorra, gullsmiður og vöruhönnuð- ur hjá Jens. „Þetta kemur Íslend- ingum ekkert á óvart en útlend- ingunum finnst þetta merkilegt og spennandi og við höfum þróað sér- staklega vörulínu fyrir erlendan markað sem heitir Uppsteyt.“ Skartgripalínan Uppsteyt er nú seld í London og Manchester og nýtur einnig mikilla vinsælda hér á landi. Skartgripir eru þó ekki það eina sem Jens gullsmiðir leggja fyrir sig en í nokkur ár hefur lína af gjafa- vörum úr stáli og íslenskum stein- um verið hönnuð og framleidd hjá Jens. „Þetta er orðin nokkuð breið lína gjafavara í dag, allt frá sultu- skeiðum, tertuspöðum og ostahníf- um upp í skálar, skóhorn og fleira,“ segir Berglind en von er á brúðar- gjafalista með gjafavörunum frá Jens með vorinu. „Fólk nýtir þessar vörur einn- ig mikið í gjafir til vina erlendis vegna íslensku steinanna, en mun- irnir eru framleiddir úr eðalstáli sem heldur sér alltaf skínandi fínt.“ Sjálf er Berglind þriðja kynslóð innan fjölskyldufyrirtækisins og byrjaði að vinna þar fimmtán ára. Hún er menntaður gullsmiður en útskrifaðist einnig úr húsgagna- og vöruhönnun frá Englandi árið 2007. Þegar heim var komið bætti hún við vöruúrval Jens. „Mér finnst mjög gaman að blanda saman skartgripahönnun og vöruhönnun. Við erum að hanna vörur eins og ljós, borð, kerta- stjaka og plötustanda og einn- ig milliveggi sem henta bæði fyrir heimili og fyrirtæki, svo Jens er orðið sannkallað hönnunarhús.“ Uppsteyt hjá Jens Berglind Snorra, gullsmiður og vöruhönnuður, er þriðja kynslóð innan fjölskyldu- fyrirtækisins Jens ehf. MYND/GVA Hringur úr línunni uppsteyt Hálsmen úr línunni Uppsteyt Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is s. 512 5432. Jennifer Lopez hefur haslað sér völl í heimi tískunnar með skartgripalínu, eyrnalokkum, armböndum og fleiru. Leikkonan Kate Bosworth og stíl- istinn Cher Coulter hafa verið vin- konur um nokkurt skeið. Síðla árs 2010 settu stöllurnar á markað nýja skartgripalínu, JewelMint, fyrir vor og sumar 2011, en hún samanstendur meðal annars af löngum eyrnalokkum, hálsfestum og stórum hringum. Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur hannað töluvert fyrir TopShop. Síðasta framlag hennar fyrir keðjuna var skart og fleiri fylgihlutir. Stjörnu- stáss „Hún er fyrir stelpur á öllum aldri, frá þrett- án ára og upp úr,“ lét Lily Allen hafa eftir sér þegar hún kynnti eigin skartgripalínu til sögunnar. Línan er lífleg og skemmtileg á að líta og því svo sannarlega í anda tónlistarkonunnar hæfileikaríku. Sífellt bætist í hóp Hollywood-stjarna sem reyna fyrir sér í tískuhönnun með misjafnri útkomu, enda nægir aðdáendum víst ekki lengur að bera þær augum á hvíta tjaldinu heldur vilja ganga lengra með því að líta út og jafnvel lykta eins og átrúnaðargoðin sín. Sean „Puff Daddy“ Combes hefur sett á markað fatnað, skart, úr og fylgihluti undir merkjunum Bad Boy Sportswear, Sean John, Sean John Accessories og Sean John Tailored. Síðumúla 35 www.jens.is fur hringur með íslenskum stein

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.