Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 30
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 BAKÞANKAR Sifjar Sig- mars dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. búsmali, 6. frá, 8. meðvitundar- leysi, 9. besti árangur, 11. guð, 12. traðk, 14. högg, 16. tveir eins, 17. stilla, 18. stansa, 20. skammstöfun, 21. svall. LÓÐRÉTT 1. þó, 3. klukka, 4. undirbúningspróf, 5. borða, 7. ávöxtur, 10. skaði, 13. meiðsli, 15. maður, 16. hugfólginn, 19. verkfæri. LAUSN LÁRÉTT: 2. búfé, 6. af, 8. rot, 9. met, 11. ra, 12. tramp, 14. spark, 16. kk, 17. róa, 18. æja, 20. fr, 21. rall. LÓÐRÉTT: 1. samt, 3. úr, 4. forpróf, 5. éta, 7. ferskja, 10. tap, 13. mar, 15. karl, 16. kær, 19. al. Hvað sérðu eiginlega við hann, Bibba? Hann er náttúr lega helber fábjáni! Er það satt að hann gangi bara í fíla- nærbuxum? Já! Og hann klippir ranann af þeim! Hvað finnst þér? Sjúúúkt! Þú verður að losna við hann Bibba mín, strax! Hann fær þau skilaboð. Trúðu mér! Ívar! Við þurfum að tala saman! Láttu mig þekkja það! Ég hef aldrei lagst svona lágt, Sigmundur! Ég er ekki að fara að yfirheyra þig, Palli. Trúðu mér, ég veit vel að það getur verið kjánalegt að tala um kynlíf við pabba sinn. En það þarf ekki að vera það. Þú verður bara að segja mér ef þér fer að líða kjánalega. „Fer að líða“? Hvað er í matinn? Ég er að elda eins hratt og ég get! Ég var bara að vaska upp diskana frá hádeginu! Af hverju þarf ég alltaf að gera mat fyrir alla? Hvar setti ég spergilkálið? Ég sver það, ef síminn hringir einu sinni enn þá ÖSKRA ég! Hvað er í matinn? Kjúlli og stresskast. Snáfaðu! Ha! Burt með þig... HíhíHíhí Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæða- greiðslu þann 9. apríl 2011, hefst við embætti sýslu- mannsins í Reykjavík, Skógarhlíð 6, þann 16. mars nk. og er opin á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 – 15:30 virka daga. Laugardaginn 19. mars nk. er opið frá kl. 12:00 – 14:00. Laugardaginn 26. mars nk. og sunnu- daginn 27. mars nk. er opið frá kl. 12:00 – 14:00. Frá og með mánudeginum 28. mars nk. fer atkvæða- greiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 -22:00. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 – 17:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík Útvarpið er bilað, önnur framrúðan lokast ekki og einn hjólkoppanna er týndur. Þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum hefur verið lýst sem brotajárni á hjólum. Í umsókn um bílatryggingu sem ég fyllti út á netinu á dögunum ákvað ég að láta þess ógetið. Í Bretlandi fer verð bílatrygginga m.a. eftir því á hvernig bíl maður ekur, hvar maður býr og við hvað maður starfar. Hvorki titillinn „dálkahöf- undur“, „blaðamaður“ né „rithöfundur“ uppskar hagstæðu iðgjöldin sem ég leitaði að. Eftir að hafa fiktað aðeins í eyðublaðinu og teygt á starfslýsingu minni með hug- myndafluginu endaði ég með titilinn „próf- arkalesari“ og lækkað verð. Það var þó ekki fyrr en ég fyllti út reitinn „kyn“ sem ég datt í lukkupottinn. Í Bretlandi greiða konur allt að þriðjungi lægri bílatrygging- ar en karlar. En Adam – eða kannski held- ur Eva – var ekki lengi í Paradís. ÞRÁTT fyrir alla konur-eru-svo- lélegir-bílstjórar-brandarana sýna rannsóknir að konur eru langtum betri ökumenn en karlar og hefur slíkt áhættumat legið til grund- vallar mismunandi iðgjöldum. Nú hefur Evrópusambandið hins vegar kveðið á um að ekki megi lengur nota kyn umsækjanda sem forsendu þegar tilboð eru gefin í bílatryggingar. ÞÓTT tíminn hafi sorfið hugmyndafræði æskuára minna, sem að mestu hefur vikið fyrir pragmatisma og raunsæi, hef ég þó enn engan afslátt gefið af jafnréttishug- sjóninni. Sem ákafur jafnréttissinni voru fyrstu viðbrögð mín að fagna þessu skrefi að réttlátari heimi. En svo tók kalt raun- sæið við. FYRIR rétt rúmri viku var alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur í hundraðasta sinn. Hundrað árum eftir að deginum var komið á eigum við hins vegar langt í land með að tryggja konum jafnrétti á við karlmenn. Með einu pennastriki virðist Evrópusambandið geta útrýmt fjárhags- legu misrétti sem karlar eru beittir við töku bílatrygginga. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að gera slíkt hið sama við fjárhagslega misréttið sem 17,5% launa- munur kynjanna í Evrópusambandinu er? HUGSJÓNAMANNESKJAN í mér kann að hafa samúð með fótum troðnum karl- mönnum. Hún er á því að ranglæti verði ekki bætt með öðru ranglæti. Raunsæis- manneskjan í mér er hins vegar á öðru máli. Hún er þeirrar skoðunar að konur ættu þá aðeins að niðurgreiða lélega aksturs hæfileika karla með iðgjöldum sínum að þeim hafi verið tryggð jöfn laun. Þangað til geta lægri bílatryggingar konum til handa talist launauppbót. Fótum troðnir karlmenn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.