Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 34
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 sport@frettabladid.is KR OG SNÆFELL áttu bæði tvo leikmenn í úrvalsliði 12. til 22. umferðar í Iceland Express deildar karla sem var valið í gær. Snæfellingarnir Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson eru í liðinu ásamt KR-ingunum Pavel Ermolinskij og Marcus Walker en fimmti maðurinn er síðan Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Sigmundur Már Herberts- son var valinn besti dómarinn og Helgi Rafn Viggósson í Tindastóli var valinn dugnaðarforkurinn. Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun. KÖRFUBOLTI Jón Ólafur Jónsson, framherji Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í gær valdir bestir í seinni umferð Iceland Express deildar karla. Jón Ólafur hefur farið fyrir óvæntri en frábærri frammistöðu Hólm- ara í vetur og Hrafni tókst eftir slaka frammistöðu framan af vetri að koma KR-liðinu í gírinn eftir áramót þrátt fyrir að flest önnur lið í deildinni hafi bætt við sig erlendum leikmönnum. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta,“ sagði Jón Ólafur Jónsson. „Ég hef ekki verið að fá mikið af svona áður og ég get ekki sagt annað en að það sé mjög skemmti- legt, sérstaklega þegar bæði manni sjálfum og liðinu gengur svona vel,“ sagði Jón, sem setti stefnuna hátt skömmu eftir að titillinn var í höfn í fyrra. „Ég tók mér ekki langa pásu eftir að við unnum titilinn. Ég beið kannski í viku en fór að pæla í því strax að ég þyrfti að fara að styrkja mig til þess að reyna að hjálpa til við að fylla skarðið undir körfunni. Ég vissi að ég þurfti að rífa upp minn leik, bæði í fráköst- um, stigaskori og varnarleik,“ segir Jón Ólafur. Jón Ólafur var ekki eini Snæfell- ingurinn í liðinu því þar var einn- ig Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Þeir hafa báðir bætt mikið við sinn leik frá því í fyrra og séð til þess að Hólmarar hafa getað unnið sig út úr því að missa lykilmenn eins og Hlyn Bæringsson og Sigurð Þor- valdsson. „Þeir eru búnir að bæta sig töluvert frá því í fyrra og eru búnir að vera miklir leiðtogar í vetur,“ sagði Ingi Þór Steinþórs- son, þjálfari Snæfellsliðsins. Báðir hafa þeir hækkað sig mikið í stig- um, fráköstum og stoðsendingum. „Þeir eru búnir að vera mjög sterkir inni í heildinni og hafa kannski komið mörgum á óvart. Nonni og Pálmi voru mjög sterkir í liðskeðjunni í fyrra en eru að sýna það í vetur að þeir eru tilbúnir að stíga fram þegar liðið hefur vantað það. Þetta sýnir hversu fjölhæfir þessir menn eru,“ segir Ingi Þór, ánægður með sína menn. Hrafn Kristjánsson stýrði KR til sigurs í 9 af 11 deildarleikjum eftir áramót auk þess sem KR vann bik- arinn í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Þetta er búið að vera mjög fínt eftir áramót. Við þurftum að taka okkur saman í andlitinu og fórum í gríðarlega mikla vinnu yfir áramótin. Bikarmeistara- titillinn var örlítil krýningar- stund í þeirri vinnu og við geng- um í framhaldinu í gegnum smá klassíska bikartimburmenn. Við erum búnir að hrista það af okkur og erum búnir að eiga tvær mjög góðar æfingavikur,“ segir Hrafn. Hann á tvo leikmenn í úrvals- liðinu, Pavel Ermolinskij og Mar- cuc Walker, en sá síðarnefndi bætti sig mikið eftir áramót, þar á meðal um 9,3 stig í leik. „Það kom ekki til greina að bæta við erlendum leikmanni eins og hin liðin. Við vorum að spila aðeins undir getu og það var miklu hollara fyrir þessa stráka að finna þörf í sjálfum sér til þess að bæta sinn leik. Það er miklu meira gefandi að styrkja liðið innan frá en kaupa að miða frá Iceland Express. Við erum mjög stoltir af því að hafa farið þá leið,“ segir Hrafn. ooj@frettabladid.is Tók sér ekki langa pásu í sumar Jón Ólafur Jónsson var í gær valinn besti leikmaður seinni umferðar Iceland Express deildar karla. Hann spilaði vel í fyrra og hefur bætt sinn leik mikið í vetur eftir að Snæfellsliðið sá á eftir sterkum mönnum. Besti þjálfarinn, Hrafn Kristjánsson, ákvað að styrkja KR-liðið innan frá um áramótin og sér ekki eftir því. KÁTIR HÓLMARAR Jón Ólafur Jónsson með Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, og Pálma Frey Sigurgeirssyni sem var einnig í úrvalsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son, kvennalandsliðsþjálfari í fót- bolta, var nokkuð sáttur við riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í gær. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Það var mjög fínt að losna við Frakkland og það vildi engin þjóð mæta Þjóð- verjum,“ sagði Sigurður Ragnar þegar Fréttablað- ið heyrði í honum í gær. Hann var úti í Sviss ásamt Klöru Bjartmarz. „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölu- lega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppn- ari og óheppn- ir með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Þær hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við,“ sagði Sig- urður Ragnar en það má búast við því að Ísland berjist við Noreg um sigurinn í riðlinum sem gefur sæti í úrslita- keppninni í Svíþjóð. „Þær eru með gott lið og kom- ust á úrslitakeppni HM og fóru í undanúrslitin á síðasta EM. Þær eru yfirleitt í lokakeppnum og standa sig vel. Þær hafa mikla hefð og eru með gott lið. Við telj- um að við séum með engu síðra lið þannig að bilið er alltaf að minnka á milli okkar. Við erum bara spennt fyrir að mæta þeim,“ segir Sigurður Ragnar en hann var ánægður með að fá tækifæri til mæta mörgum nýjum þjóðum sem stelpurnar hafa ekki verið að spila við undanfarin ár. „Við vor um pí nu óheppi n með liðin í neðri styrkleikaflokk- unum því þar fengum við yfir- leitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenska liðið gæti byrjað á móti Búlgar- íu í Búlgaríu 19. maí en það er ekki endanlega búið að staðfesta þann leik. Fyrri viðureignin á móti Noregi verður hins vegar á Laugar- dalsvellinum 17. sept- ember næstkomandi og liðin mætast síðan aftur í Noregi í lokaleik riðils- ins rúmu ári síðar. - óój Stelpurnar okkar lentu í riðli með Noregi í EM: Fínt að losna við Þjóðverja og Frakka SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFS- SON Er að fara inn í sína aðra undankeppni fyrir Evrópu- mótið. Iceland Express kvenna Sex liða úrslit, leikur tvö Njarðvík-Haukar 83-55 (35-19) Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 24, Julia Demirer 16, Ólöf Helga Pálsd. 10 (5 stoðs.), Eyrún Líf Sigurðard.9, Dita Liepkalne 8 (15 frák.), Ína María Einarsd. 7, Anna María Ævarsd.4, Emelía Ósk Grétarsd.4, Árnína Lena Rúnarsd.1. Stig Hauka: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11 (8 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdánardótir 9, Kathleen Snodgrass 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Ína Salóme Sturludóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Helga Jónasdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 1 Njarðvík vann einvígið 2-0 og mætir Hamar. Snæfell-KR 76-84 (33-35) Stig Snæfells: Monique Martin 20 (10 frák.), Laura Audere 19, Berglind Gunnarsd. 13, Alda Leif Jónsd. 10 (6 stoðs.), Hildur Björg Kjartansd.6, Sara Mjöll Magnúsd. 3, Björg Guðrún Einarsd. 3, Helga Hjördís Björgvinsd. 2. Stig KR: Chazny Morris 25, Margrét Kara Sturlud. 23, Hildur Sigurðard.14 (5 frák./5 stoðs.), Guðrún Gróa Þorsteinsd. 10, Hafrún Hálfdánard.4, Signý Hermannsd. 3, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 3, Svandís Anna Sigurðardóttir 2. KR vann einvígið 2-0 og mætir Keflavík. ÚRSLIT Í GÆR MARGRÉT KARA STURLUDÓTTIR Skoraði 23 stig fyrir KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.