Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 38
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 BESTI BITINN Í BÆNUM Valdís Óskarsdóttir er að skrifa handrit að nýrri gamanmynd sem nefnist Þrír menn, tvær konur, eitt lík og lögga. „Titillinn segir voðalega mikið. Þetta fjallar svolítið um þeirra samverustundir og hvernig líf þessa fólks fléttast saman,“ segir Valdís. Hún hefur unnið með leikurunum í Vesturporti í síðustu tveimur myndum sínum, Sveitabrúðkaupi og Kóngavegi en hefur ekki ákveðið hvort áframhald verði á því sam- starfi. Valdís, sem hefur getið sér gott orð bæði sem leikstjóri, handritshöfundur og klippari, segist ekki vita hvenær tökur á myndinni geta hafist eða hvort hún muni leikstýra. Fyrst þarf hún að ljúka við handritið, sækja um styrki og svo framvegis. „Ástandið á Íslandi er ekki alveg það besta til að framleiða bíó- myndir. Það er lítið um peninga og mikill niðurskurður. Það er best að byrja á að klára handritið og sjá svo til.“ Hún getur vel hugsað sér að gera aðra mynd eins og Sveitabrúðkaup þar sem spuni leikar- anna spilaði stóra rullu. „Það er ekki hægt að fá styrk frá Kvikmyndamiðstöð til að vinna mynd sem er ekki með fullskrifað handrit, því miður. Ég þarf að róa á önnur mið og reyna að finna einhverja leið til að framleiða myndir sem eru ekki alveg eftir bókinni,“ segir hún. Síðasta mynd hennar, Kóngavegur, kom út fyrir rúmu ári og fékk hún góðar viðtök- ur, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Frétta- blaðinu. Með aðalhlutverkin fóru Gísli Örn Garðarsson og Þjóðverjinn Daniel Brühl. -fb Valdís með nýja mynd á teikniborðinu SKRIFAR HANDRIT Valdís Óskarsdóttir er að skrifa kvikmyndahandrit sem nefnist Þrír menn, tvær konur, eitt lík og lögga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við ætlum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og sjá hvort það virkar,“ segir leikkonan Mar- grét Sverrisdóttir. Margrét hefur tekið við Stund- inni okkar ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Oddi Bjarna Þorkelssyni. Ný þáttaröð af ást- sælasta barnaþætti Íslandssög- unnar hefst í haust, en Margrét og Oddur eru þegar byrjuð að leggja drög að þáttunum. Um hundrað umsóknir bárust Ríkissjónvarp- inu vegna lausrar stöðu umsjónar- manns Stundarinnar á dögunum eftir að leikarinn Björgvin Franz Gíslason ákvað að segja skilið við þáttinn og flytja með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. „Þetta leggst gríðarlega vel í okkur. Við skrifum þættina saman og ég sé um að leika,“ segir Margrét og játar að þau séu mikið áhugafólk um barnaefni. „Við höfum undanfarin ár unnið mikið í barnaefni,“ segir hún. „Við höfum verið sérlegir aðstoð- armenn jólasveinanna í Dimmu- borgum. Svo erum við að leik- stýra leikhópnum Lottu, sem er ferðaleikhópur sem sýnir fyrir börn á sumrin.“ Börn geta verið harðir gagn- rýnendur og Margrét segir að pressan sé mikil þar sem þau eru að taka við einu af flaggskipum Sjónvarpsins. „En við reynum að hugsa ekki um það og ætlum að gera þetta almennilega. Reynslan hefur sýnt okkur að það er ekki hægt að geðjast öllum. Fólk hefur mismunandi smekk,“ segir hún. Spurð hvort Stundin okkar sé það stærsta sem reynsluboltar í barnaefni á Íslandi geti tekið að sér hikar hún ekki og segir svo vera. „Þetta er elsti sjónvarps- þátturinn fyrir utan fréttir. Það hafa allir skoðun á Stundinni okkar. Þetta er gríðarleg ábyrgð.“ atlifannar@frettabladid.is MARGRÉT SVERRISDÓTTIR: GERUM ÞAÐ SEM OKKUR FINNST SKEMMTILEGT GRÍÐARLEG PRESSA AÐ TAKA VIÐ STUNDINNI OKKAR SAMRÝMD HJÓN Margrét og Oddur ætla að skrifa Stundina okkar saman, en hún sér um að leika. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kvikmyndin Glæpur og samviska verður frumsýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum 25. mars. Myndin hefur verið í vinnslu í fjögur ár og var alfarið tekin upp á Austurlandi með áhugaleikurum. „Þetta er stórt íslenskt drama sem gerist í þessari hrikalegu náttúru sem hér er,“ segir leik- stjórinn Ásgeir Hvítaskáld. „Meira og minna allir sem kunna eitt- hvað að leika á svæðinu tóku þátt í myndinni og það mæta örugg- lega um áttatíu manns á frumsýn- inguna.“ Hann fékk í tvígang styrk frá menningarráði Austurlands til að taka upp myndina, auk þess sem fyrirtæki á svæðinu veittu styrki. Aðaltökustaðurinn var Eiðaskóli og var það eigandinn, framleið- andinn Sigurjón Sighvatsson, sem lánaði þeim skólann fyrir tök- urnar. Tónlistarmaðurinn Bjart- mar Guðlaugsson, sem býr fyrir austan, leikur eiganda listagall- erís í einu atriði. „Hann fer alveg á kostum,“ segir Ásgeir og heldur áfram um myndina: „Þetta er stór og flókin mynd og það eru margar persónur og margar sögur. Mynd- in fjallar um glæp og þá samvisku sem tengist honum.“ Ásgeir bjó í Danmörku í sextán ár og lærði þar kvikmyndagerð. Handrit myndarinnar var þróað á handritaverkstæði þar í landi. „Ég var með þetta í rassvasanum þegar ég kom heim og allt í einu sá ég möguleika á að gera þetta á Austurlandi.“ Björn Thoroddsen, Margrét Eir og Svavar Knútur eru á meðal þeirra sem eiga tónlistina í mynd- inni, sem verður einnig sýnd á Akureyri, í Reykjavík og víðar. -fb STYTTIST Í FRUM- SÝNINGU Kvikmyndin Glæpur og sam- viska verður frum- sýnd í Valaskjálfi á Egilsstöðum 25. mars. Leikstjóri myndarinnar er Ásgeir Hvítaskáld. Íslenskt drama á Austurlandi „Það eru nokkrir staðir sem koma til greina, það fer eigin- lega bara eftir skapi. Það sem kemur fyrst upp í hugann er Saffran og SuZushii, svo klikkar Búllan seint.“ Bjarni Þór Jensson, söngvari hljómsveitar- innar Cliff Clavin. e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Outlet Síðasti tilboðsdagur er í dag 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 8000... Nokkur verð Andersen & Lauth Outlet, Laugavegi 86-94

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.