Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 SJÁVARÚTVEGUR Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildar- kerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlut- fall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu. Sex þingmenn stjórnar- flokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarp- ið yrði tilbúið fyrir síðustu mán- aðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildarafla- markinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlut- deildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru helstar líkur á að upp- hafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimm- tán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvóta- hafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildar- aflans standa nú þegar utan afla- markskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki upp- sjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins verður framsal aflaheim- ilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðu- búna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs Fimmtudagur skoðun 22 Sérblað \\ Fimmtudagur 17. mars 2011 \\ Kynning & Á dögunum tilkynnti finnski farsímaframleiðandinn Nokia samstarf við hugbúnaðarrisann Microsoft sem felst í því að snjallsímar Nokia munu í framtíðinni byggja á Windows Phone-farsímastýrikerfinu frá Microsoft. „Við teljum þetta afar jákvætt skref og að spennandi tímar séu í vændum fyrir notendur Nokia,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri Nokia hjá Hátækni, sem hefur verið umboðsaðili fyrir Nokia á Íslandi síðan 1985 og er elsti starfandi samstarfs- og dreif-ingaraðili Nokia í heiminum.„Búast má við fyrsta Windows Phone-síma Nokia í verslanir á fyrsta fjórðungi næsta árs, en Symbian-stýrikerfið, sem Nokia notar núna, mun áfram verða í símum þeirra til að minnsta kosti 2013. Að þeim tíma liðnum verð-ur samspilið fullkomnað; Nokia og Windows Phone renna saman,“ segir Þorsteinn með tilhlökkun, því víst er að snjallsímar verða þá ekki í líkingu við það sem nú þekkist. Nokia býst við að framleiða og selja 150 milljónir snjallsíma með Symbian-stýrikerfinu á næstu tveimur árum, en hingað til hafa selst 200 milljónir Symbian-síma. Því er ljóst að þróun Symbian er á fullri ferð. Von er á stórum upp-færslum á Symbian á árinu og munu uppfærslur ná til margra síma sem eru á markaðnum núna, eins og til dæmis N8 og C7.„Í fjöldamörg ár hefur samstarf Nokia og Microsoft verið náið, en nú stíga þeir skrefið til fulls. Microsoft Office hefur lengi verið búnaður í viðskipta-snjallsímum frá Nokia, en með því að samein-ast um Windows Phone-stýrikerfið auka þessir miklu risar styrk sinn til muna,“ segir Þorsteinn og legg- ur áherslu á mikilvægt atriði fyrir núverandi notendur Nokia.„Allt sem Nokia hefur sérstak-lega þróað í sína síma mun halda sér, eins og Ovi Maps, sem er lang-besta GPS- og staðsetningartæki sem völ er á í farsíma, og hug-búnaðarverslunin Ovi Store mun renna saman við Windows Mark-et og gera sameinaða hugbúnað-arverslun þeirra enn stærri og betri,“ segir Þorsteinn og útskýr-ir betur hugtakið snjallsímar.„Snjallsímar eru í raun litlar margmiðlunartölvur og hafa það umfram aðra farsíma að í þá má setja alls kyns forrit. Viðskipta-símar eru svo sér á parti, með viðbótarstuðningi við tölvupóst lausnir, Microsoft Exchange Serv-er, Lotus Notes Traveler og fleiri forrit, ásamt öflugum viðhengja-stuðningi við Windows-skjöl, eins og Word og Excel, þar sem hægt er að vinna með skjölin í símanum eins og í hverri annarri tölvu. Úr þeim er einnig hægt að senda mjög auðveldlega skjöl yfir í HP- prent-ara og sterkur stuðningur er við IP-símkerfi. Nokia mun því halda áfram sínu „bragði“ í nýju stýri-kerfi og nýjum heimi,“ segir Þor-steinn um heillandi framtíð Nokia-snjallsíma. „Hluti af samstarfi Microsoft og Nokia er að byggja upp nýtt vistkerfi fyrir notendur s j llþ koma saman og veita heildstæða upplifun. Inn í þetta nýja vistkerfi mun Nokia leggja mikið af mörk-um með sinni tækniþróun sem unnin hefur verið á síðustu áratug-um, enda hefur Nokia verið leið-andi í framleiðslu farsíma í heim-inum. Enginn farsímaframleið-andi hefur gengið eins langt í að aðlaga síma að íslensku umhverfi og Nokia, og svo verður vitaskuld áfram þegar íslenskur Windows Phone lítur dagsins ljós, en hann verður með hraðritunarstuðningi og íslenskum stöfum í lyklaborði. Það er því ljóst að það eru spenn-andi tímar fra ● Nokia er stærsti farsímaframleið-andi heims með 35% markaðs-hlutdeild í heildarsölu farsíma og snjallsíma. ● Fyrsti síminn með innbyggðum Mp3 spilara var 5510 sem kom í sölu árið 2001. Fyrsti síminn með snertiskjá frá Nokia var 7710 sem kom í sölu árið 2004.● Samkvæmt könnun MMR sem birt var í febrúar 2011 er Nokia með um 63% markaðshlutdeild á Íslandi í heild sinni en 51% í flokki snjallsíma. ● Nokia 6210 var fyrsti farsíminn frá Nokia á íslensku og kom í sölu árið 2000. Síðan þá hefur Nokia íslenskað nærri alla síma sem fyrirtækið hefur sent frá sér.● Árið 2007 keypti Nokia korta-fyrirtækið Navteq sem er stærsta fyrirtæki sinnar teg-undar í heiminum og framleiðir landakort fyrir Ovi Maps og Garmin svo eitthvað sé nefnt.● Nokia 1100 er mest selda raftæki í heiminum, fyrr og síðar. Talið er að allt að 250 milljónir eintaka hafi selst af þessum síma. ● Árið 2010 seldi Nokia 110 millj-ónir snjallsíma, sem samsvara 37% heimsmarkaðshlutdeild á snjallsímamarkaði. ● Fyrsti myndavélasíminn var Nokia 7650, sem kom í sölu árið 2002. Árið 2010 kom síðan Nokia N8 í sölu, sem er fyrsti farsíminn með 12 megapixla myndavél frá Nokia. ● Nokia rekur öfluga forritaveitu (Apps) sem heitir Ovi Store. Þar fást nú yfir 30.000 forrit og hlaða notendur 4 milljónum forrita á dag niður fyrir hinar ýmsu tegundir Nokia-síma.● Nokia var stofnað árið 1885 og hefur á þeim tíma selt og framleitt langan li 10 áhuga- verðir punktar um Nokia Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri Nokia hjá Hátækni, segir spennandi tíma í vændum hjá Nokia, en samstarf finnska farsíma- framleiðandans við bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft mun hafa miklar og ánægjulegar breytingar í för með sér. MYND/VILHELM Spennandi tímar framundan Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Handtöskur eru að minnka á ný eftir langt tímabil þar sem þær stóru hafa haft yfirhöndina. Nú þegar allar nauðsynjar eru komnar í farsímann (sími, spegill, myndavél, dagbók og fleira) þykja þær helst til rúmar. Nú passa þær margar hverjar í lóf-ann eða undir arminn. Marteinn Sindri Jónsson, stigavörður í spurningaþættinum Gettu betur, vekur athygli fyrir fágaðan stíl: Stig vörður í nýju vaxjakka Þ etta er enskur vaxjakki sem ég er nýbúinn að kaupa mér. Ég þarf sjálfur að bera á hann vax, sem er svolítil stemning; að þurfa að halda honum við “ segir Martei Si d i teg. MARE - push up fyrir stærri stelpurnar í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Glæsilegur sparifatnaður fyrir fermingar- 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Farsíma & Internetþjónusta 17. mars 2011 63. tölublað 11. árgangur Kringlukast Opið til 21 í kvöld Skór með sögu Hátt í tvö hundruð skópör úr ýmsum áttum verða til sýnis í Borgarnesi um helgina. allt 3 Samstaða skiptir máli Hulda Bjarnadóttir er nýr framkvæmdastjóri FKA. tímamót 30 Í miklum metum Arnaldur Indriðason þykir einn af tíu bestu spennusagnahöfundum Evrópu í dag. fólk 54 STUÐLABERG Í AUSTURSTRÆTI Uppbygging á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg gengur vel, en áætlað er að framkvæmdum ljúki í maí. Stigahús sem tengir byggingarnar hefur verið klætt með íslensku stuðlabergi. Fremst á myndinni er Austurstræti 22 sem var byggt 1802, en á baklóðinni er verið að endurbyggja Nýja bíó, sem var byggt árið 1920, í Jugend-stíl, en brann árið 1998. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stuðlað að nýliðun með leigukvótaþingi Auðvelda á nýliðun og styrkja byggðir með breytingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Kvótaleigumarkaður verður settur á laggirnar. Kvótahafar munu áfram fá hlutdeild í heildarafla. Aukin skattheimta á útgerðina er ekki á döfinni.ÉLJAGANGUR Suðvestan 5-10 m/s í dag með éljum S- og V- til en úrkomulítið NA-lands. Frost 0-8 stig. VEÐUR 4 -2 -4-5 -2 -2 FÓLK Latibær undirritar á næst- unni samning við kínversku sjón- varpsstöðina CCTV sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni. „Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku,“ segir Magnús Scheving, höfundur Lata- bæjar. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kín- versku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Latabæ. Tæki- færið kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ í fyrra. - fb / sjá síðu 54 Íþróttaálfurinn á kínversku: Latibær í fyrsta sinn til Kína Við frumvarpsgerðina hefur mjög verið horft til meginsjónarmiða meirihluta átján manna starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Farið að tillögum Fjörið byrjar í kvöld Úrslitakeppninnar í körfuboltanum er beðið með mikilli eftirvæntingu. sport 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.