Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 22
22 17. mars 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæsti- réttur með ákvörðun 25. janúar 2011 og lýsti kosn- ingu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 ógilda. Ákvörðun Hæstarétt- ar verður ekki hnekkt og með lagasetningu sinni fól Alþingi æðsta handhafa dómsvaldsins endanlegt úrskurðarvald Ákvörðun Hæstaréttar er því í reynd hæstaréttardómur eða að minnsta kosti ígildi slíks dóms. Nú liggur fyrir þingsálykt- un um að skipa 25 manna stjórnlagaráð og binda skip- un þeirra og varamanna við þá sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings eða með öðrum orðum binda kjörið við hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir. Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins. Jafn- framt virðir Alþingi ekki þrí- skiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnar- skránni, eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörð- un um að fela Hæstarétti end- anlegt ákvörðunarvald. Ekki bætir úr þótt einhverj- ar málamyndabreytingar séu gerðar á hlutverki stjórnlaga- ráðs frá því sem ákveðið var um stjórnlagaþing. Það má svo sem segja að þetta sé í samræmi við það sem nú tíðkast í umgengni við lög og reglur, jafnt í stjórn- málum sem atvinnulífi. En gott væri að þeir sem hyggjast taka sæti í stjórnlagaráði hugleiddu stöðu sína og þá jafnframt hvort þetta sé gæfuleg byrjun á því að setja nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaráð Sigurður Líndal fv. prófessor í lögum við Háskóla Íslands HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Stjórnlagaráð – til upprifjunar Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dóms- valdsins.. Forstjórar í samkeppni Halldór: „Ég hélt að ykkur nægði að auglýsa eigið ágæti, að þið þyrftuð ekki að vera með þessar amerísku aðferðir. Úr því þið viljið hafa þetta svona þá er ég tilbúinn. Við eigum nóg af að taka og má vera að við notum eitthvað á næstunni. En þú kannast þá við hver kaus aðferðina.“ Þið byrjuðuð Ragnar: „Þið hafið margoft verið með „nasty“ tón í okkar garð í auglýs- ingum … Þið slóguð ykkur til riddara á okkar kostnað … Við skulum því ekki slá því föstu að við höfum kastað fyrsta steininum … Mér finnst þessi texti þinn hálf þunglyndislegur Halldór. Ég hélt að þú yrðir frekar hátt uppi í kjölfar afsagnar nafna þíns í flokknum. Til hamingju með það, það er gott að bæði hann og flokkurinn sjálfur eru að draga sig í hlé frá stjórnmálum.“ Nei, þið byrjuðuð Halldór: „ … Við notuðum eigið ágæti. Við tíndum ekki upp eitt né neitt frá ykkur til að setja í okkar auglýsingar, heldur auglýstum okkar kosti. Þetta er munurinn Ragnar ef þú sérð þetta ekki … Ég kannast ekki við að hér hafi verið notast við þessa amerísku aðferð og reyndar var búið að segja mér, eftir síðustu hrinu ykkar í þessum málum, að þið ætluðuð að hætta þessu … Skil ekki hvað pólitík kemur málinu við. Ég hef aldrei verið í þeim hópi manna sem hneigja sig ósjálfrátt þegar minnst er á nafn flokksformanns þeirra.“ Við skulum deleta þessu Ragnar: „Sæll, bara til að klára þetta: Með breyttu eignarhaldi kortafélaga er líklegt að svona rabb okkar á milli þurfi að vera endanlega liðin tíð. Við skulum deleta þessu úr bæði inn- og út- hólfum.“ bjorn@frettabladid.isÍ sland fékk fyrir fáeinum mánuðinn þann stimpil að vera það land í heiminum þar sem minnst væri kynjabilið. Það er gott og blessað og bendir auðvitað til að á Íslandi séu möguleikar kvenna til að verða jafnsettar körlum betri en víða annars staðar. Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, hefur hér í þessu blaði og annars staðar kallað stöðu jafnréttismála hér á landi bírókratískt jafnrétti, eða skrifræðisjafnrétti, og bent á að þótt jafn- rétti ríki í lagasetningu leiði það ekki sjálfkrafa af sér raunveru- legar breytingar á samfélaginu í átt til þess að auka vægi sjónar- miða kvenna og völd þeirra. Og víst er að langt er í land, svo langt að iðulega er orðið öfgar notað um baráttumál í átt til jafnréttis, eins og það ætti nú að virðast vera sjálfsagt stefnumál í nútímasamfélagi að kyn sé ekki breyta sem skiptir máli þegar kemur að virðingu, völdum, launum og svo mörgum öðrum málefnum þar sem liggur fyrir að staða kynjanna er afar misjöfn. Flokkarnir tveir sem nú skipa ríkisstjórn hafa báðir forgangsrað- að jafnréttismálum í stefnu sinni, og þar með talið jafnrétti kynja. Í samræmi við það hefur ríkisstjórnin tekið á ýmsum málefnum sem til bóta teljast í jafnréttismálum kynja. Því veldur það sérstökum vonbrigðum þegar ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis snýr baki við þessum stefnumálum sínum hvort sem er í stórum eða léttvægari málum. Dæmi um þetta er skipan landskjörstjórnar. Vissulega var hér um kjör að ræða þar sem hver flokkur hafði sína kandídata. Kjörið gefur engu að síður til kynna ákveðið vilja- og áhugaleysi stjórn- málaflokkanna, þar með talið þá sem skipa meirihluta þingsins, á því að vinna með kynjasjónarmið að leiðarljósi og í anda jafn- réttislaga. Skilaboðin sem þingið sendir með því að kjósa í lands- kjörstjórn fjóra karla og eina konu eru þannig sannarlega ekki í anda jafnréttis, ekki einu sinni skrifræðisjafnréttis. Alvarlegri eru tölur sem flogið hafa nú í vikunni og sýna að af þeim 540 stöðugildum sem hafa verið skorin niður í ríkisrekstri á síðustu tveimur árum voru 470 setin af konum en 70 af körlum. Niðurskurður í starfsmannakostnaði ríkisins kom sem sagt að 87 prósentum niður á störfum kvenna en 13 prósent á störfum karla. Nú er unnið að uppbyggingu atvinnuúrræða sem eiga að koma til móts við atvinnuleysið sem við Íslendingar erum nú að kynnast svo að segja í fyrsta sinn. Þau störf sem stjórnvöld hyggjast leggja fé í eru að stærstum hluta innan greina þar sem karlar hafa fyrst og fremst starfað. Á sama tíma og ríkið segir upp konum leggur það fé til þess að byggja upp störf sem eru mun líklegri til að henta menntun og reynslu karla en kvenna. Þetta er ekki síst kaldhæðið í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur kynnt til sögunnar stefnu sem kölluð hefur verið kynjuð hagstjórn, eða hagstjórn þar sem kynjasjónarmið eru meðal þeirra sem lögð eru til grundvallar. Þetta hlýtur að kalla á endurskoðun forgangsröðunar í anda kynjaðrar hagstjórnar. Kynjasjónarmið láta undan þegar á hólminn er komið. Jafnréttissjónarmið víkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.