Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 28
28 17. mars 2011 FIMMTUDAGUR Á blaðamannafundi 7. febrú-ar sl. kynntu fulltrúar vel- ferðarráðuneytisins ný íslensk neysluviðmið. Gefin var út ítarleg skýrsla unnin af sérfræðingum úr háskólasamfélaginu m.a. með hliðsjón af gögnum Hagstofunnar um neyslu heimila á árunum 2003 til 2008. Fólk er hvatt til að koma með athugasemdir um efni skýrsl- unnar, sem er á vef ráðuneytis- ins, fyrir 20. mars nk. Tilgangur neysluviðmiða er að aðstoða fólk við að áætla eigin útgjöld en nýt- ast þau jafnframt við að finna út lágmarksframfærslu og upphæð- ir bóta. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur frá upphafi barist fyrir sjálfsögðum réttindum öryrkja til að lifa mannsæmandi lífi óháð því hvort fólk sé fatlað eða með skerta starfsorku vegna veikinda eða annarra ástæðna. Um sjálf- sögð mannréttindi er að ræða enda kemur fram í 65. gr. stjórn- arskrár Íslands að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mann- réttinda óháð efnahag. Þrátt fyrir það eru kjör öryrkja óásættanleg því bætur almannatrygginga eru langt undir neysluviðmiðum vel- ferðarráðuneytisins. Þetta á við um öll viðmiðin óháð því hvort um sé að ræða dæmigert viðmið, sem er leiðbeinandi um hóflega neyslu, grunnviðmið, er varðar lágmarksframfærslu, eða skamm- tímaviðmið, sem er framfærsla í hámark níu mánuði. Í töflunni hér að neðan má sjá hversu mikið ber á milli þessara viðmiða og örorku- bóta sem öryrkjar fá frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Upphæðir í skammtíma- og grunnviðmiðum eru mjög lágar og ljóst að erfitt er að lifa á þeim miðað við aðstæður í þjóðfélaginu, en bætur almannatrygginga eru þó umtalsvert lægri. Það vekur einnig furðu hversu lítill munur er á framfærslu sem fólki er ætlað að lifa á annars vegar til skamms tíma og hins vegar til lengri tíma. Heilbrigðiskostnaður stórlega vanmetinn. Þegar einstakir kostnaðarlið- ir neysluviðmiðanna eru skoð- aðir kemur í ljós að heilbrigðis- kostnaður, sem snertir öryrkja og sjúklinga sérstaklega, er stórlega vanmetinn. Í rannsókn sem fram- kvæmd var 2006 af Rúnari Vil- hjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heil- brigðismál, en í nýju neysluviðmiði velferðarráðuneytisins er hlutfall- ið mun lægra eða um 2,6% þrátt fyrir að kostnaðarhlutdeild sjúk- linga vegna lyfja, lækniskostnað- ar, þjálfunar og hjálpartækja hafi aukist umtalsvert eftir bankahrun. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim en hjá fólki almennt séð vegna heilsubrests og kostnaðar við ýmsa aðkeypta þjónustu. Aðrir vanmetnir kostnaðarliðir. Gagnrýna má jafnframt að í neysluviðmiðunum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við stofnun heimilis eða flutning í annað hús- næði. Þá eru greiðslur opinberra gjalda ekki meðtalin né nefskatt- ar og ekki er gert ráð fyrir að fólk leggi fjármagn til hliðar til að geta mætt óvæntum útgjöldum. Ljóst er að ekkert má út af bera hjá fólki með lágar tekjur til að fjárhagur- inn fari ekki enn frekar úr skorð- um. Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Rannsóknin „Fátækt og félagsleg- ar aðstæður öryrkja“ sem kynnt var 25. febrúar sl. sýnir að örorku- bætur eru svo lágar að margir öryrkjar búa ekki við mannsæm- andi kjör. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við ÖBÍ með styrk úr sjóði sem stofn- aður var í tengslum við Evrópuár 2010 sem tileinkað var baráttunni gegn fátækt og félagslegri ein- angrun. Sjóðurinn var fjármagn- aður af stjórnvöldum og Evrópu- sambandinu. Í rannsókninni kemur fram að fjölskyldur með börn og unglinga á framfæri eru verst staddar fjár- hagslega og þá sérstaklega ein- stæðir foreldrar. Jafnframt eru margir öryrkjar sem búa einir illa staddir. Í þessum hópum er fólk sem á ekki fyrir brýnustu nauð- synjum seinni hluta mánaðarins og allt of margir verða að leita til hjálparstofnana eftir matargjöf- um og annarri aðstoð. Fólk sem býr við slíkar aðstæður upplifir mikla streitu, kvíða og áhyggj- ur af afkomu sinni. Þá telur fólk bótakerfið flókið og tekjutenging- ar hamla breytingum á fjárhags- legri stöðu þeirra sem eru einung- is með bætur almannatrygginga eða lágar lífeyrissjóðsgreiðslur. Velferðarráðherra á hrós skilið fyrir að birta niðurstöður neyslu- viðmiðs en hingað til hefur hvílt yfir þessum málum ákveðin leynd. Nú blasir raunveruleikinn við sem hagsmunasamtök, einstakling- ar og sérfræðingar hafa ítrekað bent á. Langtímafátækt er stað- reynd í okkar samfélagi. Beðið er með óþreyju eftir aðgerðum stjórnvalda sem verða að bæta kjör öryrkja í anda velferðarsam- félags sem hefur mannréttindi að leiðarljósi. Kjör öryrkja langt undir neyslu- viðmiðum velferðarráðuneytis Öryrkjar Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ Frístundaheimili ÍTR (Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavík- ur) hafa verið starfrækt við alla skóla borgarinnar sl. níu ár. Starf- ið hefur þróast mikið frá því að ÍTR tók við því frá skólunum og hefur verið kappkostað að marka heildstæða stefnu og skýra sýn á hvernig frítímastarfinu skuli hátt- að. Leiðarljós frístundaheimilanna er að börnum standi til boða frí- stundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýð- ræði og jafnræði. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstak- linga sem eiga undir högg að sækja vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna. Skemmtileg frístund er meginþemað þar sem kjörinn vett- vangur er til að takast á við þrosk- andi og krefjandi verkefni tengd frítímastarfi sem börn fá oft ekki tækifæri til að gera heima eða í skólunum. Hvert frístundaheimili hefur eigin áherslur, markmið og gildi. Innra starfið tekur mið af gild- unum en jafnframt er unnið eftir barnalýðræði á frístunda- heimilunum. Mikið er lagt upp úr að hver einstaklingur fái notið sín. Öllum er boðið upp á aldurs- tengd viðfangsefni og einblínt er á styrkleika hvers barns. Þannig er stuðlað að sjálfseflingu í þeim tilgangi að efla félagsþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem fræðimenn hafa bent á að skili sér margfalt í bóknámi barnanna. Börn sem þess þurfa, njóta stuðn- ings á frístundaheimilunum og er það metið út frá þörfum hvers og eins. Frístundaheimilin hafa þróast úr því að vera hópmiðuð þar sem hópum voru sköffuð verkefni í að vera einstaklingsmiðuð þar sem hver einstaklingur fær að velja sín viðfangsefni á hverjum degi eftir eigin geðþótta, áhugasviði og skoð- unum. Í dag skipuleggja börnin starfið í samráði við starfsfólk en á árum áður var allt starfið skipulagt af starfsfólkinu og börnin höfðu lítil áhrif og nánast ekkert val um dagleg viðfangsefni. Margt hefur áunnist síðan ÍTR tók við frístundaheimilunum. Innra starf hefur eflst og ímynd þess breyst úr því að vera gæslu- starf í faglegt frítímastarf. Starfs- menn frítímastarfs hafa í auknum mæli lagt stund á tómstundafræði og sífellt fleiri líta nú á starf sitt sem framtíðarstarf í stað þess að vera tímabundin uppfyllingarvinna eins og áður fyrr. Út frá ofantöldu er ekki að undra að starfsfólk frí- stundaheimila sé uggandi yfir fyr- irhuguðum breytingum, þ.e. ef þau verða færð frá ÍTR til menntasviðs. Áhyggjur okkar sem starfa á vettvangi frítímans beinast að því að faglegt frítímastarf með börn- um sem í dag er byggt á lýðræði, jafnræði, reynslunámi og þátt- töku glati gildi sínu innan um lög- bundna þjónustu skólanna. Jafn- framt er ákveðin hætta fólgin í því að störf frístundaheimilanna verði ekki lengur skipuð fólki sem áhuga hefur á frítímastarfi heldur verði þau notuð til uppfyllingar fyrir starfsmenn skólanna. Berum hag reykvískra barna fyrir brjósti og tryggjum að þau hafi áfram kost á að vera virkir þátttakendur í metnaðarfullu og uppbyggilegu frítímastarfi skipu- lögðu af fólki sem hefur lagt metn- að sinn í að gera það jafn flott og faglegt og það er í dag. Frístundaheimili í hættu Frístundaheimili Haraldur Sigurðsson forstöðumaður Kringlumýrar Sigríður Rut Hilmarsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi Kringlumýrar Jafnframt er ákveðin hætta fólgin í því að störf frí- stundaheimilanna verði ekki lengur skipuð fólki sem áhuga hefur á frí- tímastarfi heldur verði þau notuð til uppfyll- ingar fyrir starfsmenn skólanna. Neysluviðmið og örorkubætur Einhleyp(ur) 291.932 201.132 214.027 159.642 Einstætt foreldri með 1 barn 384.401 273.688 293.654 202.956 Einstætt foreldri með 2 börn 464.102 388.891 364.939 247.379 * Grunnviðmið í skýrslu Velferðarráðuneytisins eru án húsnæðis- og samgangnakostnaðar en í töflunni er þeim kostnaði bætt við úr skammtímaviðmiðum. Skammtíma viðmið Grunnviðmið* Örorkubætur TR eftir skatt Dæmigert viðmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.