Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 30
17. mars 2 „Ég hugsaði fötin fyrir herra, en sneið klæðin þó þannig að bæði kyn gætu klæðst þeim,“ segir fatahönnuðurinn Bóas Kristjáns- son, sem er nú að leggja lokahönd á nýja fatalínu. Hún samanstendur af prjónafatnaði, sem hann hefur mestmegnis unnið með, jökkum, buxum og skyrtum og er því fyrsta heildstæða línan sem hann sendir frá sér. Bóas og hans fólk vinnur nú að henni í nýrri vinnustofu sem hann hefur komið sér upp í Kópavogi. Sú gamla, við Bankastræti, rúmaði ekki lengur alla starfsemina. „Nei, mig vantaði tilfinnanlega stærra rými fyrir vinnsluna og starfsfólk- ið. Þegar mér bauðst þetta 240 fer- metra húsnæði hoppaði ég á það og er nú kominn með allt undir eitt þak, sem er mikil hagræðing,“ segir hann og bætir við að hönn- unin og hluti saumaskaparins fari þar fram en framleiðslan að miklu leyti ytra. Bóas er með ýmislegt fleira í pípunum. Á næsta leiti er tísku- sýning í Austurbæjarskóla. „Hana ber upp á sama tíma og Reykjavík Fashion Festival, er svona viðburð- ur utan dagskrár,“ segir hann og kveðst lengi hafa dreymt um að sýna í húsnæðinu. „Aðkoman og aðstaðan er fullkomin því þarna er meðal annars 60 metra langur gangur sem hentar mjög vel til að sýna föt.“ En hvað á að sýna? „Ég mun gefa smá sýnishorn af nýju vorlínunni fyrir 2012 í bland við vöru sem ég vinn sérstaklega fyrir heimamark- að,“ segir hann og bætir við að það sé gjöfult að geta unnið að sér- verkefnum fyrir íslenskan mark- að meðfram því að þróa heila línu. Fram undan sé svo mikil vinna við að koma henni á framfæri erlendis en þegar hafi verið unnin töluverð forvinna sem eigi eftir að skila sér. roald@frettabladid.is Leggur lokahönd á nýja línu Fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann hefur komið sér upp vinnustofu í stóru iðnaðarhúsnæði í Kópavogi og er þar að ljúka við nýja fatalínu fyrir vorið 2012. Ingunn Brynjólfsdóttir klæðskeri og Bóas Kristjánsson að störfum í nýju vinnustofunni í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Litli svarti kjóllinn er fyrirbæri sem hefur ekki farið úr tísku frá því Coco Chanel hannaði hann árið 1916. Hann hlaut alþjóðlega útbreiðslu eftir að hafa birst í Vogue árið 1926. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi vertu vinur á facebook Full búð af nýjum og flottum fötum Erum fluttar í Skeifuna 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.