Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 17.03.2011, Qupperneq 54
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Raftónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson, betur þekktur sem Bjössi Biogen, féll frá fyrir rúmum mánuði. Hann var einn af atkvæða- mestu og áhrifaríkustu raftónlistarmönnum Íslands. Bjössi, sem var fæddur 1976, byrjaði ferilinn í dúóinu Ajax ásamt Þórhalli Skúlasyni (DJ Thor) í upphafi tíunda áratugarins. Þeir gerðu saman lög sem komu út á safnplötunum Icerave (1992), Egg 94 (1994)og Icelandic Dance Sampler (1996), það þekktasta er hardcore-smellurinn Ruffige sem margir telja eitt af bestu dans- tónlistarlögum Íslandssögunnar. Bjössi tók upp Biogen-nafnið á Egg 94 og notaði það að mestu upp frá því, þó að hann hafi líka notað önnur nöfn, t.d. Aez og Babel. Á þeim átján árum sem Biogen starfaði gerði hann mikið af tónlist og einhver hluti hennar kom út á plötum. Hann gerði a.m.k. þrjár plötur í fullri lengd; – Etern alizer kom út hjá Uni:Form 1999. Árið 2002 gaf hann út You Are Strange og ári síðar kom Mutilyn. Auk þess átti hann lög á safnplötum, m.a. hjá Thule, Elektrolux og Kitchen Motors. Síðustu ár var hann ein af aðalsprautum Weirdcore- hópsins sem hefur staðið fyrir mörgum tónleikum og sent frá sér þrjár safnplötur sem Biogen átti lög á. Tónlist Bjössa þróaðist mikið og kom við í mörgum helstu stefnum raftónlistarinnar. Hún var stundum sveimkennd og lágstemmd, stund- um hörð og aggressíf. Stundum dansvæn, stundum ekki, en alltaf leit- andi og framsækin. Biogen var líka mikill húmoristi og það heyrist í sumum verka hans. Bjössi Biogen var frumkvöðull og hafði mikil áhrif á raftónlistarsen- una. Það er samt ólíklegt að þú finnir mikið af tónlistinni hans í næstu plötubúð. Mörg þekktustu laga hans má samt heyra á YouTube og bæði You Are Strange og Mutilyn eru til á gogoyoko og Icerave á Tónlist.is. Auk þess er efni með honum á SoundCloud. Næsta laugardagskvöld verða haldnir sex tíma tónleikar til heiðurs Biogen í Tjarnarbíói. Þar koma fram margir af fremstu raftónlistar- mönnum þjóðarinnar sem jafnframt voru vinir og félagar Bjössa. Þar á meðal eru Thor, Ruxpin, Quadruplos, Skurken, Futuregrapher, Frank Murder, Yagya, Agzilla, Stereo Hypnosis og Marlon og Tanya Pollock. Tónleikarnir hefjast klukkan 18.00 og standa til miðnættis. Frumkvöðuls minnst BIOGEN Bjössa Biogen verður minnst með stórtónleikum í Tjarnarbíói á laugardags- kvöldið. > PLATA VIKUNNAR Sin Fang - Summer Echoes ★★★★ „Þéttofið og hljómfagurt popp frá Sindra úr Seabear.“ - TJ > Í SPILARANUM The Vaccines - What Did You Expect From The Vaccines? R.E.M. - Collapse Into Now James Blake - James Blake Bibio - Mind Bokeh Elbow - Build a Rocket Boys! THE VACCINES ELBOW Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni síðustu daga. Atli Fannar Bjarka- son renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleik- ari The Strokes, útskýrði í við- tali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Stro- kes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistar- menn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síð- asta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengj- ast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinn- ar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frest- að. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu sam- starfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það loka- lagið Life Is Simple in the Moon- light. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upp- tökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fra- iture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flókn- ar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjól- ið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stíl- inn á Angles og skemmtileg notk- un á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljóm- sveitarinnar. atlifannar@frettabladid.is Fimm vinklar The Strokes DEILUR Fréttir bárust reglulega af deilum innan The Strokes á meðan vinna að nýju plötunni stóð yfir. NORDICPHOTOS/GETTY Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Sæti Flytjandi Lag 1 Sjonni Brink ..................................................... Aftur heim 2 Adele ................................................ Rolling In The Deep 3 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf 4 Valdimar Guðmunds & Memfism .. Okkar eigin Osló 5 P!nk ............................................................. F**kin’ Perfect 6 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 7 Bruno Mars ..........................................................Grenade 8 Jessie J ..................................................................Price Tag 9 Friðrik Dór ásamt Audda & Sveppa.................. Sjomle 10 Rihanna ........................................................................ S&M Sæti Flytjandi Plata 1 Skálmöld ...................................................................Baldur 2 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 3 Sin Fang ................................................. Summer Echoes 4 Ýmsir ..........................................................Það er bara þú 5 Justin Bieber ....................................................My Worlds 6 Jónas Sigurðsson .................................... Allt er eitthvað 7 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 8 Bjartmar og Bergrisarnir .........................Skrýtin veröld 9 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston 10 Jónsi ..................................................................................Go Rapparinn Nate Dogg er látinn, 41 árs að aldri. Dánarorsök hans er óljós en rapparinn hafði tvívegis fengið hjarta- áfall á undanförnum árum. Nate Dogg hét réttu nafni Nathaniel Dwayne Hale og ólst upp á Long Beach í Kaliforníu. Hann ólst upp með köppum á borð við Snoop Dogg og Warren G en vakti fyrst á sér athygli þegar hann rappaði á sígildri plötu Dr. Dre, The Chronic. Árið 1994 slógu hann og Warren G í gegn með laginu Regulate. Hann átti síðar eftir að vinna með listamönnum á borð við Eminem, Tupac Shakur, Ludacris og Mark Ronson. Nate Dogg sendi frá sér þrjár sóló- plötur á ferlinum og hlaut fjórum sinnum tilnefningu til Grammy-verð- launanna. Sú síðasta kom árið 2007 fyrir framlag hans í Eminem-laginu Shake That. „Við höfum misst sanna goð- sögn í hiphoppi og R&B,“ skrif- aði Snoop Dogg félagi hans á Twitter þegar hann fékk frétt- irnar. Fjölmargir þekktir tón- listarmenn hafa vottað Nate Dogg virðingu sína eftir and- lát hans. Nate Dogg látinn FALLINN FRÁ Rapparinn Nate Dogg er látinn, 41 árs að aldri. TÓNLISTINN Vikuna 3. febrúar - 9. febrúar 2011 LAGALISTINN Vikuna 3. febrúar - 9. febrúar 2011 – fylgir Fréttablaðinu á morgun Flutti heim eftir 15 ára búsetu erlendis Sigga Heimis hönnuður starfaði hjá IKEA í mörg ár og hannaði margt sem finna má á íslenskum heimilum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.