Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 66
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR50 Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Nú taka línurnar að skýrast í handboltanum. Fjölmargir spennandi leikir verða í boði á morgun og um helgina, ekki síst í lokaumferðinni hjá stelpunum. Mætum öll á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs SPENNAN MAGNAST Í BOLTANUM N1 DEILD KARLA Selfoss – Akureyri Selfossi Fim. 17. mars kl. 18:30 Valur – Fram Vodafone höllinni Fim. 17. mars kl. 19:30 Haukar – HK Ásvöllum Fim. 17. mars kl. 19:30 FH – Afturelding Kaplakrika Fim. 17. mars kl. 19:30 N1 DEILD KVENNA Fram – Grótta Framhúsi Fim. 17. mars kl. 18:00 ÍBV – Valur Vestmannaeyjum Lau. 19. mars kl. 13:00 FH – Haukar Kaplakrika Lau. 19. mars kl. 16:00 ÍR – HK Austurbergi Lau. 19. mars kl. 16:00 Fylkir – Stjarnan Fylkishöll Lau. 19. mars kl. 16:00 FÓTBOLTI Árshátíð knattspyrnu- dómara í Úthlíð fyrr í þessum mánuði fór úr böndunum þegar að nokkrir af reyndari dóm- urum í hópnum tóku nýliðana fyrir í busa- vígslu. Þórir Hákon- arson fram- kvæmdastjóri tók fyrir dóm- ara úr þessum hópi í gær og veitti þeim áminningu. „Ég held að þarna hafi menn farið yfir strikið,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Dómarar hafa brugðist trúnaði gagnvart hver öðrum og eðlilega eru menn ekki sáttir við hvað þarna fór fram. Við tókum þá dómara sem í hlut áttu fyrir og veittum þá áminningu.“ Þórir sagði dómarana hafa beðið viðeigandi afsökunar. Árshátíð úr böndunum: KSÍ tók dómara á teppið ÞÓRIR HÁKONARSON FÓTBOLTI Stefán Gíslason hefur loksins fengið lausn sinna mála og hefur hann samið við norska úrvalsdeildarfélagið Lilleström til 1. ágúst næstkomandi. Forráðamenn félagsins binda þó miklar vonir við Stefán og verður samningurinn fram- lengdur ef báðir aðilar eru sam- þykkir því. Stefán þekkir vel til í Noregi þar sem hann lék áður með Lyn, Strömsgodset og Viking en nú síðast var hann á mála hjá Bröndby í Danmörku. - esá Stefán Gíslason: Til Lilleström FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson var í vikunni orðaður við aðstoðar- þjálfarastöðu belgíska úrvals- deildarfélagsins Lokeren. Hann segir þó víst að hann muni þjálfa KR í Pepsi-deildinni í sumar. „Eftir því sem ég best veit var aðstoðarþjálfari að hætta hjá félaginu og því voru einhverjar vangaveltur uppi um eftirmann hans. Mér bárust spurnir af því að mitt nafn hafi borið á góma en lengra náði það ekki. Það hefur ekkert formlegt komið upp á borðið – engin tilboð eða neitt. Ég veit svo sem af smá áhuga en þetta er ekki á svo alvarlegu stigi. Ég mun þjálfa KR í sumar og mun það ekki breytast,“ sagði Rúnar. - esá Rúnar Kristinsson: Veit af áhuga hjá Lokeren RÚNAR Verður áfram þjálfari KR þrátt fyrir áhuga í Belgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Chelsea og Real Madrid bættust í gærkvöldi í hóp með Barcelona, Inter Milan, Man- chester United, Schalke, Shakhtar Donetsk og Tottenham og þessi lið verða öll í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á franska liðinu Lyon en Chelsea nægði markalaust jafn- tefli gegn danska liðinu FC Kaup- mannahöfn til þess að tryggja sig áfram. Real Madrid vann loksins sigur á franska liðinu Lyon (í áttundi tilraun) og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar í fyrsta sinn í sjö ár með því að vinna Lyon 3-0 í seinni leik lið- anna í á Santiago Bernabeu. Það þurfti meistara Jose Mourinho til að létta af álögunum á Real-mönn- um sem höfðu dottið út úr sextán liða úrslitunum samfellt frá árinu 2004. Brasilíumaðurinn Marcelo kom mikið við sögu í leiknum en hann skoraði fyrsta markið eftir flott- an dans í gegnum Lyon-vörnina og lagði síðan upp annað mark- ið fyrir Karim Benzema, fyrrum leikmann Lyon. Benzema skor- aði því í báðum leikjunum á móti sínum gömlu félögum. Real Madrid var ógnandi frá fyrstu mínútu á móti Lyon en þurfti að bíða fram á 36. mín- útu eftir fyrsta markinu sem var þó ekki af slakari gerðinni. Marcelo hóf sóknina gaf á Crist- iano Ronaldo og fékk hann aftur áður en hann lék á tvo varnarmenn og skoraði framhjá Hugo Lloris í marki Lyon. Karim Benzema fékk fullt af færum en tókst loksins að skora á 66. mínútu eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir vörnina frá Marcelo. Argentínumaðurinn Ángel Di María afgreiddi síðan leikinn endanlega með þriðja markinu á 76. mínútu eftir að hafa fengið skallasendingu frá Mesut Özil inn fyrir vörnina. Chelsea gerði markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Brúnni. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi í leiknum en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeild- arinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum. Didier Drogba hefur ekki skorað í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í þessum leik þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. ooj@frettabladid.is Mourinho braut múrinn Real Madrid og Chelsea voru tvö síðustu liðin sem komust áfram úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Jose Mourinho tókst að létta af álögunum hjá Real og koma liðinu upp úr sextán liða úrslitunum í fyrsta sinn í sjö ár. SVONA ÁTTU AÐ GERA ÞETTA Jose Mourinho sýnir Karim Benzema hvernig á að gera þetta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.