Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 10
23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR10 N otkun á Íslandi, 100 M B innan dagsins. Þú greiðir f. símanr. og aðr a no tkun sk v. ve rð sk rá á s im in n. is Netið í símanum á 0 kr. fyrir viðskiptavini Símans í dag. Magnaðir miðvikudagar! Fylgstu með gangi mála DÓMSMÁL Mikil fagnaðarlæti brut- ust út hjá starfsmönnum Ríkis- útvarpsins þegar tveir fréttamenn og útvarpsstjóri voru sýknaðir af meiðyrðakröfu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttamenn RÚV fjölmenntu í héraðsdóm til að hlýða á dóms- uppsögu í meiðyrðamáli sem Pálmi Haraldsson athafnamaður, kenndur við Fons, höfðaði aðal- lega á hendur Svavari Halldórs- syni fréttamanni. „Ég fagna þessu, þetta er sigur réttlætisins. Fréttin okkar var rétt og byggði á traustum heim- ildarmönnum þó við höfum ekki getað gefið upp fyrir dómi hverj- ir þeir eru,“ sagði Svavar eftir að dómurinn var kveðinn upp. Í niðurstöðum dómsins segir að Svavari kunni að hafa skjátlast að einhverju leyti í mati á heimildum, eins og Pálmi hafi „leitt nokkrar líkur að“. Ekki hafi þó verið sýnt fram á að fullyrðingarnar sem birtust í frétt Svavars hafi verið „settar fram í vondri trú“. Fréttin birtist í fréttatíma Sjónvarpsins 25. mars í fyrra. Í dómnum segir að í ljósi aðstæðna sem skapast hafi í kjöl- far bankahrunsins verði Pálmi að þola nærgöngula umræðu um verk sín og persónu. Lánveitingar og fjármagnsflutningar í aðdrag- anda hrunsins séu mikilvægar fréttir sem eigi brýnt erindi við almenning. Pálmi stefndi til vara Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, sem var fréttaþulur kvöldið sem frétt Svavars var flutt, og las inngang fréttarinnar. Dómurinn sýknaði Pál og Maríu Sigrúnu af kröfum Pálma. Í stuttri yfirlýsingu sem Pálmi sendi fjölmiðlum eftir að dómur féll segir að niðurstaðan hafi komið á óvart og hún valdi honum vonbrigðum. Dómnum verði „að sjálfsögðu“ áfrýjað. Pálmi svaraði ekki ósk Fréttablaðsins um viðtal. Í frétt Svavars var fjallað um 2.500 milljóna króna lánveitingu frá Glitni til Pálma Haraldssonar. Því var haldið fram í inngangi að peningarnir væru „gufaðir upp“ og í lok fréttarinnar að pening- arnir fyndust hvergi. Þá var því haldið fram að lánveitingin hefði átt sér stað „rétt fyrir hrun“. Í gögnum sem Pálmi lagði fyrir dóminn kom fram að lánið hefði verið veitt í desember 2007, og því vart hægt að halda því fram að það hafi verið veitt „rétt fyrir hrun“. Þá hélt lögmaður Pálma því fram að tæpar 2.000 milljónir hefðu verið notaðar til að greiða upp skuldabréf hjá Landsbankan- um. Afgangurinn hefði ýmist farið inn á reikning Pálma eða farið til kaupa í Sjóði 9 hjá Glitni. brjann@frettabladid.is Ummæli í frétt RÚV sett fram í góðri trú Fréttamaður RÚV var sýknaður í meiðyrðamáli Pálma Haraldssonar. Dómnum verður áfrýjað segir Pálmi. Dómurinn telur að þótt fréttamanni hafi skjátlast í mati á heimildum hafi fullyrðingar hans ekki verið settar fram í vondri trú. FÖGNUÐU Í DÓMSAL Á annan tug fréttamanna af Ríkisútvarpinu fagnaði með félögum sínum þegar dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði fréttamenn og útvarpsstjóra í meiðyrðamáli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég fagna þessu, þettar er sigur rétt- lætisins. SVAVAR HALLDÓRSSON FRÉTTAMAÐUR Á RÚV MARKAÐSMÁL Íslandsbanka hefur tekist að framleiða afar áhrifa- mikla auglýsingaherferð sem á að uppfylla það sem bandarískum bönkum hefur aldrei tekist: Að upplýsa neytendur um áhættur skyndilausna í fjármálum. Þetta er mat Rance Crain, ritstjóra AdvertisingAge (AdAge). Crain skrifaði grein í AdAge þar sem hann fjallaði um auglýsinga- herferð eignastýringar Íslands- banka. Auglýsingarnar fjalla hver um sig um fagfólk í ólíkum grein- um sem segir frá því hvað skiptir mestu máli til þess að ná árangri í störfum sínum, þætti sem eru hlið- stæðir sparnaði og fjárfestingum. Að mati Crains ná VÍB og Hvíta húsið, framleiðandi auglýsing- anna, að koma skýrt til skila mikil- vægi þess að koma sjónarmiðum viðskiptavina á framfæri í gegn um raunsæja mynd af lífi þeirra. - sv Auglýsing vekur heimsathygli: AdAge lofar auglýsingu VÍB UMHVERFISMÁL Geislavirkni frá kjarn- orkuverinu í Fukushima hefur nú mælst í andrúmsloftinu hér á landi. Er Ísland fyrsta Evrópuríkið þar sem geislavirknin hefur mælst eftir jarðskjálftann í Japan. Mengunin barst yfir Norður-Ameríku og til Atlantshafsins. Agnirnar eru mjög smáar og ekki taldar skaðlegar heilsu fólks. Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir ástæðulaust með öllu að óttast skaðsemi geislavirkni hér á landi eða á öðrum stöðum í Evrópu. Í tilkynningu frá Geislavörnum ríkisins segir að staðfest sé að örlítil geislavirkni frá kjarnorkuverinu í Fukushima hafi mælst í mælistöð sem stofnunin rekur í Reykjavík og gera megi ráð fyrir að geislavirk efni mælist áfram á Íslandi á næstu dögum og vikum. „Efnin geta orðið mælanleg um allan heim (svipað og aska frá Eyjafjallajökli) en geislun frá þeim á fjarlægum slóð- um er hverfandi og heilsufarsleg áhrif þeirra engin,“ segir í tilkynningunni. „Gera má ráð fyrir að geislavirknin geti orðið 1/1000 til 1/10000 hluti þess sem mældist í Evrópu eftir slysið í Cherno- byl 1986 en þá mældist mjög lítil geisla- virkni á Íslandi.“ Alls eru 63 stöðvar í heiminum sem mæla geislavirkni. - sv Engin ástæða til að óttast geislavirkni hér á landi, segja Geislavarnir ríkisins: Geislavirkni mælist á Íslandi SAMFÉLAGSMÁL „Friði verður ekki komið á eða viðhaldið með loft- árásum,“ segir Stefán Pálsson, formaður Sam- taka hernaðar- andstæðinga. Samtökin vara íslensk stjórn- völd við að styðja loftárás- ir vestrænna ríkja í Líbíu. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær segir að ríkin sem nú standa fyrir loftárásum í landinu hafi mis- notað samþykki öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, sem heimiluðu flugbann yfir Líbíu. „Við teljum það mjög varhuga- vert ef íslensk stjórnvöld ætla að stilla sér upp með þeim herskáu þjóðum sem túlka mjög loðna og almennt orðaða ályktun öryggis- ráðsins um flugbann sem auðan tékka um að gera megi stórfelldar loftárásir á landið,“ segir Stefán. Hann segir að menn ættu að vera búnir að læra að lofthernaður bitn- ar sérstaklega harkalega á almenn- um borgurum. Enginn ætti að trúa lengur sögum um að sprengjurn- ar séu svo nákvæmar að þær hæfi bara hernaðarleg skotmörk. Spurður hvort vestrænar þjóð- ir eigi ekki að bregðast við stríðs- ástandi í landinu með einhverjum hætti segir Stefán að loftárásirnar geri illt verra. Friðarsinnar hafi varað við árásum á Afganistan árið 2001 og Írak 2003, og vari nú við árásum á Líbíu. Þeir hafi haft rétt fyrir sér um Afganistan og Írak, svo vonandi verði tekið mark á þeim nú. - bj Varhugavert fyrir stjórnvöld að styðja árásir í Líbíu segja hernaðarandstæðingar: Samþykkt öryggisráðs misnotuð STEFÁN PÁLSSON TUNGLIÐ OG LOFTBELGUR Í Teoti- huacan í Mexíkó mátti sjá þennan loftbelg á flugi bera við tungl í fyllingu á þriðjudaginn, þegar jafndægur voru á vori. NORDICPHOTOS/AFP TEKIÐ Á LOFT Á SIKILEY Bandarísk F-16 orrustuþota heldur af stað í hernaðar- aðgerð til Líbíu. NORDICPHOTOS/AFP KJARNORKUVERIÐ Í FUKUSHIMA Undanfarna daga hefur verið unnið að því að stöðva leika geislavirkra efna í kjarnorkuverinu í Fukushima. NORDICPHOTOS/AFP Keyrðu yfir konu Tveir ungir menn í Álaborg í Dan- mörku slógu konu í andlitið í gær og óku yfir handlegg hennar þegar þeir flúðu á hennar eigin bíl. Hafði hún komið að þeim á bílnum og heimtað lyklana með fyrrgreindum afleiðingum. Dæmdir fyrir vopnað rán Þrír menn voru í gær dæmdir í átta og níu ára fangesli við Eystri-Landsrétt í Danmörku fyrir vopnað rán í herstöð í nágrenni við Slagelse í byrjun árs 2009. Mennirnir rændu meðal annars vopnum sem hafa síðar fundist í fórum vélhjólagengja í landinu. FÍLABEINSSTRÖNDIN Gbagbo grípur til vopna Laurent Gbagbo, sem situr enn í sæti forseta Fílabeinsstrandarinnar þrátt fyrir að hafa tapað kosningum í nóvember, er nú að búa sig undir að ráðast á mótherja sína með stórvirk- um vopnum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að almenningur í landinu sé í hættu vegna yfirvofandi átaka. DANMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.