Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 14
23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is JOAN CRAWFORD leikkona (1908-1977) fæddist þennan dag. „Óttastu ekkert í lífinu.“ „Ég er mjög ánægð, hlakka til að takast á við þessa áskorun,“ segir Erla Gunn- arsdóttir. Hún hefur verið ráðin sem skólastjóri við nýjan sérskóla í Reykja- vík sem varð til við sameiningu Safa- mýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla í árs- byrjun. Erla hefur víðtæka menntun og reynslu af sérkennslu og stjórnun skóla fyrir þroskahamlaða og fjölfatl- aða nemendur. „Að kennaranámi loknu í Ósló sérhæfði ég mig í sérkennslu. Seinna lauk ég diplómanámi í stjórnun við Kennaraháskólann á Íslandi og hef svo sótt mér alls kyns fróðleik bæði í námi og starfi,“ segir Erla, sem hefur starfað við kennslu og skólastjórnun næstum óslitið frá árinu 1978, lengst af sem skólastjóri í Safamýrarskóla. En hvers vegna lagði hún sérkennslu fyrir sig? „Mér finnst gaman að fá tækifæri til að leita að styrkleikum nemenda. Stundum þarf að leita vel og vandlega en alltaf finnur maður þá að lokum og vinnur út frá þeim,“ segir Erla, sem finnst ánægjulegt að tendra áhuga barnanna, fylgjast með þeim læra og njóta samskiptanna við umhverfi sitt. „Það er mjög gefandi að eiga þátt í því að opna þennan mögu- leika fyrir þeim.“ Nýi sérskólinn tekur til starfa í núverandi húsnæði Öskjuhlíðarskóla í haust. Erla segir sameininguna hafa ýmsa hagræðingu í för með sér. „Til dæmis mun fagþekkingin sem dreifð- ist á tvo skóla safnast á einn stað, svo bæði starfsfólk og nemendur nýja skól- ans fái að njóta sín sem best. Best hefði verið ef áætlanir um að byggja nýtt og fullkomnara húsnæði undir starfssem- ina hefðu gengið eftir en vegna krepp- unnar var hætt við þær.“ Nemendur beggja skóla munu fá inni í nýja skólanum að hennar sögn. „Við sameininguna verður nemendahópur- inn bara fjölbreyttari. Auk þess verð- ur áfram boðið upp á dagvistun hjá frí- stundaskólum ÍTR, kannski í breyttri mynd en þjónustan skerðist ekki. Ekki er þó útséð með að allt starfsfólkið haldi vinnu.“ En hvert verður fyrsta verk í starfi? „Ég ætla að byrja á því að heilsa upp á nemendur og starfsfólk. Það er góð byrjun á nýju starfi,“ segir hún. roald@frettabladid.is ERLA GUNNARSDÓTTIR: ER NÝR SKÓLASTJÓRI VIÐ SAMEINAÐAN SÉRSKÓLA Hlakkar til næsta skólaárs REYNSLUBOLTI Erla Gunnarsdóttir hefur víðtæka menntun og reynslu af sérkennslu og stjórnun skóla fyrir þroskahamlaða og fjölfatlaða nemendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Okkar ástkæri Hörður G. Albertsson forstjóri verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 25. mars kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórdís Ásgeirsdóttir.Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, Þórunn Sigurjónsdóttir áður til heimilis að Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 20. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. mars kl. 15.00. Birna Garðarsdóttir Guðmundur Jónsson Ásta Björg Guðmundsdóttir Kjartan Þráinsson Þorgerður Guðmundsdóttir Emanuel Geir Guðmundsson Þórunn Guðmundsdóttir Hörður Ingi Björnsson Guðrún Birna Kjartansdóttir og Anna Sólveig Kjartansdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Hörður Guðjónsson skipstjóri Sóleyjarima 3, Reykjavík, andaðist föstudaginn 11. mars 2011 á Hrafnistu Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þann 25.03.2011 kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir Eyrún Helgadóttir Guðbrandur Jónatansson Steinar Helgason Elín Katla Elíasdóttir Sævar Helgason Sigríður Halldórsdóttir G. Harpa Helgadóttir Jónas Garðarsson Berglind Helgadóttir Baldvin Örn Berndsen Arnar Þór Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Elsku sonur okkar, bróðir og dóttursonur Kári Þorleifsson Drekavogi 16, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 25. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar, 515-14-405790, kt.: 501100-3580, sbr. tonstofa.is. Guðný Bjarnadóttir Þorleifur Hauksson Þórunn Þorleifsdóttir Álfdís Þorleifsdóttir Ari Þorleifsson, Mette, Mathilde, Jóhann Sigrún Hermannsdóttir Ástkær unnusti, sonur, bróðir, tengda- sonur, mágur og frændi, Magnús Guðmundsson Laufvangi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 15. mars. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju, fimmtudaginn 24. mars kl. 15. G. Ingibjörg Ragnarsdóttir Guðmundur Hafliðason Guðrún Magnúsdóttir Margrét Helgadóttir Eiríkur Eiríksson Petrína Þórunn Jónsdóttir Björgvin Þór Harðarson Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson Berglind Dís Guðmundsdóttir Arnar Sigurðsson Ingibjörg Hulda Guðmundsdóttir Ragnar Guðleifsson Hjördís Harðardóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför sonar míns og bróður okkar Ævars Gíslasonar Vanabyggð 2f, Akureyri. Elín Sigurjónsdóttir Kári Gíslason Árni Gíslason og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hulda Þórarinsdóttir Fögrubrekku 24, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.00. Halldór S. Guðmundsson Jónas H. Bragason Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir Halla Ósk Halldórsdóttir Geir Atli Zoëga barnabörn og langömmubörn. Fóstursonur minn, faðir okkar og bróðir, Guðmundur Ágúst Hákonarson sem andaðist miðvikudaginn 16. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn, 24. mars kl. 11.00. Gísli Guðmundsson Guðrún Ág. Guðmundsdóttir Ólafur Guðmundsson Þorbjörg Guðmundsdóttir Guðrún Þ. Gísladóttir. Útför föðursystur okkar Sigríðar Klemenzdóttur áður Leifsgötu 18, fer fram frá Neskirkju, fimmtudaginn 24. mars kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Sóltún (5906000). Rúna Bína, Anna Ingibjörg, Unnur, Jakobína, Jóhanna og Sigríður Sigtryggsdætur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sveinbjörg Baldvinsdóttir Tjarnarlundi 9b Akureyri, lést á Öldrunarheimili Akureyrar í Hlíð miðvikudaginn 9. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfs- fólki Öldrunarheimila Akureyrar og heimahjúkrun við Heilsugæslustöðina á Akureyri fyrir umhyggju og góða umönnun. Helga Steinunn Ólafsdóttir Benidikt Sigurbjörnsson Herdís Ólafsdóttir Torfi Sverrisson Lilja Rósa Ólafsdóttir Þorvaldur Benediktsson Magnús Ólafsson Anna Þóra Baldursdóttir Aðalheiður Ólafsdóttir Erlingur Arason og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.