Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 18
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ás- mundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnað- ur að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsileg- ir hvítir ferm- ingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll ti l að klæð- ast eftir ferm- inguna í veisl- una og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomu- lag fyrir honum,“ segir hún kím- inn og bætir við að til allrar ham- ingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman,“ rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni. Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmti- lega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll,“ segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guð- rúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmon- ikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendinga- sögu fyrir gestina,“ segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni.“ - rve Pabbi fór á kostum Guðrún Ásmundsdóttir ● BISKUPUN Allt frá 12. öld hafa kaþólskir menn talið ferm- inguna vera eitt af sakramentum kirkjunnar og lengi vel máttu að- eins biskupar fremja þá athöfn. Var hún því oft nefnd „biskupun“ á ís- lensku. Hún gekk þannig fyrir sig, að krossmark var gert á enni ferm- ingarbarnsins með blöndu af ólífu- olíu og viðsmjöri eða balsami; þetta efni nefndist krisma. Biskup hafði vígt það á skírdegi, og átti það að endast allt árið. ● ÚR GÓÐRI BÓK Og Jesús gekk til þeirra, tal- aði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda ver- aldar.“ (Mattheusarguðspjall 28.18-20) Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist. ● FERMINGARFRÆÐSLA Kristján konungur IV. lagði grundvöll- inn að fræðslustarfsemi presta með opnu bréfi dagsettu 22. apríl 1635. Þetta var m.a. skipunarbréf til biskupa, prófasta og presta að láta öll ís- lensk börn læra fræði Lúthers utan að og ganga úr skugga um að því væri hlýtt með því að fara oft í húsvitjanir. Skyldi þá presturinn láta börn- in lesa og hvetja foreldrana til að kenna þeim eða láta kenna þeim lestur og kristinfræði. Hundrað árum síðar varð ferming barna lagaleg skylda með lögboði konungs 13. janúar 1735. Jafnframt var bannað að ferma börn ef þau hefðu ekki áður aflað sér nauðsynlegrar þekk- ingar í kristnum fræðum. Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundir- búningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynn- ast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgríms- kirkju. Birgir segir fermingarundir- búning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallar- atriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náunga kærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingar- fræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningur- inn er einnig samfélag innan fjöl- skyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur ferm- ingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undir- búningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá for- eldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyld- unnar sem ég held að sé mjög mikil- væg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðs- orð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auð- veldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar vilj- um gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stund- um fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgj- ast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“ - rat Verða góðar manneskjur Séra Birgir Ásgeirsson prestur hefur foreldrana með í fermingarundirbúningnum í Hallgrímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Farðu inn á www.oddi.is og búðu til fallegt boðskort. Persónulegt boðskort með þínum myndum. Hannaðu þitt eigið fermingarkort á oddi.is VERÐ FRÁ 159 KR. STYKKIÐ Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.