Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 20
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fermingar Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarf- ara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af frétta- flutningi um bágstödd börn í Afr- íku og ákvað að láta tuttugu pró- sent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræða- legt fyrst að ætla að gefa pen- ingana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegn- um Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálf- stæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökk- um. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningun- um til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg Æðisleg tilfinning að gefa peninga til góðs málefnis Hvergerðingurinn Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir segir bestu fermingargjöfina hafa verið ákvörðun um að gefa hluta fermingarpeninga sinna til bágstaddra barna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hlaðborð girnilegra veitinga tilheyrir fermingar- veislunni og þá er kransakakan jafnan helsta stáss- ið á borðinu, enda mikið í hana lagt. Kökudiskar á fæti gefa borðinu einnig fallegt yfirbragð en þó gæti kransakakan runnið til á háum diski þegar gestum er gefinn laus taumurinn á hlaðborðið. Til ráða er að þyngja kökuna með því að fylla hana af konfekti, setja undir hana gúmmímottu eða hlaða hana utan um eitt- hvað stöðugt. Muffinsturninn er ný íslensk hönnun, þriggja hæða kökudiskur sem hægt er að taka sundur. Fyrir kransakökuna er sniðugt að taka efsta diskinn af og hlaða kökunni utan um standinn og ef kransakakan er mjög stór er hægt að hlaða hana frá neðsta disk- inum og upp úr. Þá er engin hætta á að kakan fari á flakk um borðið. Fallega skreyttar múffur eru einnig jafn girnilegar fyrir augað og magann og ekk- ert mál að slaufa kransa- kökunni fyrir múffur, ef fermingarbarninu sýnist svo. Samsettur tekur Muff- insturninn 36 múffur. Turninn hannaði María Krista Hreiðars dóttir og fæst hann á vefsíðunni www.kristadesign.is Kransakökuna upp á stall Muffinsturn hentar vel undir háar kransakökur. MYND/KRISTADESIGN Turninn tekur 36 múffur ef fermingarbarnið vill slaufa kransakökunni. MYND/KRISTADESIGN ● HJÚPUR Á KÖKUR OG KON FEKT Þessi helst alltaf gljáandi. Auk þess er hann fallegur og auðvelt að skera í hann. 100 ml rjómi 100 g glúkósi 500 g dökkt súkkulaði Setjið rjóma og glúkósa í lítinn pott og hitið blönduna að suðu. Saxið á meðan súkkulaðið mjög smátt og setjið það í skál. Hellið helmingnum af heitum rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið í því út frá miðju. Hellið afganginum af rjómanum saman við smátt og smátt og hrærið stöðugt í á meðan, þar til blandan er alveg slétt. Þá er hún tilbúin til notkunar. Úr bókinni Súkkulaði/Vaka-Helgafell ● HVAÐ FÉKKSTU MÖRG SKEYTI? Fyrr á árum var þrennt sem fermingarbörn ræddu sín á milli daginn eftir ferminguna: Hvað fékkstu? Hvað fékkstu mikinn pening? Hvað fékkstu mörg skeyti? Símskeyti hrúguðust inn á heimili fermingarbarnsins og árið 2001 voru borin út tíu þúsund símskeyti til fermingarbarna. Eitthvað hefur dregið úr þessum sið með tilkomu smáskilaboða og facebook-skila- boða, en enn er þó hægt að senda skeyti á fermingardaginn og á heimasíðu Póstsins getur fólk valið mynd á skeytið, skrifað textann og borgað með kreditkorti. Pósturinn sér síðan um að koma skeytunum til skila. Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 KR. EINTAKIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.