Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 22
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar „Þetta var yndislegur dagur,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir söng- kona, sem fermdist 6. apríl 1975 í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli. „Ég ólst upp á frekar trúuðu heim- ili. Mamma og pabbi sóttu messur og pabbi söng með kirkjukórnum. Ég fór snemma að syngja með kórnum og hugsaði mikið um trúna. Mér fannst því sjálfsagt að fermast,“ segir Elín, en séra Stefán Lárus- son sá um ferminguna. Elín man vel eftir ferm- ingardressinu. „Við fórum á Selfoss til að velja fötin. Á þess- um tíma var mikið í tísku að vera í riffluðu pilsi og vesti. Ég fékk svart rifflað vesti, hnésítt pils og eldrauða blússu með blúndum, ægi- lega fallega,“ segir Elín og minn- ist þess hlæjandi að móðir hennar hafi síðar erft silkiblússuna fínu. „Hún var svo pen og nett og fékk blússuna þegar ég stækkaði upp úr henni.“ Móðir Elínar var flinkur kokk- ur og meistari í að skreyta mat og kökur að sögn Elínar en ferm- ingarveislan var haldin heima. „Allur undirbúningurinn var mjög spennandi. Móðursystur mínar komu frá Reykja- vík til að hjálpa mömmu við að útbúa matinn en boðið var upp á bæði steikt læri, hangikjöt og fleira góðgæti. Eftir mat- inn var boðið upp á kaffi,“ lýsir Elín. Hún minnist með hlýju alls þess fólks sem kom bæði úr Reykja- vík og að austan í ferminguna hennar. Gjafirnar voru heldur ekki af verri endanum. „Ég fékk miklu meira en ég bjóst við,“ segir Elín sem fékk úr frá foreldrum sínum sem hún á enn í dag og auk þess skatthol. „Það var hvítt eins og var í tísku þá og hægt var að draga út borðið og jafnvel læra við það,“ segir hún glaðlega. Mamma erfði skyrtuna Elín Ósk ásamt foreldrum sínum á fermingardaginn. Elín Ósk Óskarsdóttir Alex Már Gunnarsson fermist 17. apríl í Hafnarfjarðarkirkju. Hann segir fermingarfræðsluna hafa verið algera vakningu. „Ég vil bara staðfesta trúna mína og staðfesta skírnina,“ segir Alex Már. „Ég er búinn að læra ýmis- legt um Biblíuna, til dæmis að bækurnar eru í Gamla testament- inu og bréfin í Nýja testamentinu. Svo er ég auðvitað búinn að læra hvað við eigum að gera við ferm- ingarathöfnina, en við lærum bara sjálf trúarjátninguna, Faðir vorið, gullnu regluna og fleira. Þetta er búið að vera alveg ágætt og ég myndi ekki fermast án fermingarfræðslu.“ Bókin sem notuð er við ferm- ingarfræðsluna heitir Trú og líf, en Alex Már segir hana að mestu leyti fjalla um trúna, þar sé engin lífsleikni eða slíkt. „Við erum búin að gera nokkur verkefni úr bókinni og þá vorum við til dæmis að flokka Gamla testamentið og Nýja testamentið og svoleiðis. Presturinn hefur svo talað um við okkur hvernig við getum notað trúna í daglega lífinu, en það er ekki beint úr bók- inni. Það var líka námskeið fyrir fermingarbörn í haust áður en fræðslan byrjaði, en þá var ég úti í Tyrklandi svo ég missti af því.“ Alex Már segist ekki geta tekið eitthvað eitt út úr sem sé skemmtilegra en annað í fermingar fræðslunni. „En ég var eiginlega búinn að gleyma trúnni, svo þetta hefur verið alger vakning. Mér finnst gott að staðfesta það að ég trúi á Guð og Jesú og ég myndi alls ekki láta ferma mig ef ég hefði ekki trú.“ - fsb Fermingarfræðslan var mér algjör vakning „Mér finnst gott að staðfesta að ég trúi á Guð og Jesú,“ segir Alex Már Gunnarsson fermingarbarn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Anna Margrét Benediktsdóttir fermist 10. apríl í Seljakirkju. Hún segir aldrei hafa komið til greina að sleppa fermingunni, því hún trúi á Guð. „Ég var í sunnudagaskóla þegar ég var lítil og hef alltaf trúað á Guð,“ segir Anna Margrét. „Við erum svo búin að vera í fermingarfræðslu einu sinni í viku í allan vetur og læra betur um trúna og lífið. Kannski ekki neitt sem maður vissi ekki áður, en það er gott að rifja þetta upp og staðfesta trúna.“ Anna Mar- grét hlakk- ar til ferm- ingardags- ins, sem mun hefjast með því að hún fer í hárgreiðslu. Hefur hún gert það áður? „Nei, ég hef aldrei gert það, þann- ig að þetta er dálítið stórt skref. En mér finnst gaman að eiga svona dag sem snýst bara um mig og er búin að kaupa bleikan kjól til þess að vera í, sem ég valdi sjálf og er rosalega ánægð með.“ Mörg fermingarbörn setja tölvu efst á óskalistann yfir fermingar- gjafirnar, en Anna Margrét vill fá rúm í fermingargjöf og segist vongóð um að fá það. „Ég á reynd- ar ekki tölvu, en mig vantar rúm meira og get alltaf eignast tölvu seinna,“ segir hún. En hvað hefur verið skemmtileg- ast í fermingar- undirbúningnum? „Mér finnst eigin- lega hafa verið skemmtilegast að læra meira um trúna, en þetta er allt búið að vera mjög skemmti- legt,“ segir Anna Margrét. - fsb Skemmtilegast að læra um trúna „Gaman að eiga dag sem snýst bara um mig,” segir Anna Mar- grét Benediktsdóttir fermingarbarn. MYND/RÚNAR MÁR JÓNATANSSON ÍS L E N S K A S IA .I S 5 37 59 0 3/ 11 Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF PANTAÐU FERMINGARGJÖFINA Á WWW.ICELANDAIR.IS GJAFABRÉF ICELANDAIR GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FUGFAR TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA Í EVRÓPU OG NORÐUR-AMERÍKU ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.