Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 34
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR18 ● fréttablaðið ● fermingar Bjartir og glaðlegir litir eru við hæfi þegar lagt er á borð fyrir fermingarbörnin. Þar koma blómin sterk inn. „Mér finnst fólk farið að leika sér meira með blómin en áður og blanda ýmsu saman,“ segir Rannveig Vernharðsdóttir, eigandi Mi- mosu á Glerártorgi á Akureyri, spurð um nýjungar í fermingarblóm- um. Hún segir rósir jafnan vinsælar og nú séu túlípanar til í mörg- um nýjum og skemmtilegum litum. Kertin eru fjölbreytileg sem keypt eru fyrir fermingar og þau eru skreytt í Mimosu fyrir þá sem það kjósa. Blómastúdíó Hrönn er ný verslun í Nóatúni 17. Þar ræður húsum Guðrún Hrönn Einarsdóttir blómaskreytir. „Ég legg áherslu á einfaldleikann og nota ýmislegt með blómunum,“ segir hún um fermingar skreytingarnar, sem hún teygir sumar hverjar út á borð- ið með hjálp vírs og oasis-kúlna. Hún er líka með ódýra og litríka vasa sem er hægt að sveigja og setja flottan svip á borð. Guðrún Hrönn tekur fram að fólk geti komið með eigin kerti og hún skreytt í kringum þau. - gun Gerberur í glervasa með silfurvír. Í botninum eru bláar kúlur. Úr Mimosu á Glerártorgi. MYND/HEIDA.IS Brynja Vilhjálmsdóttir í Mimosu á Glerártorgi með borðskreytingu úr túlípönum, pálmablaði og hvítum hjörtum. MYND/HEIDA.IS Hér er smáu og stóru blandað saman í Blómastúdíói Hrönn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nellikurnar eru margar saman á stilk og eru því ekki dýrar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mér þykir gaman að stilla þannig upp að ég miðli hugmyndum til fólks,“ segir Guðrún Hrönn, sem hefur opnað Blómastúdíó Hrönn í Nóatúni 17. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Litirnir blár og límónu- grænn fara ljómandi vel saman eins og sést í Blómastúdíói Hrönn. Leikið með litrík blóm ● SÁLMABÓK FERMINGARBARNSINS Margir eignast sína fyrstu sálmabók við fermingu. Víða er hægt að kaupa sálmabækur og fá á þær gyllingu, Fréttablaðið kannaði verð á örfáum stöðum. Hjá Kirkjuhúsinu-Skálholtsútgáfu kosta sálmabækurnar 2.000 krónur og gylling 1.580 krónur. Í verslunum Eymundsson kosta sálmabækur 2.190 krónur og gylling 1.255 krónur. Í bókabúð Máls og menningar kostar sálmabók 1.990 krónur en ekki er boðið upp á gyllingu. Í Garðheimum kosta sálmabækur 1.995 krónur og gylling 1.450 krónur. Blómaval býður sálmabækur á 1.790 krónur og gyllingu á 1.399 krónur og þar býðst fermingar- börnum einnig 20 prósenta afsláttur. Hjá Stell prentþjónustu á Akureyri kostar sálmabók með gyllingu 3.480 krónur. ● SYNIR OG DÆTUR BOÐORÐSINS „Bar Mitzvah“ þýðir bókstaflega „sonur boðorðsins“ en hefur á seinni árum yfirfærst á þá athöfn í gyðingdómi þegar börn eru tekin í fullorð- inna manna tölu. Ef um stúlku er að ræða er talað um „Bat Mitzvah“ því Bat þýðir dóttir. Athöfnin, sem framkvæmd er þegar drengir eru þrettán ára en stúlkur tólf ára, markar þau tímamót að nú séu þau fullorðið fólk sem beri að hlýða boðorðunum. Börnin fara í fræðslu hjá rabbínanum sem felst í því að kynna sér Gamla testamentið á hebresku. Börnin flytja síðan þann kafla sem þau hafa valið sér við hefðbundna hvíldardagsathöfn. Oftast syngja þau hann, en það fer þó eftir getu þeirra. Athöfnin hefst á föstudagskvöldi, þegar hvíldardagur- inn hefst, en aðalathöfnin er síðan á laugar- deginum þar sem barnið fer með þann kafla sem það hefur valið sér auk þess að þurfa að halda ræðu fyrir framan söfnuðinn. Á eftir er svo hefð fyrir því að slá upp mikilli veislu. - fsb TIL FERMINGAGJAFA • FERÐATÖSKUR • ÍÞRÓTTATÖSKUR • BEAUTYBOX • BAKPOKAR • SEÐLAVESKI • TÖLVUTÖSKUR Létt ferðataska 2,7 kg Verð 11.300 kr. Bakpoki Verð 7.500 kr. Stór taska verð: 15.600 kr. Miðstærð verð: 14.300 kr. Lítil taska verð: 10.500 kr. Komið í miðbæinn og skoðið vöruúrvalið okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.