Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 38
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 Ný sending af vinsælu úrunum tilvalin í fermingarpakkann. Fermingarskart Mikið úrval af hárskrauti, hönskum, krossum og öðrum fylgihlutum fyrir ferminguna. Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum,“ segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veislu- föngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklinga- súpu, svo ætli mamma hans eitt- hvað að baka. Þótt veislurnar séu ti l- hlökkunar efni taka piltarnir and- lega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónust- ur eða bæna stundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann. Allt frá því í ágúst hafa frænd- urnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjalla- kirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar,“ segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur,“ segir hann og neitar því ekki að hún grín- ist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utan bókar? „Ekki miðað við móður afa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma,“ svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúar játninguna og einn sálm,“ upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson,“ bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tíma mótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu,“ viður kennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur.“ - gun Í veislum hvor hjá öðrum Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. MYND/SVAVAR SIGURJÓNSSON Fljótt og vel gekk að velja fermingarfötin að sögn Örvars og Bjarnars Inga, en hvor fór með sínum foreldrum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri,“ eru fyrstu við- brögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekk- ert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn.“ „Þetta var indælis tími,” segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilag- leiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra.“ Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingar- veislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu.“ - gun Var höfðinu hærri en flestir „Ég fékk fyrsta gítarinn minn í fermingargjöf. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu,“ segir Magni. MYND/HEIDA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.