Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 42
23. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR Fermingin er viðburður sem flestir vilja varðveita sem lengst. Fallegar ljósmyndir eiga sinn þátt í að halda á lofti minningunni um daginn en svo þær heppnist sem best er gott að hafa nokkur atriði á hreinu. Harpa Hrund Bjarnadóttir rekur Ljósmyndaver Hörpu Hrundar ásamt Margréti Hauks dóttur. Hún segir ráðlegt að panta myndatöku nokkru fyrir fermingar daginn. „Strákar panta yfirleitt eftir að hafa keypt fötin eða að fermingar- degi loknum. Fyrir stelpur er sniðugt að panta töku daginn þegar þær fara í prufugreiðslu, þá er hægt að mynda þær með og án greiðslunnar, í kjól og í hvers- dagsklæðnaði.“ Lárus Sigurðarson, Lalli Sig, samsinnir því og segir til valið að mæta í myndatöku með nokkuð af fötum til skiptanna og eins ein- hverja hluti sem tengjast áhuga- málunum. „Afslappaðar myndir eru í tísku í dag; krakkar taka gjarnan mið af myndaþáttum í glanstímaritum og vilja láta mynda sig uppstríluð í flottu umhverfi fyrir utan stúdíóið eða tengja sig við áhugamálin. Sumir dripla bolta, aðrir mæta með besta vininn eða gæludýrið í myndatöku og innan við helming- ur er í kyrtlum,“ segir hann. Þau eru sammála um að best sé að panta myndatökuna fyrir eða eftir fermingardaginn. „Það er bara alltof mikið stress að taka myndirnar á fermingardaginn sjálfan. Krakkarnir eru þá ekki með hugann við sjálfa mynda- tökuna heldur ferminguna og njóta sín bara ekki,“ segir Harpa og Lárus skýtur því inn að ung- lingar í dag séu þó almennt sjálfs- öruggir fyrir framan mynda- vélina. „Enda eiga flestir stafræn- ar vélar og unglingarnir eru vanir því „að sitja fyrir“.“ - rve MINNING UM GÓÐA Harpa segir tilvalið fyrir stúlkur að mynda með prufugreiðsluna, þá sé hægt að mynda þær með greiðsluna og án. MYND/HARPA HRUND Sumir mæta með vinina eða gæludýrin í myndatöku. MYND/HARPA HRUND Margir kjósa að láta mynda sig utandyra. MYND/LALLI SIG Lárus Sigurðarson segir fermingarbörn gjarnan vilja myndir sem sverji sig í ætt við tískuþætti í glanstímaritum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Harpa Hrund Bjarnadóttir og Margrét Hauks- dóttir með ferm- ingarbarn á milli sín. Harpa segir ráðlegt að panta myndatöku með góðum fyrirvara og ekki á sjálfan fermingardaginn. Hlý og mjúk Verð aðeins 13.900,- Frábær fermingargjöf GOTT Í FERMINGUNA Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Mikið úrval af fallegum fermingartertum Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.