Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.03.2011, Blaðsíða 58
23. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR22 sport@frettabladid.is ÞRÍR ODDALEIKIR fara fram í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld og má búast við mikilli spennu á þeim vígstöðum. Teitur Örlygsson (á mynd) og hans menn í Stjörnunni mæta Grindavík á útivelli, Keflavík tekur á móti ÍR og deildarmeistarar Snæfells leika við Hauka í Stykkishólmi. Leikirnir hefjast allir kl. 19.15. HANDBOLTI Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaup- mannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar. Þetta eru þeir Ólafur Stef- ánsson, Guðjón Valur Sigurðs- son og Róbert Gunnarsson – allir leikmenn Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Nielsen hefur einnig sterk ítök í Löwen, þar sem hann er stjórnar- maður auk þess sem fyrirtæki hans, KasiGroup, er einn helsti styrktaraðili félagsins. Það lá fyrir að Ólafur myndi koma í sumar og á heimasíðu AG er haft eftir Nielsen að hann hafi samið við bæði Ólaf og Guð- jón Val. Sá síðarnefndi sagði reyndar í samtali við Vísi í gær að málið væri ekki komið svo langt en að hann hefði átt í við- ræðum við félagið. Fréttablaðið fékk viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar við þessu en hann leikur með AG í dag ásamt öðrum lands- liðsmanni, Arnóri Atlasyni. Ólafur Guðmundsson er einnig samningsbundinn AG en var lán- aður þetta tímabilið til FH. „Ég hafði auðvitað heyrt af þessu en veit ekki til þess að þeir séu búnir að skrifa undir. En það væri frábært að fá þá,“ sagði Snorri Steinn. „Þetta væri vissu- lega sérstakt en líka mjög gaman. Það væri gaman að prófa þetta og sjá hvernig þetta virkar.“ Nielsen stefnir að því að gera AG að stærsta íþróttafélagi Danmerkur og að liðið verði í allra fremstu röð í evrópskum handbolta. „Hann hefur ekki farið leynt með sín markmið og maður er hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum þegar hann er annars vegar. Hann er nokkuð djarfur en stendur yfir- leitt við það sem hann segir. Ég hélt til dæmis að hann væri að grínast þegar hann sagðist ætla að láta úrslitaleik deildarinnar fara fram á Parken fyrir framan 40 þúsund manns. En nú er hann greinilega búinn að panta völlinn þó svo að úrslitakeppnin sé ekki einu sinni hafin,“ sagði hann en Parken er þjóðarleikvangur Dana og er yfir- leitt notaður fyrir knattspyrnuleiki. Snorri segir að þetta mál hafi vissulega borið á góma á æfingu í gær. „Þeim finnst nóg að vera með tvo Íslendinga fyrir,“ sagði Snorri og hló. „En ég held að allir gera sér grein fyrir því að þetta yrði mik- ill styrkur fyrir liðið. Vissulega er það hausverkur fyrir þjálfara að vera með þrjá leikmenn í hverri stöðu en leikmenn hræðast ekki samkeppnina.“ Snorri segir að það sé ljóst að leikmenn fái ekki að spila 60 mín- útur í hverri viku í svo sterku liði. „En maður fær svo mikið annað í staðinn. Ég lít á þetta sem ævintýri og ég er viss um að Nielsen sé ekki hættur. Nú ætlar hann á Parken og guð má vita hvað kemur næst.“ eirikur@frettabladid.is Ævintýrið heldur áfram í Danaveldi Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar, segist ætla að fá þrjá íslenska landsliðsmenn til liðs við félagið í sumar. „Hættur að verða hissa á því sem maður les í blöðunum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson. Sérframleiðum bursta eftir þínum þörfum. • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÍSLENDINGANÝLENDA? Leik- mennirnir fimm sem gætu spilað í Danmörku á næsta ári. KÖRFUBOLTI KR jafnaði metin í einvíginu gegn Keflavík um sæti í úrslitum um Íslandsmeistara- titilinn í Iceland Express deild kvenna, eftir sigur í gær í öðrum leik liðanna, 75-64. KR fékk nýjan bandarískan leikmann, Melissa Ann Jeltema, með sannkallaðri DHL-hraðsendingu fyrir leikinn en hún lék frábærlega í gær, skor- aði 25 stig og tók 10 fráköst. KR lék án Margrétar Köru Sturludótt- ur, sem tók út leikbann en verður lögleg með liðinu í næsta leik. Leikurinn var í járnum framan af og leiddi Keflavík með einu stigi í hálfleik, 37-38. Frábær varnar- leikur hjá heimastúlkum í lokaleik- hlutanum setti sóknarleik bikar- meistara Keflavík úr skorðum og sigu heimastúlkur framúr og tryggðu sér loks mikilvægan sigur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var afar ánægður með sigur liðs- ins. „Við erum frábært varnar lið og höfum sýnt það í allan vetur,“ sagði Hrafn en hvernig líst honum á nýjan leikmann liðsins, Jeltema, sem fengin var til að leysa Chazny Morris af hólmi sem reif liðþófa á dögunum? „Við höfðum ekki mikinn tíma til að leita en mér sýnist við hafa tekið nokkuð góða ákvörðun. Ég get ekki sagt annað en að ég sé bjartsýnn fyrir framhaldið.“ Pálína Gunnlaugsdóttir, leik- maður Keflavíkur, hafði ekki miklar áhyggjur af þrátt fyrir tapið. „Það hefði verið sætt að komast 2-0 yfir en ég held að við höfum allar vitað það að við værum ekki að fara að vinna KR í þremur leikjum. Við vorum alls ekki að spila saman og þeir sem spila ekki saman í liðsíþrótt vinna ekki leiki,“ sagði Pálína, sem skor- aði 15 stig gær. - jjk KR jafnaði í gær metin gegn Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna: Hraðsendingin skilaði KR sigri 25 STIG Melissa Jeltema var ekki búin að vera lengi á landinu þegar KR mætti Keflavík í gær. Hér reynir Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir að verjast henni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KR-Keflavík 75-64 (37-38) Stig KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 frá- köst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4. Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmunds- dóttir 21, Pálína Gunnlaugsdóttir 16, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingi- björg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.