Alþýðublaðið - 08.09.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1923, Blaðsíða 2
1 Atvinnnlejsið. Bæjarstjórn kýs nefnd til að rannsaka atTÍnnnástandið og safna skýrslum um atviuimlcysi. Á fundi bæjarstjórnarinnar í ! fyrra kvöid bar Jód iBaldvinsson af hálfu jafnaðarmanna fram svo hljóöaDdi tillögu til fundarálykt- unar: >Bæja'Stjórnin ályktar að skipa þriggja manna nefnd til þesB að rannsaka atvinnuástandið í Reykja- vík og til þess að safna eða láta safDa skýtslum um atvinnuleysi í bænum.< I framsögu sinni benti Jón Bald- vinsson á það, hversu alvarlegt væri atvinnuástandið nú hér í bænum, er fjöldi manna hefir orð- ið að ganga aðgeröarlaus um há- sumarið, og ekki væri neitt útlit fyiir breytingu til batnaðar fram undan. Kvað diann nauðsynlegt, að bæjarstjórn kynti sér það mál rækilega, svo að afleiðingarnar kæmu ekki að henni varbúinni og að óvöiu. Væri réttast, að bæjar- stjórnin léti sjálf framkvæma rann- sókn á þessu, svo að ekki yrðu brigður bornar á niðurstöðuna, eins og gert hefði verið, er verk- lýðsfélögin létu gera skýrslu um atvinnuieysið í fyrra. Með rann- sókn og skýrslusöfnun fengist þekk- ing á ástandinu, og væii bæjar- stjórn þá viðbúin og gæti gert þær ráðstafanir til atvinnubóta, er henni þætti nauðsynlegar, Héðinn Valdimarsson beuli á, að erlendis væru slíkar skýrslur gerðar að staðaldri, enda væru verkamenn þar styrktir í atvinnuleysi af opin- beru fé. Hér væri ekkert um þetta hirt, en beint lægi við, að Hag- stofan safnaði og ynni úr slíkum skýrslum, en þar sem hún gæti það ekki, þótt hún hefði fimm menn, og slíkar skýrslur væru ekki til, væri sjálfsagt, að bæjarstjórn léti safna þeim, enda þyrfti að komast á skýrslugerð um hag bæjar- og sveitarfélaga yfirleitt. Pótur Halldórsson mælti gegn til- lögunni. Kvað hann söínun at- vinnuleysisskýrslna mundu vekja tálvonir hjá mönnum, að eitthvað yrði bætt úr atvinnulej'sinu, er það kæmi í ijós, hve magnað það væri, en bæiir\n mundi ekkert slíkt geta. Var á honum að heyra, að bezt væri að forðast þekkingu á málinu. í’órður Bjarnason og Gunnlaugur Claessen mæltu báðir með samþykt tillögunnar, og var hún að ioknum umræðum sam- þykt að viðhöfðu nafnakalli með ] 2 atkvæðum gegn 1 (Póturs Hall- ! dórssonar). Fjarverandi voru borg- arstjóri, Björn Ólafsson og Ólaíur Friðriksson. Kosningarréttnr á að Tera almennar, jafn og beinn og fyrir alla, jafnt konnr sem karla, sem ern 21 árs að aldri. Tii minnis. V. Er þá þýðingarlaust að hugsa um þessi mál? Það vár nýtt að sjá Morgunblaðið halda fram stéttaskiftingu og stóttabaráttu, en svo var þó nú á dögunum. Eitthvert fífl, sem af fáfræði og heimsku skrifar nú um alt milli hlmins og jarðár þar, áleit stétta- skiftingu sjálfsagða. Tii þessa hefir það óspart verið Iátið klingja við, að jafn- aðarmenn æsi verkamenn til stéttabaráttu, og talið höfuðsyud. Ekki er því að néita, að stétta- baráttan er aðalvopn jafnaðar- mánna; munurinn er að eins sá, að þeir nota stéttabaráttuna gegn stéttáskiftingunni, gegn stétta- ríkinu. Stéttabaráttan er sameining öreiganna gegn auðvaldsstefn- unni. Með henni ætla þeir að gera upp dánarbd auðvaldsins, þegar það loks fyrir eigin syndir hrynur um koll. Jafnaðarmenn vilja fá hin- um vinnandi lýð;,' í hendur stjórn framleiðslunnar, breyta henni þannig, að márkroið hennar sé ekki peningahagnaður, heldur fullnæging allra þarfa allra. Með- an síldin rotnar og kornið myglaf, er ekki hægt að segja, að ekki sé nóg Ufsskilyrði handa öllum. Skógarnir standa óhöggnlr, og koiin ligeja í jörðinni. Jafn- aðarmenn ætla að láta almenn- ing njóta þessa. Eina ráðfð er því að breyta um stjórn framleiðslunnar. Ekki reka hana þannig, að nokkrir fáir rnenn geti átt margar hallir, — fátið gosbrunna í görðum sínum spúa kampavíni, hefdur á þann hátt, að þarfir fjöidans gangi fyrir öllu, að hver upp- skeri það, sem hann sáir. Þatta nefnum vér jafnaðarmenn byltingu. Um það er kosið; um það er barist. Vér munum sigra; til þess höfum vér máftinn, — bíð- um að eins eftir tækifærinu. 23. ágúst 1923. E. J. S. 0. Eyjaiundnr. Andstæðingar jafnaðarmanna héldu fund fimtudagskvöldið um jafnaðarstefnuna með tilliti til Vestmannaeyji. Var fundurinn í Nýja Bíó, sem mun taká nokkru meiri mánufjölda en Bárubúð, og var húsið troðfult. Þeir Páll Kolka og Gísli Johnsen hótu umræðnrog töluðu sinn^/g-tímann hvor, en Ólafur Friðriksson tal- aði á eftir klukkutíma og fékk bezta hljóð. Talaði þá séra Jes Gísiason og fór mjög geyst. Kom hann með tillögu um, að íund- urinn skoraði á Ólaf að hverfa sem fyrst af fundi og úr Eyjum og bað þá, sem fylgdu, því, að standa upp, og gerðu það nokk- uð margir, og síðan stóðu aðrir upp á móti, en færri, en mótat- kvæða var illa leitað. Töluvert meira en helmingur fuudarmanna greiddi ekki atkvæði, enda bar fundarstjóri ekki upp tillöguna, heldur ræðumaður sjálfur. Á eftir talaði Ólafur í annað sinn og fékk bezta hijóð sem íyrr. Sýndi það bezt, hvernig eyjarskeggjar yfirleitt litu á hina kurteislegu framkomu séra Jes gagnvart gestinum. Síðar töluðu þeir Gunnar Ólafsson og Magnús Guðmnndsson í Vesturhúsum, og hótaði hinn síðar nefndi Ohfi því, áð harm yrði beittur per- sónulegu ofbeldi, ef hann hyrfi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.