Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 12
76 inn, liefir lagzt á sálir manna í faðmi fjötraðar ríkis- kirkju. Bn Únítara-stefnan liefir ekki náð mikilli útbreiðslu. Hún hefir ekki reynzt alþýðleg. Hún hefir ef til vill um- fram aðrar tegundir skynsemistrúar fullnœgt skynsemi ýmsra frœðimanna. En til hjartans hefir hún ekki náð, og með engu móti getr hún fullnœgt trúarþörf mannanna almennt. Henni reyndist óhœgt að halda hjarta-trú Channing’s; hún hlaut að aðhyllast hin köldu skynsemd- ar-rök Parker’s. Þar er styrkleiki hennar, og þar er líka veikleiki hennar. Bins mun fara „nýju guðfrœðinni“. Hún er nú þeg- ar klofin í tvennt: annarsvegar eru þeir, sem fylgja rök- um hennar út-í æsar, og geta þá ekki annað, framknúðir af sínum eigin röksemdum, en siglt í kjölfari Únítara og annarra skynsemistrúarmanna; hinsvegar eru þeir, sem enn vilja bera kápuna á báðum öxlum, fylgja bæði skyn- semi-stefnunni og hinni gömlu kristnu trú, og leitast við að samríma það tvennt. En það mun reynast, og hefir þegar reynzt, jafn-ókleift verk nú einsog ávallt áðr. Og það, sem áreiðanlega klýfr fylkingarnar nú einsog fyrr, er Jesús Kristr sjálfr. Það verðr kenningin um hann, sem verðr nýju guðfrœðinni til falls. Jesús Kristr er sá klettr, sem flóðið skellr á; þar skiftist það í tvö strauma-föll; fer annar straumrinn þeim megin, sem sú skoðun ríkir, að Jesús sé maðr og ekki meira, mikill og góðr maðr og siðameistari mannkynsins; en hinn straumr- inn fer þeim megin, þarsem sú trú ríkir, að Jesús sé guð, heilagr og blessaðr um aldir, sem borið hafi syndir mann- anna og friðþægt þá við föðurinn. Það er einungis tvennt, sem legið getr fyrir mönnum hinnar nýju stefnu, annaðhvort að sameinast í skoðunum að öllu leyti Únítörum, ellegar þá hverfa aftr til uppruna- legrar evangeliskrar trúar. Og má vel vera, að gott leiði «if hreyfing þessarri á þann hátt, að fyrir það að aftr rennr straumrinn inn-í farveg kirkjunnar fœri hann henni ný efni til nœringar og hressingar. Þess vil eg í Tengstu lög vera fullvís, að fáir sé svo langt á veg komnir, að þeir ekki snúi aftr, þegar greinilega kemr í ljós, hvert

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.