Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Síða 19

Sameiningin - 01.05.1913, Síða 19
83 hugmynd Abralianis — eða söguritarans, ef þér vil.jið heldr — var Jehóva alls ekki „mold og aska“, það er að segja: háðr mannlegu eðli. Þessi saga vitnar því mjög sterklega á móti yðr, livað sem máltíðinni líðr. Þá er a.ð minnast á glímu Jakobs. Ef til vill er eg ekki eins vel læs og þér. En eg hefi lesið þá sögu nokkr- um sinnum og aldrei fundið frá því sagt í henni með skýrum orðum, að guð hafi þar glímt við Jakob. Ein- hver dularfull persóna glímir við Jakoh og veitir hon- um áverka nokkurn. Maðr sá — því svo er hann nefndr í sögunni — breytir nafni Jakobs, en vill ekki segja til nafns síns, og blessar Jakob áðr en hann hverfr burt. Þegar glímunni er lokið, segir þessi dularfulli maðr við Jakob: „Þú liefir glímt við( guð og menn og fengið sigr.“ Að maðrinn liafi hér áðeins átt við þessa ný- afstöðnu glímu þeirra Jakobs getr naumast verið rétt, þarsem nefnd er glíma bæði við guð og menn. Og þá gefr liann auðvitað alls, ekki í skyn með orðunum, að liann sjálfr sé guð. Sagan finnst mér sltýrast bezt, ef vér liugsum oss glímuna sem líkingarfulla athöfn ein- livers sendiboða guðs. Ef þér lrafið lesið ritninguna gaumgæfilega, þá munið þér sjálfsagt eftir því, að spámenn guðs létu oft líkingarfullar atliafnir fylgja orðsending þeirri, sem þeim í það og það skiftið var trúað fyrir. Þannig batt spámaðrinn Agapus liendr sínar og fœtr með belti Páls um leið og liann spáði því, að Páll myndi verða fjötraðr af Gyðingum í Jerúsalem; og þannig braut Jeremías spámaðr leirbrúsa í augsýn öldunga og liöfuðpresta, þegar liann boðaði Gyðingum eyðilegging Jerúsalemsborgar. Og þannig liugsa eg mér að glímu Jakobs hafi verið farið; að sendiboði drottins, mannlegr eða af lnmnum ofan, hafi með þessarri líking- arfullu athöfn flutt honum huggunarboðskap frá drottni. Jakob sigraði í glímu þeirri, en ekki með því að glí'ina, heldr með orðunum, sem hann yfirunninn og lamaðr talaði til sigrvegara síns: „Eg sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig.“ Slík endalok átti glíma hans við guð og menn að liljóta, af því ha'nn var hættr að glíma og farinn að biðja um náð og blessun.—Eg má ekki í þetta skifti rita: lengra mál um skilning minn á glímu- sögunni. Yera má, að liann sé rangr. En svo mikið er víst, að saga sú ber alls ekki með sér, að söguritarinn

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.