Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Síða 22

Sameiningin - 01.05.1913, Síða 22
86 legt virðist benda á þaö, aö mótspyrna gegn þeim kenningum sé að vaxa þar með árum, og eru þau tákn tímans gleðileg. Eru þá ekki líkur til, að vér getum fengið presta frá ættlandi voru til starfa meðal vor? Það, sem mótstööumönnum vorum tekst hér, ætti oss einnig að takast. Væri nú ekki reynandi að senda forseta kirkjufélagsins eða einhvern annan hœfan mann til íslands og fela honum að útvega verkamenn? En þótt þetta verði gjört, er gátan þó ekki ráðin með þvi. Of mjög hefir oss hætt við því í liðinni tíð að byggja frekar til daga en árs, enda annaö óhœgt um sum mál. Hitt dylst víst engum, að þvi meiri framsýni sem vér sýnum í starfsmálum, því betr ganga þau. Og því færri breytingar sem vér erum knúðir til að gjöra eftir atvikum, því sterkari verða áhrif félags vors. Ár eftir ár höfum vér beöið þess, að nýir námsmenn bœttist við hóp vorn. ÞÓ mun það sannast mála, að félag vort hefir lítið gjört til að tryggja sér nemendr, og því minna til að hjálpa þeim, — sem þó er aðalatriðiö, því ekki er staðan, þegar henni er náð, þess líkleg að auðsæld fylgi, enda er það vel. En há- skólanemanda vor á meöal geta ekki dulizt tœkifœrin til auðs og mannvirðinga, sem hér bjóðast og fjölga með árum. Getr þá kirkjufélagið gjört minna en að sjá um, aðj nemendr þeir, sem á prestaskóla fara með þeim ásetningi að starfa meðal vor að náminu loknu, líði ekki skort, meðan námið stendr yfir? Jafnvel meðan College-nám þeirra stendr yfir, ætti þeim að vera, veitt lið. Vel gæti svo farið, að maðr, er þannig væri hjálpað, brygðist, og starfaði ekki vor á meðal. En á það verðr að hætta, því tímabær hjálp væri þó heldr trygging fyrir áframhaldi en hið gagnstœða. Meðan eg fyrir skemmstu dvaldi vestr á Strönd, kom eg til Portland og tafði þar tvo eða þrjá daga. Þár í bœnum er lúterskr prestaskóli í byrjun. Einn kennari veitir þar frœðslu með hjálp lúterskra presta í grenndinni. En ekki getr mér dulizt, að sá skóli hefir naumast slitið barnaskónum, enda er hann ekki eldri en tvævetr. Pacific-sýnódan, sem er hluti af General Council, kostar þessa byrjun. Líkindi eru til, að skólinn verði fluttr til Seattle, og þá bœtt við öðrum föstum kennara. Vel myndi þá þegið, að vér einnig ættum þar hlut að máli og kostuðum þar íslenzkan kennara, er veitti tilsögn í ein- liverri aðal-deild guöfrœöinnar. Það væri bæðf þeim og oss stór gróði. Ætti sá kennari að veita íslenzkum nemendum tilsögn í íslenzku, einkum í því

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.