Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1913, Page 28

Sameiningin - 01.05.1913, Page 28
92 umrœöur veröa um „Verkefni bandalag-anna“ — máls-hefjandi séra Björn B. Jónsson. Erindsrekar Bandalaganna gjöri svo vel aö afhenda undirrituð- iim kjörbréf sín fyrir hádegi þingdaginn, svo ekki þurfi að eyða neinu af fundartimanum til að semja erindsrekaskrá. Allir gjöri svo vel að hafa meö sér Bandalaga-sálmabókina. Baldri, Man., 29. April 1913. F. Hallgrímsson, fors. Bandalaganna. FYRIR UNGA FÓLKIÐ. Deild þessa annast séra Friðrik Hallgrímsson. BANDALAGS-ÞING verðr haldið í sumar í sambandi við kirkjuþingið. Það getr ekki náð tilgangi sínurn nema því aðeins, að unga fólkið taki hcndum saman um að gjöra það uppbyggilegt. Sérstaklega ætti unga fólkið í söfnuð- unum ísl. í Norðr-Dakota, að fjölmenna á það þing. Og öll banda- lögin ætti að senda þangað erindsreka, einn eða fleiri, eftir ástœðum; því þýðingarmikil mál verða á dagskrá. Það getr verið mikil upp- bygging í því fólgin fyrir ungt fólk að koma saman og rœða kristileg félagsmál sin. Og kristilegu félagsmálin okkar yfir höfuð grœða á þvx, að unga fólkið sinni þeim og leggi rœkt við þau. Tökum því höndum saman um það, að láta þetta þing verða með suðs hjálp upp- byggilegt, ávaxtarsamt og ánœgjulegt. David Livingstone 1813 — 19. MARZ — 1913. (Framhald.) 8. Júní 1832 lagði Livingstone á stað frá Cape Town, og komst tæpu ári síðar til Linyanti, höfuðborgar Makololo-manna. — Á leið- inni kom hann til Kolobeng, og voru þá Búar nýbúnir að koma þangað til að hefna sín á Sechele fyrir vináttu hans og fylgi við Livingstone. Sextíu af mönnum hans drápu þeir, og hús Livingstone’s brenndu þeir til kaldra kola, og í því allar bœkr hans. Þegar Livingstone kom til Linyanti, var þar tekinn við stjórn Sekeletu, sonr Sebituane þess, er fyrr er nefndr, og reyndist hann Liv- ingstone vel, einsog faðir hans. En viku eftir að L. kom þangað veiktist hann af „malaria“, illkynjaðri sóttveiki, er tók sig upp ná- lega þrjátíu sinnum á ferðinni, sem þá var fyrir höndum, og var honum bæði leiðr og tafsamr förunautr.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.