Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1916, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.09.1916, Blaðsíða 21
211 þaðan; tré þetta þótti hentugt efni í mænirásinn. FurutréS norska kom sér nú vel sem fyr. Undir þaki þessu hélt nú hin glaðværa húsmóSir miklar veizlur vinum og vandamönnum, og léku menn á alsoddi; fór svo fram um hríS. Þá kom reynsludagurinn; það varð kyrt og hljótt og sorg- arþungi ríkti yfir öllu; húsmóSirin, Donna Benita, lá dauSsjúk. Díkv’agninn kom og fór. ÞaS var flutt úr húsinu og því lokaS. ÞaS leiS og beiS, önnur húsmóSir flutti í húsiS. Eftir nokkur ár heyrSust raddir og fótatak ungbarna, sem stálpuöust og eyddu þar sínum gleSiríku æskudögum, og urSu fulltíöa menn og konur. Einu sinni eSa tvisvar átti líkvagninn erindi aS húsinu, og flutti burtu barnslík; fleiri börn voru eftir, sem létu bera lítiS á sér um tíma, en svo hófst æskufjöriS og glaSværSin á ný. Stórkostlegar brúökaupsveizlur höföu veriS haldnar; spænskir fjölskyldufeSur af ströndinni millli San Diego og San Erancisco voru boSnir meS skylduliö sitt. HúsrúmiS var aukiS meS því aS tjalda yfir auSa svæSiS á innanverSu hússins; veizlufögnuöur og gleöi stóö dögum lengur. Tíminn leiS; börnin v'oru gift og kominn burt; húsbóndinn og húsmóöirin götnul og ellihrum, og voru lögS til hinztu hvíldar í litla grafreitnum. HúsiS stóö aftur í eySi. Nú geröist saga hússins breytileg. ÞaS var um tíma vopnabúr og hermannaskáli. Eitt sinn hélt Fremont hershöföingi þar til, sömuleiSis Hooker sveitarforingi á leiö sinni til San Francisco, sá er seinna varS yfir-hershöfSingi. FjórSi Júlí var haldinn hátíSlgur í þessu húsi, í fyrsta sinni þar í grendinni; þegar ameriskir menn af ensku bergi brotnir komu tii sögunnar, fluttu þeir meö sér þann siS. Líknar-systurnar höfSu húsiS fyrir skóla, þangaS til þær eign- uSust sjálfar húsnæöi. Þegar kirkjan brann, hélt presturinn söfn- uöinum saman meS því aS flytja guösþjónustur undir þaki þess. Amerískir menn fluttu meS sér trú mótmælenda; hin nýja trú var boöuS í fyrsta sinni í húsi þessu; líka hélt alþýöuskólinn skemtun sína þar; þóttu þaS rnikil nýbrigöi. PósthúsiS var þar um tírna, og menn komu þar saman til þess aS kjósa starfsmenn í opinberar stöS- ur. HúsrýmiS var svo mikiö, aS ýmsir óskyiidir flokkar gátu sam- tímis rekiö þar störf sín. Og svo varö húsiS eitt sinn enn þá notaS til íbúöar. AS síöustu varS þaö aSsetur þeirra, sem fátæktar vegna ekki gátu búiö annars- staöar. Og hús þetta, sem eitt sinn hafSi veriö svo v’andaS, var nú komiS á fallanda fót. Svo var þaö aS nokkru leyti rifiS, til þess aö rýmka til fyrir ööru húsi, sem veriS var aS byggja; þó var nokkur hluti þess látinn standa og geröur aS fjósi, sem varla gat þó hangt uppi; mænirásinn í fjósinu var siglutréö, og var nú ormétiö í báSa enda. 1 snotrum, þriflegum smábæ, mótuöum eftir nútiSarmenning, er hverfi af gömlum húsum bygSum úr adobe. Hús þessi eru leifar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.