Alþýðublaðið - 10.09.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1923, Blaðsíða 2
/ 2K£l&33tjiSL&9li» i ilit og tillOgor Maguúsar sj'slum. Críslasonar i jarðrœktarmálinu. Eskiflrði 10/6 1922. Út af fyrirspurn Búnaðarfél. ís- lands í bréfl dags. 15. jan. b- á. um það, með hvaða skilyrðum. íbúar kauptúna hér í umdæminu fái land kauptúnsins til ræktunar, skal ég leyfa mór að taka fram eftirfarandi: Óvíða er land kauptúnanna hér í umdæminu bygt til ræktunar sérstaUega. Eins og kunnugt er, hagar svo til hór, að öll stærri kauptúnin standa á strandlengj- unni austan megin fjarðanna inn við botn þeirra. Er þar undiriendi lítið. Jarðvegur giýttur og hrjóst- ugur. Nálega alt það land,_ sem selt er á leigu, er leigt fyrir bygg- ingarlóðir eða til flskverkunar, og fylgir venjulega lítil lóð hverju húsi. Lóðir þessar eru margar af- girtar og ræktaðar það af þeim, sem ekki er notað undir hús, en leiguskilmálarnir eru miðaðir við lóðirnar sem byggingarlóðir, enda eru þær svo litlar venjulega, að lítið lið er að þeim til ræktunar. Á einum stað, Neskaup'úni í Norðfiiði, hefir þó verið leigt eitt- hvað út af ræktunarlóðum á seinni árum, en fremur er það í smáum stíl. Leiguskilmálar eru: 50 ára erfðafesta og árgjald miðað við l1/^ eyri fyrir fermet.er. Inn af fjörðunum liggja allvíð- lendir dalir, slóttir og fremur gras- gefnir og dável fallnir til rækt- unar. Hafa nokkrir kauptúnabúar tekið á leigu smá-landspildur úr landi daljarðanna til ræktunar, en • misjafnlega hafa þær tilrauuir gef- ist. Munu örðugleikar á að koma áburði á landið, fyrir vantandi ak- vegi, hafa staðið þessum tUraun- um mest fyiir þrifum. Beztan ár- angur hefl ég séð á Reyðarfirði, í en þar liggur akvegur úr kaup- túninu inn sveitina, Fagradals- brautin. f’ar sem enn fremur Búnaðarfé- lagiö,spyr um, á hvern hátt máli þessu muni bezt fyrir komið, með tilliti til þess, að ræktunin geti tekið sem skjótustum framförum, þá eru staðhættir hér innan tak- marka kauptúnanna, eins og ég hefi þegar dreplð á, því til fyrir- stöbu, að um nokkrar verulegar framkvæmdir í þessu efni geti verið að ræða, ef ekki á að leita út fyrir kauptúnin með ræktun- ina. En vitanlega hagar víðast betur til á landinu annars staðar en hér. — En fleira er og því til fyrirstöðu, að ræktunin komist íljótt í gott hoif; þannig er flest þurrabúðarfólkið, sem mesta þörf- ina heflr fyrir einhverja grasnyt, efnalítið og á því óhægt með að leggja fram nokkuð fé að ráði til ræktunartilrauDa. Enn fremur vant- ar það tilfinnanlega þekkingu á jarðrækt og áhöid og útbúnaður allur fremur ófullkominn. Hins vegar er talsverður áhugi á að afla sér heyja, og eftir því, sem kauptúnin stækka, eykst eft,- irspuin eítir landbúnaðarafurðum, sérstaklega mjólk, svo að t.il vand- ræða horfir, ef ekki verður bætt úr því bráðlega. — Til þess að koma þessu máli í sæmilegt horf, þarf að mínu áliti að gerbreyta fyiirkomulaginu á ræktuninni. í stað þess, að einstakir þurrabúðar- menn hafa hingað til með léleg- um áhöldum og lítilli þekkingu á jarðrækt reynt að rækta upp smá- bletti í gvýttum og ófvjósömum jaiðvegi, þarf stjóin kauptúnanna að taka málið í sínar hendur og baita sér fyrir allar framkvæmdir á því sviði, með því: 1. Að taka á leigu eða kaupa hæfllega stórt svæði úr óræktuðu landi þorpanna eða nágrannajarða utan kauptúna. Yrði land þetta að vera vaiið sem næst byggðinni i kauptúnunum, og þar sem skil- yrðin fyrir ræktuninni væru b;zt. 2. Að girða land þetta, þurka, plægja og herfa eítir því, sem þörf krefði, ait á kostnað sveitarsjóðs. 3. Að leggja akveg að iandinu, ef hann er ekki þegar fyrir, og 4. að selja landið þannig undir- búið á leigu þurrabúðarmöunum kauptúnsins gegn því, að leigutaki i hver komi sínu landi í fullkomna rækt á ákveðnu árabili gegn h'æfl- legu endurgjaldi. Til' þess að koma þessu í fram- kvæmd þarf þing og stjórn að sjá kauptúnunum fyrir hagkvæm- um lánum með lágum vöxtum og löngum afborgunartíma, og ef til vlll verður og nauðsynlegt að heimila hreppsnefndum að taka nauðsynlegt land til ræktunar, eignarnámi, ef ekki nást samning- Stangasápan með blámanom fæst mjög ódýr í Kaapfélugfnu. ar við landeigendur. Að sjáltsögðu þurfa hreppsnefndir að njóta að- stoðar sérfræðinga, bæði um val á landinu, snmning kostnaðaráætl- unar og tramkvæmd verksins, og teldi ég rétt, að ekki yiði veitt lán til fyrirtækisins eða eignarnám heimilað nema eftir tillögum hlut- aðeigandi sýslunefnda og Búnaðar- fólags íslands. — Kostirnir við þetta fyrirkomuiag ættu að vera meðal annars þeir, að mikið spar- aðist á kostnaði við girðiDgu og ræktun landsins, þar sein alt landið yrði girt í einu lagi í stað þess, uð hver þyifti annars að girða sinn blett, og þegar svo stórt svæði væri tekið fyrir í einu, geng ég út frá, að unnið yrði með ný- tízku-vólum, sem einstaklingarnir geta ekki notfært sér hver í sínu lagi, Enn yiöi landið betur undir- búið til ræktunar og ætti að geta geíið meiri arð. Miklu fleiri þurra- búðaimenn gætu orðið ræktaða landsins aðnjótandi, þar sem þéir Þyrftu svo lítið fé að leggja fram úr sínum vasa til ræktunarinnar, því aðalfyrirhöfn leigutakanna yrði að bera á landið og ef til vill sá í það 1 -2 ár. Ætti það engum að vera ofvaxið, sérstaklega þar sem iíkt hagar ti) og hér austan- lands, að árlega fellur mjög mikið til af ábuiði, flskiúrgangi, sem ekkert er notað og fleygt er f sjóinn. — Fyrir þurrabúðarmenn, sem ýmist lifa af sjávarafla eða daglaunavinnu, væri það ómetan- legur styrkur að geta fyrirhafnar- lit.ið á skömmum tíma eignast umráð yflr landi, sem gæfi af sér sem svaraði J/2 kýrfóðri af heyi og garðávexti, sem nægðu honum og fjölskyldu hans yfir árið, og með þessari aðferð ættu allir að geta oiðiö þessara hlunninda að- njótandi. Hreppunum ætti ekki heldur að vera þetta ofvaxið, því fyrirtækið ætti að bera sig fjár- hagslega, og þó eitthvert tap kynni að verða á þvi íyrir hreppinn, mundí óbeinn hagnaður fyrir þorpin nema meiru. Ég geng út frá, að leigutaki fengi erfðafestu á landi sínu, þó með því skilyrði, að hann og eítirkom-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.