Íslendingur - 18.01.1918, Blaðsíða 2
10
'ÍSLENDINQUR
• •
-•••••••••» ♦■■• •••••• •-• • • • • « • • • •
ísland
á friðarfundinum
í Stockholm.
Fulltrúar hinna hlutlausu landa á
Stockholmsfundinum, sem haldinn
var í sumar, hafa í skjali birt grund-
vallaratriði þau, sem þeir telja nauð-
synleg, ef friður á að fást. Aðalskil-
yrði friðarins eru: Engar Iandvinn-
ingar, engar skaðabætur, þó bæti
Þjóðverjar Belgum skaða af þeirra
völdum í Belgíu. Þjóðerni ráði landa-
merkjum o. s. frv.
En það, sem oss íslendinga varð-
ar mestu, er, að eitt skilyrðið er talið:
pólitiskt sjálfstœði íslands.
Þetta er því eftirtektarverðara fyrir
það, að á fundinum mun enginn
hafa mætt af íslands hálfu, og út-
lendingar hafa tekið þetta upp án
hvatningar hjeðan að heiman.
Hafísinn.
Má heita, að hafís fylli nú hvern
fjörð, vfk og vog norðanlands, frá Horni
til Vopnafjarðar, og herma þó sfðustu
fregnir, að hann sje kominn alla leið
til Borgarfjarðar eystra. Með haffsnum
hafa fylgt óvanalegir kuldar, 2O0Cog
þar yfir. Hefir þessi mikli kuldi gert
það að verkum, að svo hefir mátt
heita að samfeld fshella mannheld
hafi þakið allan Eyjafjörð, enda hafa
menn gengið yfir fjörðin milli Kljá-
strandar og Hjalteyrar. Á mánudaginn
var svo mikil undiralda, að fsinn losn-
aði sundur bæði við Ólafsfjörð og Dal-
vfk, enda er talið, að auður sjór sje
fram af Eyjafirði. Með hafískomunni
rak háhyrninga og höfrunga inst inn
á fjörð og hafa nú Akureyringar náð
nokkrum þeirra. Sfldar- og ufsavart
hefir orðið hjer á Pollinum undanfarið.
Bjarndýr (fsbirnir) hafa gengið á
land austur á Sljettu. Hefir eitt þeirra
verið skotið á Grjótnesi og auk þess
þykjast menn vita af 4 þar á landi.
Talið ar og að 2 bjarndýr hafi geng-
ið á land f Skagafirði (Sljettuhlfð),
en nákvasmar frjettir eru þó ekki
komnar hingað um það. Hinsvegar er
það víst, að Hjörtur Klemensson á
Skagaströnd skaut f fyrradag fsbjörn
á fsnum fram af Skagaströnd. Stóð
hjörninn þar yfir dauðum útsel og var
hann búinn að fletta spikinu af seln-
um. Vóg skrokkurinn at fsbirninum á
4. hundrað pund.
Stór vök er á fsnum undan Árbakka
á Skagaströnd og eru 3 skíðishvalir f
henni, en ekki hefir enn verið hægt
að ná þeim, með þvf að vökin er
svo stór, en hún er óðum að minka.
Undan Ey hafa sjest margir háhyrn-
ingar.
Reikningar
og önnur verzlunareyðublöð
fást í prentsmiðju
Odds Björnssonar.
Úr brjefi
frá merkum bónda í Skagáfirði er tek-
inn eftirfarandi kafli og hann gefurgóða
hugmynd um það, hvernig gætnari
bændur líta á fjármálaástandið í land-
inu. Hann hljóðar svona:
»Jeg held þeir sjeu margir, sem
Ifta með dökkum augum fram á það
stjórnarfár, sem nú er hjer á landi.
Þing og stjórn sýnist vera búin að
sökkva landinu f botnlausa skulda-
túpu. Þið f stórbæjunum, sem eruð
svo margir og nánir, eigið því gott
til samfunda að ræða ýms áhugamál,
þið ættuð nú að taka höndum saman
ef þið sæuð nokkur ráð að hrinda f
lag fjárreiðum landsins f framtfðinni
og yfir höfuð þessari óstjórn. Þið
megið eiga vfsan flokk bænda, sem
mundi vilja styðja sanngjarna viðle'tni
f þvf efni, því altaf erum við kallaðir
fhaldsamir, f það minsta heima f hjer-
aði, en það er eins og annað verði
uppi á teningnum þegar til Reykja
vfkur kemur.
Það er annars einkennilegt, það
virðist stórvöntun á góðum mönnum f
þessar mestu trúnaðarstöður landsins
og bendir á afturför í þjóðiuni.
Nú vantar menn eins og Jón for-
seta, Magnús landshöfðingja og Björn
ísafoldar, sem allir voru sannarleg
mikilmenni.«
Á r s r i t
hins danska íslandsvinafjelags frá f. á.
er mjög fróðlegt og til stórsæmdar
fyrir oss og land vort. Er það og nýtt,
að svo hlýr andi berist hingað frá
»leiðandi« rithöf. f Danmörku —
mönnum, sem gerþekkja þar á ofan
land vort með þess tungu, sögu, Iffs-
skilyrðum og framfara-baráttu; taka
einkum tveir höfundar ritsins öðrum
fram að snildarlegum rithætti og skiln-
ingi, þeir Aage (Áki) Meyer Benedict-
sen, ættaður í föðurætt frá Staðar-
felli, enda sver sig í ætt sína sem
snillingur í frásagnalist; hinn höf. er
ritstjórinn sjálfur Árni Möller, er bæði
er guðfræðingur og fagurlistamaður.
Báðir hafa þeir dvalið hjer og ferðast
og kunna tungu vora. Hinn fyrnefndi
ritar um landsháttu íslands, þjóðlíf og
sögu, alt svo listamannlega samið, að
þær ritgerðir ættu endilega að sjást
á góðri íslensku. Hinn ritar um trú
og lífsskoðanir hjer álandi; legst höf.
þar djúpt, eins og efni er til; líkar
mjer langbest dómar hans um ritverk
vorra mestu kennimanna: Jóns V/da-
líns og Hallgríms Pjeturssonar. Ber
hann hin mestu lofsorð á Postillu
Vfdalfns, enda fult svo eindregin og
þau, sem margir guðfræðingar vorir
nú á dögum mundu samsinna, mundu
þeir þykjast finna, að meira kenni
mælsku og strangleiks í flestum ræð-
um Vfdalfns, en samhygðar og mildi
(( evangeliskum skilningi), sem hans
sárpfnda þjóð á hans árum mátti helst
þrá og þarfnast. Aftur skýrir höf.
snildarlega sálma Hallgrfms. Sá eini
danski rithöf. sem áður hefir ritað
um þann höfuðsnilling lands vors var
fornvinur minn, hinn fróði og andríki
C. Rosenberg. En Á. Möller lýsir
skáldinu enn þá betur, enda ber sálma
hans saman við sjáifan Kingó og önn-
ur mestu sálmaskáld 17. og 18. ald-
anna og setur Hallgrfm efstan þeirra,
að flestu, enda ætla jeg það rjett.
Hann tilfærir lofsönginn »Ó, guð vors
lands< í merkilega góðri þýðingu eft-
ir skáldið Olav Hansen, sem einn af
skáldum Dana .hefir látið svo lítið að
þýða heilt bindi — og þýða margt
vel — af vorri bestu Lyrik. Af hans
þýðingum tilfærir Möller kvæði undir-
skrifaðs um Hallgr. Pjetursson, sem
torvelt mun að þýða, enda fullnægir
mjer ekki. Ennfremur hefir ritið að
bjóða ágæta ritgerð um stjórnmála-
sögu íslands eftir Finn prófessor Jóns-
son, svo og ávarpsljóð til íslands frá
Gunnari Gunnarssyni, og loks ofurlft-
ið en fínt samúðarsamtal milli íslands
og Danmerkur í æfintýrsforroi.
Yfirleitt er ritið hið besta og svo
tímabært (actuelt) sembestmá og þarf
að vera.
* *
*
Þá hafa oss borist nokkrir háskóla-
fyrirlestrar, haldnir af dönskum lista-
fræðing, er heitir Konrad Simonsen;
kallar hann ritið: »Moderne Menneske-
typer.« Talar höf., sem víða hefir far-
ið um Austur- og Vesturlönd, um
sálarleysi og efnishyggju nútímans f
Evrópu og það með miklum hita og
fjálgleik. Og allmargt af því fer f
sömu átt og ótal höfundar stefna, sem
sömu andans rökum kenna hið mikla
uppnám, sem ógnar allri trú, siðgæði,
samúð og siðmenning. En sá galli er
á kenningu Símonsens, að hann miklu
fremur rífur niður en reisir upp, og
ræðst með hatursöígum á Gyðinga, er
hann telur hina skæðustu óvini sannr-
ar siðmenningar, og ræðst þar með
ofsafengnu níði á Georg Brandesl,
svo last hans nær engri átt. Sjálíur
er hann Gyðingaættar og svo er lfka
sá dr. Rathenau f Wien, sem ritað
hefir stórfelda áfellisdóma um þá Gyð-
inga, sem kastað hafi allri trú, sje
rótlausir heiðingjar og hatursmenn
kristinna þjóða. Má þar segja, að
frændur sjeu frændum verstir. Hvað
G. Brandes snertir, fer því svo fjærri,
að hann hafi »aldrei ritað orð nema
fult af háði, hatri og storkun«, að fá-
ir menn á Norðurlöndum hafa drengi-
legar barist fyrir rjettindum undirok-
aðra manna og þjóða en einmitt hann.
M. J.
Barnaskólanum lokað.
Eins og menn rekur máske minni til,
var sú stefna f þann veginn að verða
ofan á, á sfðasta Alþingi að loka flest-
öllum skólum landsins, er styrks nutu
úr landssjóði Um það leyti sendi skóla-
nefnd Akureyrar allhörðorðuðmótmæli
til þingsins, með því að bæjarstjórn
Akureyrar hafði áður samþykt, að barna-
skólinn skyldi haldinn í vetur, að vísu
nokkuð takmörkuð kensla og að eins
notaðar tvær kenslustofur. Var gert
ráð fyrir, að nægilegur eldiviður væri
til skólahaldsins í meðalhörðum vetri.
Skólanefndin ályktaði þegar við skóla-
ársbyrjun að skóianum skyldi loka um
hríð um miðsvetursleyti, ef hörð tíð
yrði. Nú hefir rekið að því, að skólan-
3. fbl.
• ••••••••*• •-•-•.-•-• • » •
um hafi verið lokað f bráð. Það varð
14. þ. m. Er þessi ráðstöfun hyggileg
f því útliti, sem nú er um tíðarfar og
eldiviðarskort.
I sófahorninu.
Þekkið þið ekki þá tilhneigingu að
fresta staifif Þegar við einusinni er-
um búin að venja okkur á þetta, þá
er ekki svo auðvelt að hætta þvf aft-
ur. Frestað verk er venjulega þess
örðugra að fá sig til að vinnaþess leng-
ur sem það er geymt. Við munum
altaf hvar það er. Það er sama hvort
það er inni á skrifstofunni, f skápnum
í baðstofunni í eldhúsinu eða að húsa-
baki; Verkið, sem átti að vera unnið,
en við geymum okkur að inna af hendi,
það kemur altaf í hug okkar. Stund-
um kemur það einmitt þegarverstgegn-
ir og við þurftum að hafa hugann fast-
an við ákveðið verk. Frestaða verkið
skiftir huganum og rænir okkur þann-
ig starfsþrótti.
Þessi tilhneiging lætur ekki mikið
yfir sjer í fyrstu, en jafnt og stöðugt
vex hún ef við gefum henni undir íót-
inn, frestum altaf meiru og fleiru.
Hún vex eítir sama lögmáli og kögg-
ullinn sem velt er áfram f blautum
snjó, verður þess stærri sem hann
veltur lengur.
Hjer er aðeins eitt ráð til, og það
er þetta: Ganga beint að verkinu, vinna
það og safna aldrei neinu fyrir, sem
dagleg nauðsyn krefur að ekki sje
frestað.
Huggarinn.
Meðlœtið dregur oss dujtinu nœr
svo draumarnir ,kœrustu“ gleymast;
en vonsvikin jörðinni færa oss fjæv
ef fegurstu draumarnir geymast.
Pvi vonglaða œskan á blævængi bliða
til að bera oss um draumgeiminn víða.
Oss dreymir oft fagurt, en draum-
arnir þeir
eig’a ei daglega byr fyrir höndum.
Pvl fleiri sem rœtast, þvi jjölgarþeim
meir,
sem farast á hafnlausum ströndum.
Við lát þeirra snerta oss saknaðar-
sárin,
erseiða af hvörmunum tárin.
En sólfögur hníga þau saknaðar tár
frá saklausu óspiltu hjarta.
°S Þá fyrsta opnast oss himinin hár
að heilaga Ijósinu bjarta; —
þá finnum við aftur þann Jrið sem
var týndur,
sá friður er Ijósgeislum krýndur.
Sem döggin er brosandi blómunum
smá
eftir bjartar og sólheitar stundir,
eru viðkvœmu tárin, sem vœta okkar
brá,
er veitast að hjartanu undir.
Og því má ei gleymast sá guðdóms-
ins kraftur
er gefur oss barnsfriðinn aftur.
Guðjón Benediktsson,