Íslendingur


Íslendingur - 03.01.1925, Side 1

Íslendingur - 03.01.1925, Side 1
 XI. árgangur. Akureyri, 3. janúar 1925. 1. tölubl. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Talsíini 105. Strandgata 29. Bæjarstjórnar- kosningarnar. Á þriðjudaginn kemur, 6. janúar, eiga Akureyrarbúar að kjósa 3 menn í bæjarstjórn, er þar eiga að sitja um sex ára tíma. Enn þá er ekki fullvíst, um hve marga framboðs- lista verður að velja, þar sem ekki þarf að afhenda þá kjörstjórninni fyr en tveim sólarhringum á undan kosningu, en allar líkur eru íil, að listarnir verði þrír, og eru þeir þeg- ar komnir fram: •'4-listi: Böðvar Bjarkan lögmaður. Sigtryggur Þorsteinsson verzlunarm. 'Kristján Karlsson bankaritari. 23-listi: Halldór Friðjónsson ritstjóri. Elísabet Eiríksdóttir kenslukona. Aðólf Kristjánsson skipstjóri. C-Iisti: Ragnar Ólafsson konsúll. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. Benedikt Steingrímsson skipstjóri. Að A-listanum standa aðallega samvinnumenn, eða réttara sagt það brotið úr stjórnmálafélaginu »P j ó ð- vörn«, sem ekki vildi gleypa viö ritstj. Verkamannsins, hr. Halldóri Friðjónssyni, sem bæjarfulltrúaefni félagsins, þ. e. a. s. efstum á blaði. I félaginu sitja sem kunnugt er rauðustu bolshevikar og gætnir og hægfara samvinnumenn hver við annars hlið og var því ekki við öðru að búast en snurða kæmi á eining- ar-þráðinn strax og á reyndi. Ög til þess að elcki hlytust af bein vand- ræði, var það ráð tekið, að félagið stilti ekki upp lista. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar hlaut listi samvinnumanna 72 atkvæði. Að fylgi þeirra hafi aukist að mun á þeim tveimur árum, sem liðin eru síðan, er lítt sennilegt. Annars er listinn skipaður góðum mönnum. Að B-Iistanum standa hinir róí- tækari jafnaðarmenn og nokkrar konur. Tókst H. F. ekki að fá Verkamannafélagið, sem hann þó er formaður í, til þess að fylkja sér uni lista, er hann væri efstur á — frekar en »Þjóðvörn«; — hvorugu félaginu þótti hann sérlega fýsileg- ur bæjarfulltrúi; aftur, er hann brá sér á biðilsbuxunum til verkakvenna- félagsins »Einingin«, fékk hann, eftir að bæði hann og nánustu vinir hans höfðu lagt sig alla fram til þess að geðjast félagskonunum, ein- hverja von um stuðning, gegn því, að annað sætið á listanum væri skipað konu úr félaginu, eða ein- hverri þeirri, sem því væri geð- felt. Og þess vegna er Elísabet Ei- ríksdóttir þangað komin sem agn fyrir kvenjDjóðina, því að vonlaust er, að hún nái kosningu. C-listinn er kominn fram, svo að segja, að tilhlutun allra stétta þessa bæjarfélags, því að þótt stjórnmála- AKUREYRAR BIO Laugardagskvöldið: Rauði prinsinn, í síðasta sinn. Sunnudagskvöldið: Litla frúin í stóra húsinu, í síðasta sinn. Miðvikudagskvöldið: MARK ZOROS, 6 þátta kvikmynd. Aðalhlutverkið leikur snillingurinn Douglas Fairbanks. Húsið opnað kl. 8. — Byrjað kl. 872. félagið »Verðandi« hafi borið list- ann fram og gengist fyrir því að skorað var á þá Ragnar konsúl ÓI- afsson og Sig. Ein. Hlíðar að gefa kost á sér að nýju, þá skrifuðu fjöldi utanTélagsmanna undir þær áskoranir, því að mönnum var það ljóst, .að þaö var til bæjarheilla að fá þá aftur í bæjarstjórnina, hvað s ro sem að stjórnmála-afstöðu þeirra að öðru Ieyti leið — og þriðji mað- ur listans er alþektur atorku- og dugnaðarmaður og stétt sinni til sóma. — Útgerðarmerm, iðnaðar- menn, embættismenn, sjónienn, verkamenn, kaupmenn og konur af öllum stéttum standa að C-listan- um. Hann er því sannnefndur »borgaraIisti«. — Hinir list- arnir hafa engu slíku fylgi að fagna; þeir eru í raun réttri klíku-Iistar, framkomnir ti! þess að þjóna lund eða metnaði einstaklinga. • Velferð þessa bæjarfélags er undir því komin, að nieiri hluti bæjar- stjórnarinnar sé jafnan skipaður nýt- um og starfhæfum mönnum. Eins og einstaklingurinn, sem þarf að fá sér ráðsmann, mundi velja þann umsækjandann, er reyndastur væri að dugnaði og þekkingu á því starfs- sviði, sem um væri að ræða, eins er bæjarbúum það nauðsynlegt, að velja eflir sama mælikvarða þá menn, er þeir gera að forráðamönnum bæj- arfélagsins, og sízt ætíi jjeim mönn- um að veia falin þau forráð, sem vilja geia bæjarbúið að tilraunastöð fyrir hugsjónir og kenningar erlendra byltingamanna. — Þeir Ragnar og Hiíðar eru þaulreyndir bæjarfulltrú- ar og að góðu einu — hafa báðir staðið vel í stöðu sinni og yrði bænum til tjóns að missa þá þaðan. Fjármál Akureyrarkaupstaðar eru líklega í betra ásigkomulagi en nokkurs annars kaupstaðar á land- inu og útsvarsbyrði gjaldendanna léttust; ber þetta órækan vott um góða fjármálastjórn. Nú er það vit- anlegt, að R. Ó. hefir verið mikils ráðandi joar um. Og í hvert sinn, sem bærinn þurfti að taka lán til einhverra framkvæmdanna, þá var það Ragnar, sem sendur var út af örkinni í því augnamiði. Minni- stæðast mun mönnum rafveiíulánið, sem honuni tókst að útvega í Kaup- mannahöfn á mestu peningakreppu- tímunum og það með betri kjörum en bankarnir íslenzku og sjálft ís- lenzka ríkið gátu náð fyrir lántökur sínar um líkt leyti. Mundi hr. Hall- dór Friðjónsson geta gert slíkt hið sarna? Mundi hann geta bætt bæj- arstjórninni þ$ð fjármálavit, sem henni hyrfi við burttor R. Ó. það- an? Bæjarbúar þekkja báða menn- ina. Atkvæðin á þriðjudaginn eru svörin! Kjósendur! Konur og menn! Hafið það efst í huga, hvað bæn- um ykkar er fyrir beztu, — velferð hans er velferð ykkar og á að vera þyngst á metunum, — en hennar gætið þið bezt með því að kjósa C-Iistann. Marðar-eðlið. Það eru greinileg andleg ættar- mót með Halldóri Friðjónssyni ritstj. Verkamannsins og Merði heitnum Valgarðssyni; — jafnvel virðist róg- burðareðlið enn jaá ríkara hjá Hall- dóri. Einna greinilegast kemur þetta eðli mannsihs íram við kosningar, því að þá er það segin saga, að aðalvopnin, sem hann notar í þeim baráttum, eru rógur og níð um and- stæðingana. Þeim gerðar upp get- sakir af verstu tegund til þess að gera þá tortryggilega í augum kjós- endanna og svívirðingar- og níð- yrðunum hrúgað svo þétt saman, að tæplega sést lína, sem ekki hefir eitt eða fleiri að geyma. — En Akureyratkjósendur liafa ekki litið þessi vopn hans velþóknunaraug- utn lringað til og gera það líklega seint. Nú eru bæjarstjórnarkosningar fyrir dyrum og H. F. er farinn að þjóna eðli sínu. Er það aðallega Ragnar Ólafsson, sem rógburðar- vopnunum er beittur. Raunar er það engin nýlunda, en að þessu sinni eru vopnin brýnd vel og eiga að duga. Þau eiga að fella R. Ó. við kosningarnar. Aðalvopnið er lygasaga um, að R. Ó. vilji gefa erlendu verzlunar- féiagi eina af verðmestu lóðum bæj- arins og -»óskorðuð strandre'ttindi fram af þessari gjafaspildu.« Tilefnið til þessarar sögu er að rekja til »uppfyllingarmálsins«, er það var fyrir bæjarstjórninni, og var satt og rétt skýrt frá því í síðasta blaði. R. Ó. benti aðeins á það í bæjar- stjórninni, að óráð væri að ráðast í uppfyllingargerð fram af lóð, sem bærinn ætti ekki; yrði bærinn fyrst að tryggja sér lóðina, því að ann- ars gætu eftirköstin orðið bænum dýr. — Nú er hvenær sem er hægt skjallega að sanna, að Hinar sam. ísl. verzlanir eiga norðurhluta þeirr- ar landspildu, sem uppfyllingin átti að koma fram undan, og þarf ekki lengra en inn á skrifstofu bæjarfó- geta til þess að fá fulivissuna, en hana er að finna í veðmálabókum Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaup- staðar. Þar sést, að er Daníelssen á Skipalóni seldi Gránufélaginu Odd- eyrina, eru suðurtakmörkin rétt norð- ur af sem Brauns-verzlun er nú. Og í solusamningnum er ótvfrætt fram tekið, að eigninni fylgi strand- og fjöruréttindi. Þó áskilur Daní- elssen sér nokkurn hluta af hval- reka, strandreka og kolkrabbareka meðan hann sé við líði. Nú mæla lög svo fyrir, að landeigendur eigi 60 faðma í sjó fram, er reiknist frá stórstreymis-fjöruborði. Getur því engirin vafi leikið á réttindum Hinna sameinuðu verzlana í þessum efn- um og að ritstj. Vm. hefir farið með helber ósannindi, og það að öllum líkiridum vísvitandi, frekar en af heimsku. Hvað hinu aftur á móti viðvíkur að R. Ó. hafi fyrir nokkru sagt á bæjarstjórnarfundi, að þegar hann hafi verið verzlunarstjóri fyrir Gránufélagið, þá hafi félagið átt í sjávarmál. R. Ó. segist hafa sagt, að félagið hafi átt öll fjöruréttindi og ekkert farið frekar út'í þá sálma, og er það fyllilega í samræmi við sölusamninginn. En eðli sínu trúr leggur ritstj. Vm. R. Ó. orð í munn, sem hann hefir aldrei talað, til þess að skapa sér höggstað á honum. F>á dregur ritstj. Vm. Landsverzl- un og olíusamninginn inn í kosn- ingaskraf sitt og segir, að andstaða R. Ó. gegn samningnum hafi stjórn- ast af velvild til erlendra hagsmuna og klykkir svo út með þessum orðum: »Síðasta þing dæmdi R. Ó. og aðra íjandmenn Landsverzlunar ang- urgapa, með javí að taka ekkert til- lit til ærsla þeirra, og hefir Alþingi fslendinga þó líklega aldrei fyr verið jafnilla skipað þjóðræknum mönn- um, og íslenzkt auðvald hafði þar undirtökin, svo hœgt hefði verið að fremja óhæfuverk að vilja þeirra, er verstir eru«. Nú er það kunnugt, að þingmenn tóku svo mikið tillit til þessara »angurgapa« í steinolíumálinu, að þeir féllust algerlega á skoðanlr þeirra og gengu ekki fyr af þingi en stjórnin hafði gefið loforð um, að segja einokunarsamningnum upp, og það loforð hefir hún nú efnt. Eru hér því enn ein ósannindin, sem H. F. verður að kyngja. Marðar-eðlið leynir sér ekki. En verður það sigursælt? C-l isti n n hefir opnað kosningaskrifstofu í norðurenda Samkomuhússins niðri. Talsími 153.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.